Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Side 34

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Side 34
128 SAGA MÖÐBUDALS Á EFRA-FJALLI N. Kv„ Jóns bónda Sigurðssonar á Vakursstöðum, sem Vakursstaðaætt er frá talin. Bróðir Jóns Sigurðssonar var Árni bóndi á Bustarfelli Sigurðsson, er átti Ragnheiði Einarsdóttur frá Skinnastöð- um, Jónssonar prests greipaglennis, Ein- arssonar prests og galdrameistara Niku- lássonar. Það er sögn Sigf. Sigfússonar sagna- þuls, að Möðrudalur hafi verið búinn að standa í eyði í 20 ár, þegar Jón Sigurðs- son fluttist þangað. Getur það komið heim við það, sem áður var sagt, að jörðin var í eyði 1770, enda ekki kunnugt um neinn ábúanda í Möðrudal á milli þeirra nafn- anna. Þá getur Sigfús sagnaþulur víðar en á einum stað um Jón Árnason úr Dal, er búið hafi í Möðrudal. Gæti svo verið, að hann hefði búið þar á milli þeirra Jóns Rafnssonar og Jóns Sigurðssonar, þó að ekki hafi fyrir því fundizt órækari heimildir. Jón Sigurðsson keypti Möðrudal af biskupsstólnum árið 1793 og fékk afsal fyrir kaupunum 1798. Kaupverðið var 180 ríkisdalir. Fylgdu með í kaupunum hjá- leigurnar Víðidalur og Kjólsstaðir. Atgjörvismikil munu þau hafa verið bæði Möðrudalshjónin, Jón og Guðrún. Sigf. sagnaþulur segir, að Jón hafi verið risamenni á vöxt, rammur að afli, vænn og vinsæll og verið kallaður hinn sterki, eins og þeir frændur fleiri síðar, og hafi þótt mesti sæmdarmaður. Jóhannes sonur hans af fyrra hjónabandi, bóndi í Fjallsseli, segir Sigfús að hafi verið annar stærsti maður í Norður-Múlasýslu á þeim tíma og yfir 6 fet á hæð; álíka hafi Jón verið á vöxt. < Afkomendur Jóns Sigurðssonar og Guð- rúnar Jónsdóttur síðari konu hans hafa v-erið nefndir Möðrudalsætt. í Möðrudal bjuggu þau Jón og Guðrún fram til aldamótanna. Árið 1800 dó Jón, er verið hafði talsvert eldri en kona hans, en Guðrún býr áfram með börnum sínum næsta áratuginn. Þegar Jón dó, var bú hans virt 717 rík- isdalir; þar af var verð jarðarinnar aðeins 120 ríkisdalir, þriðjungi lægra en kaup- verðið hafði verið, og talin vera mjög að ganga úr sér, sem fyrr var getið. Hefir Jón því sýnilega haft stórt bú og búnazt vel, er lausafé hans hefir verið fimmfalt að verði á móts við jörðina, sem þó er höfuðból, enda þótt hún þá væri, sem sagt var, að ganga úr sér. Eru þá meiri líkur til, að það hafi verið landið, en ekki hús- in, sem þau ummæli eiga við, enda er hí- býlum þar vel lýst skömmu síðar, sem enn verður frá sagt. Börn Jóns Sigurðssonar og Guðrúnar Jónsdóttur voru þessi: 1. Jón bóndi í Möðrudal, er getið verður síðar. 2. Guðrún, er átti Jón bónda Sigurðsson á Grímsstöðum á Fjöllum og síðar á Búastöðum í Vopnafirði. Niðjar þeirra margir fóru til Vesturheims, en all- margir eru um Vopnafjörð, Bakka- fjörð og víðar. 3. Arnþrúður, er átti Björn bónda Guð- mundsson að Laxárdal í Þistilfirði. Er mikill ættbálkur af þeim kominn um N.-Þingeyj arsýslu. 4. Ragnhildur, er varð seinni kona Björns prófasts Halldórssonar að Garði í Kelduhverfi. Þau voru barnlaus. 5. Kristín, er átti Eyjólf bónda í Hjarðar- haga Bjarnason. Þeirra niðjar allii fluttir til Vesturheims. í sögnum frá Möðrudal er getið Sigurð- ar sonar þeirra, er samkvæmt þeim hefði átt að komazt til þroskaaldurs. Einar pró- fastur Jónsson telur hann ekki á meðal barna þeirra. Mun þá annað hvort, að hann hafi að vísu verið til, en dáið á ung- um aldri, ógiftur og barnlaus, eða að

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.