Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Qupperneq 14

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Qupperneq 14
8 SÆNSKIR HÖFÐINGJAR N. Kv. auðugu dætra minna — enn allir til sverðs míns.... Þó ykkur væri hjálpað, yrði þó ógæfan ein endir þess alls. — Þegar faðir minn var níræður, var hann ennþá heið- ingi. Og glaður var ég og Guði þakklátur, þegar ég fékk hann til þess að koma með mér í kirkju og taka hvítavoðir. En um leið og hann fékk skírnarskyrtuna niður yfir axl- irnar, steyptist hann á gólfið og var dauð- ur. . . . Æ — Úlfhildur mín! Hvað er nú orðið af þeim hamingjudögum, þegar við sátum saman hérna við þennan glugga? Hrausta, vel tygjaða riddara hafði ég, og nú hrópa þeir til mín af vígvöllunum, þar sem grasið grær yfir bein þeirra. Sörkvir, segja þeir, hugsaðu til okkar, og þá getur þú ekki sofið! — Þrælar mínir drógu heim. timbur, þeir settu vængi á myllurnar og hjól á vagnana. En ormurinn etur sig inn í þræla-verkið, og það fúnar fljótt. — Allt gæti alveg eins vel verið ógert.... Far þú niður í gestaskálann, þar færðu mikinn félagsskap og skemmtun! Þú mund- ir samt hafa minna að segja mér, heldur en hugur minn, þegar ég sit hér einn og þegi. Hugsanir mínar eru spámenn. Veitztu hverju þær spá afkomendum mínum? Ógæfu, ógæfu! Sá ókunni fór þá aftur inn í gestaskálann. Og Jóhann settist hjá honum á bekkinn og hafði í frammi spott og ýmsa hrekki við flóttamennina. Að nokkrum dögum liðnum gátu, hvorki þeir né Smálendingarnir hald- ið út að vera þar lengur. Jóhann fylgdi þeim á leið, þegar þeir fóru, og söng um þá háðvísur. — Blenda sat á hestinum fyrir framan móður sína og stakk ljóshærðu höfð- inu, bæði hrædd og undrandi, út á milli fellinganna á kápu hennar. Dætur Sörkvis stóðu með förðuð andlitin í svalaganginum og skellihlógu. Enginn harmaði það, þó gamli konungurinn nú ætti nokkrum vin- um færra. Flann varð stöðugt meira og meira ein- mana. Jóhann óx upp og sat jafnan í tryll- ingslegum drykkjuveizlum. Svo frétti hann- einu sinni um tvær systur, sem væru fegurri en allar aðrar konur. Önnur þeirra var gift höfðingja í Hallandi, sem Karl hét. Og. eitt sinn, þegar hann var ekki heima, brauzt Jóhann inn í kastala hans, nam þær systur báðar á brott og flutti þær heim til sín. Þetta spurðist um allt landið og mæltist illa fyrir. Urðu margir reiðir mjög, og þeg- ar Jóhann nokkru síðar kom á þingið, réð- ist alþýðan á hann og tók hann af lífi. — Þessi sonur minn átti mikið rúm í hjarta mínu, andvarpaði Sörkvir, þar sem hann sat við gluggann og tærðist upp. — Nú var hár hans orðið alveg snjóhvítt, og. kyrtill hans svo slitinn og upplitaður, ac£ hann líktist gömlu segli. Svíarnir höfðu ekki gleymt því, að þeir frá fornu fari höfðu rétt til að taka sér kon- unga. Nú vildu þeir ekki lengur hlýða Sörkvi, heldur kjöru sér annan konung, sem- Eiríkur hét, sá sami, sem eftir dauða sinn var kallaður Eiríkur heilagi. Sérhver sendiboði, sem á sveittum hesti kom þeysandi inn í hallargarðinn og flýttí sér inn í salinn, færði ill tíðindi. — Munk- arnir frá Nýdölum og Varnheimi og öðrum- klaustrum, sem Sörkvir hafði komið á fót, læddust um höllina. Og við arininn stóð kardínáli frá Rómaborg og vermdi sig. — Hann hafði komið árið áður til landsins til’ þess að heimta „Péturspeningana" — skatt- inn til páfans. — Allir voru hljóðir og. kvíðafullir. Sörkvir mælti: — Ég hef fengið skarpa heyrn hérna í ein- veru minni, kardínáli. — í marga daga hef ég nú heyrt jódyn — þúsundir járnskóaðra hesta nálgast og eru nú í þrjátíu mílna fjar- lægð. En ég nenni ekki að taka sverð mitt niður af veggnum, þar sem það hangir. Sú svívirðing, sem sonur minn kallaði niður yfir mitt aldraða höfuð, er meiri en svo, að nokkur sigur geti þvegið hana af. Það fór eins og Sörkvir hafði sagt fyrir„.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.