Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Side 17
N. Kv.
SÆNSKIR HÖFÐINGJAR
sfnu í sleðanum, þegar hesturinn, með
taumana hangandi lausa, stanzaði fyrir ut-
an hlið klaustursins.
Sörkvir var jarðsettur í Alvastra, og ætt-
ingjar hans við hlið lians. Öll ætt hans var
eins og ofurseld illum örlögum. — Við Ála-
11
bekk, þar sem hann var veginn, stendur nú
steinn til minningar um hann.
Sagan segir, að Blenda hafi verið lögð í
haug heima í byggð sinni, á enginu við
Vermlandaby. Á hinum græna haug henn-
ar gnæfði lengi eik mikil og fögur.
(Framhald).
S. Schandorph:
Stína lætur ánetjast.
Smásaga frá Sjálandi. Jónas Rafnar þýddi lauslega.
I.
Ekki hafði dottið dropi úr lofti síðan
fyrir Jónsmessu, og nú var liðið fram undir
ágústlok. Engjavegurinn bugaðist eins og
rák af mjölsáldri milli sleginna akra, sem
sperrtu skrælþurra kornhána upp úr sverð-
inum. Ósáða jörðin var vaxin gulleitu,
sviðnu grasi, og í sólskininu skar það ofur-
lítið úr við ljósgráa moldina, senr dottið
hefði í dust við minnstu snertingu. Botn
og hliðskáar skurðanna voru fóðraðir ryk-
ugu og rytjulegu grasi, sem líkast var löng-
um og úfnum liárlubba. Allar jurtirnar
voru að skrælna, uppgefnar og úrvinda.
Þótt Jrær brynnu af þorsta, höfðu þær ekki
sinnu á að ákalla himininn um vatnsdropa,
svo lengi höfðu þær þjáðst og svo lengi
hafði þessi ljósblái, skafheiðríki himinn ver-
ið svo miskunnarlaus að láta Jrær sviðna í
sólskininu; hann hafði horft á Jrær með
íbyggnu, síbrosandi andliti, sem sneytt var
allri meðaumkun. Allt, sem hvítt var í um-
hverfinu, skar í augun, því að Jrau fundu
engan blett til að hvílast við dökka og dauf-
skyggða liti.
Þolinmóð eins og jurtirnar, en miklu við-
námsmeiri en þær, labbaði lágvaxin sveita-
stúlka í vegarrykinu, sem Jryrlaðist upp eins
og þéttur, lágur mökkur við hvert skref
hennar. Hún bar enga viðkvæma vorkunn-
serni í brjósti til náunga sinna í jurtarík-
inu; að minnsta kosti virti hún ekki þá
vesalinga viðlits. Hún sneri þó ofurlítið
upp á hálsinn, sem hvítum trefli var vafið
um, Jregar hún sá kú vera að rása í bithag-
anum; aldrei nam hún staðar né hvatti
sporið, heldur seig rólega áfram með jöfn-
um hraða. Hún var einna keimlíkust stöð-
ugum og breiðhjóluðum vagni, þegar hún
skálmaði gleiðfætt leiðar sinnar, og breiðir
og þykkir sólar leðurskónna mörkuðu
greinileg spor. Svitadropar spruttu í sífellu
upp á enni hennar og runnu niður eftir
rauðbrúnu og freknóttu nefinu; en það var
I íka eina hreyfingin í þessu sólbrennda,
stóra andliti. Það var ekki svo mikið sem
hún dræpi tittlinga við sólinni; munnur-
inn stóð í hálfa gátt, og skein þar í röð
óvenju snoturra og sterklegra framtanna.
Tungubroddurinn bærðist við og við fram
2*