Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Side 43

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Side 43
3ST. Kv. VITASTÍGURINN 37 'hin voru róleg; en nú greip óttinn hann á ný. „Haldið þér, að það sé okkar bátur? Haldið þér, að það sé Roosevelt?" spurði hann í ákafri eftirvæntingu og þreif báða -stafi sína. „Ég veit það ekki. Báturinn er svo langt undan ennþá, að ég get ekki séð það, og auk |>ess----“ ,,Og auk þess?“ spurði Ivarsen æstur. „Þá er þarna feikna krappur sjór. Það íossbrýtur umhverfis, og rokið skeflir yfir ibátinn í sífellu.“ „Vesalings drengurinn minn,“ tautaði Ivarsen. „Drengurinn okkar,“ greip Fía fram í. .„Við eigum nú líka eitthvað í honum.“ En ívarsen hvorki heyrði né svaraði neinu. „Getum við þá ekkert gert?“ spurði ívar- sen. „Ég veit ekki, hvað það ætti að vera,“ ■sagði Adam og leit út aftur. „Er þá enginn björgunarbátur hér ná- lægt, sem hægt væri að síma eftir? Ég skal gjarna kaupa hann,“ sagði ívarsen. Hann •stóð við gluggann og þrýsti andlitinu fast upp að rúðunni. Hann skyggði höndum yf- ir augun til að sjá betur. „Nei, það er enginn björgunarbátur hér nálægt, og fleytur þær, sem liggja í Straum- sundi, eru ekki til þess gerðar að leggja út 'í annað eins veður," sagði Adam og fór upp •aftur í turninn. ívarsen settist við gluggann og hélt báð- um höndum fyrir andlitið. „Æ, nú kemur þessi angist og kvíði aftur yfir mig, ég næ varla andanum! Vesalings drengurinn minn!“ Fía var nú einnig tekin að verða óróleg. Móðurástin tók nú að segja til sín — og hún varð. einnig sennilega smám saman fyrir -áhrifum af örvæntingu ívarsens. „Æ, mér þykir svo afskaplega vænt um -drenginn þann arna,“ tautaði Ivarsen í hálf- ’um hljóðum. Fía fór nú að gráta, en þá hríðversnaði honum, og varð hún þá að fara fram í eldhúsið. Adam kom ofan úr turninum. Hann var kominn í klofstígvél og olíukápu. „Hvert ætlið þér að fara?“ spurði ívarsen og leit á hann örvæntingaraugum. „Ég ætla ofan á Tanga og líta eftir þeim. Þeir eru nú að beygja fyrir Hrosshólmann — og komizt þeir fram hjá boðunum, þá er þeim borgið. En það verður erfitt, því að þarna er opið haf inn um Salthólmasundið.“ „Æ, nei, nei, þér megið ekki fara frá okk- ur,“ sagði ívarsen aumkunarlega. „Ég fer með þér, Adam,“ sagði Fía, „þú veizt, að ég er ekki sjóhrædd." „Fn ekki get ég verið aleinn eftir hjá litla drengnum. Þið megið ekki fara bæði,“ hrópaði Ivarsen. En Adam var þegar kom- inn af stað áleiðis ofan að naustinu, og Fía var að svipast um frammi í ganginum eftir einhverju til að færa sig í. Rétt á eftir skellti hún hurðinni á eftir sér. Hún hljóp fram hjá glugganum og ofan klappimar. Sigurður litli fór að gráta og kallaði á mömmu sína. Ivarsen tók drenginn í fang sér og reyndi að klappa lionum, en dreng- urinn hélt áfram að kalla á mömmu. ívar- sen tók þá upp peningabuddu sína og gaf honum spegilfagra krónu. Nú hlyti dreng- urinn að verða glaður; en nei, síður en svo; hann leit snöggvast á krónuna, hálfhissa, og skilaði henni síðan aftur. Ivarsen skildi ekkert í þessu, var þá heil króna alls einskis virði hérna uppi á Hólminum? Það var harla ótrúlegt. Drengurinn fór inn í svefn- herbergið og skreið upp í rúmið. Þar lá hann snöktandi dálitla stund, unz hann sofnaði að lokum. Þá datt Ivarsen í hug, að hann skyldi reyna að staulast upp í turninn til þess að sjá betur út á sjóinn. Hann staulaðist upp brattan og þröngan stigann, sem honum virtist aldrei ætla að taka enda. Hann varð að nema staðar hvað eftir annað og hvíla sig á heila fætinum. Loks komst hann þó upp.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.