Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Side 39
VITASTÍGURINN
33
skal ekki einu sinni verða vatnsgusa eftir af
keppinautunum!“
„Það er gott, drengur minn, það er gott.
— P. M. ívarsen hefir aldrei dregizt aftur úr
í neinni samkeppni.“ Hann þurrkaði sér um
augu með handarbakinu og hækkaði síðan
róminn: „En mundu það, að ef í harðbakka
slær, þá geturðu slegið af 7% enn. — Hann
var nú kominn út úr klökkvanum og inn á
prósenturnar.
Síðan lagði Roosevelt af stað í langferð
sína með ströndum fram. „Gáðu nú vel að
þér,“ kallaði ívarsen á eftir honum.
„Hér er engin hætta á ferðum; við höfum
góðan skipstjóra. og færan vélstjóra," sagði
Roosevelt og veifaði húfunni í kveðjuskyni.
Það var logn og blíðviðri, er þeir lögðu af
stað. ívarsen hafði lagt svo fyrir, að þeir
skyldu fara hægt niður eftir ánni, svo að
mönnum gæfist á að líta, hve framtakssöm
Verzlunin P. M. ívarsen væri.Ásumumhús-
anna uppi í hlíðinni höfðu menn dregið
fána að hún, rtieðal annars Kröger læknir.
Roosevelt sá í sjónaukanum, að Abla og
Tínus stóðu úti á eldhúströjrpunum og
veifuðu. En þau hurfu brátt, er báturinn
jók skriðinn jafnt og þétt í áttina til skerja-
garðsins og úthafsins. Nú var hann rétt fram
undan Straumhólminum. Roosevelt þekkti
hvert sker, hvern vog og vík umhverfis allan
hólminn. Það var einkennilegt að sjá það
allt saman héðan að utan. Það var sem sæi
hann alla bernsku sína á stó.ru, undurfögru
málverki, Þárna uppi stóðu þau pabbi og
mamma og veifuðu. Og lítt’ á: þarna kapp-
hlupu hænsnin eftir flugum og pöddum
inni á klöppunum, alveg eins og þegar
hann lítill peyi! Að hugsa sér, að hann
Roosevelt litli, sem einu sinni hafði hlaup-
ið berfættur þarna um klappirnar og hólm-
inn, stóð nú hérna og var meðeigandi þessa
glæsilega báts sem fulltrúi hins ríka verzl-
unarhúss P. M. ívarsen! Hann gat tæplega
trúað því né skilið, hvernig allt þetta hefði
viljað til. Það yrði svei mér gaman, þegar
hann kæmi til Hvalsunds, þar sem Franz
Jósef var í búðinni, að fara inn til sveita-
kaupmannsins, skila nafnspjaldi sínu og
segja: „Óski herra kaupmaðurinn að fá ó-
dýrar og góðar vörur, þá get ég mælt með
verzlun vorri P. M. ívarsen. — Hamingjan
góða, hvað Franz Jósef myndi reka uþp stór
augu, hugsaði Roosevelt. Vesalings Franz
Jósef, sem í fimm ár hafði þrælað sem að-
stoðarmaður hjá þessum knífna náunga fyr-
ir einar þúsund krónur árlega og fæðið. —
Ætti ég ekki að fá fóstra til að ráða harin
sem birgðastjóra heima? ------
Þeir fóru fram hjá Hrosshólmanum svo
nærri, að við sjálft lá, að þeir gætu strokið
hendinni eftir brimsörfinni klöppinni.
Hún var gulgrá á lit með hvíta saltrák í
flæðarmáli. Öll þessi lilið Hrosshólmans var
eins og sléttur og fágaður ljósahjálmur; þar
var ekki einu sinni sprunga, sem hægt var
að stinga fingri í. Roosevelt varð lrugsað til
allra þeirra, sem hér höfðu velkst í brim-
garðinum og barizt við að komast upp á
skerið. Honum varð hugsað til þess, að hér
hefði hafið leikið sér að þeim eins og kött-
ur að mús. Fyrst skolaði það þeim upp á
klapparkollinn, svo að þeir fundu sem
snöggvast fast land undir fótum, og sáu
bregða fyrir sem snöggvast blikleiftri vitans
hinum megin sundsins — sekúntulöng von
um björgun! Þá kom næsta brimbrot æð-
andi og dró þá aftur ofan, upp og ofan, unz
þeir að lokum hvíldu rólega á þangsæng
hafvöggunnar miklu. — Honum varð hugs-
að til „Sanckó“ gamla, sem megnað hafði að
synda gegnum brimgarðinn. Skyldi hann
hafa orðið var hinna, sem sukku? Ef til vill
hafði hann reynt að bjarga húsbónda sín-
um?
Er þeir höfðu beygt fyrir Hrosshólmann,
tók sjór að ýfast, og undiraldan að vaxa, og
í austri dimmdi í lofti.----
ívarsen ráfaði fram og aftur um skrif-
stofugólfið og var að hugsa um Roosevelt.
Hann iðraðist þess nú, að hann skyldi hafa