Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 47
N. Kv. VITASTlGURINN 41 „Jú, sei — sei — jú! Hann hefir nóg annað um að hugsa en þess háttar smámuni; hann man ekkert eftir því, never!“ „Smámunir, Tínus! Þetta var æska mín og lífið sjálft.“ „Já, sei — sei — já; auðvitað skemmtum við okkur ágætlega, sei — sei — já.“ En nú varð Abla alveg óviðráðanleg. Hún stóð upp og andvarpaði þungan og mæðilega. Tínus vildi því ekki eiga á hættu að láta hana rifja upp fleiri kapítula úr sameigin- legri fortíð þeirra; hann smeygði sér því út um dyrnar og tók til fótanna ofan brekk- una. Þegar hann var kominn ofan á Torgið, nam hann staðar til að kasta mæðinni og tautaði í hálfum hljóðum: „Nei, þegar konur ganga af göflunum, þá gera þær það með kurt og pí!“ Hann varð að fara yfir að vatnsþrónni og ná sér í sopa. Því næst fór hann upp til Önnu eldabusku hjá ívarsen kaupmanni. Þar var þó við skynsama kvenpersónu að ræða, sei — sei — já! Hún gat talað um viðburði og gleði- stundir fortíðarinnar án þess að blanda Guði almáttugum eða öðrum inn í það. Já, hún Anna, hún hafði alltaf verið ágætur og mjög hentugur kvenmaður, certainly, sei — sei — já! Anna stóð við eldstóna og varð steikja bauta, þegar Tínus stakk brosleitu snjáldr- inu inn um dyragættina. Hún sló saman höndunum og kallaði upp yfir sig: „Nei, er þá ekki gamli kærastinn minn á ferðinni, ha-ha-ha!“ „Jú, sei — sei — jú, nú er ég að koma-.“ Hún setti frá sér pönnuna og þurrkaði af höndunum á svuntu sinni, og sagði síðan sem eins konar inngangsorð: „Roosevelt fær svona einstöku sinnu.m bauta með kvöldverðinum sínum; hann er nú, eins og hann væri smá-drengurinn okk- ar, skilurðu!" Tínus hrökk við, þegar hún fór að nefna „drenginn okkar“, en svo skild- ist honum þegar, að þetta var ekki sagt af neinu undirferli, oghannsvaraðigóðlátlega: „Já, þú liefir nú alltaf verið gefin fyrir piltana, Anna!“ „Seztu nú niður, svo skalt þú líka fá einn bauta. Taktu stólinn þarna.“ Tínus svipað- ist um eftir eldiviðarkassa, en er hann var hvergi sjáanlegur, varð hann að setjast á stólinn. Þegar ívarsen rétt á eftir kom fram í eldhús, tók hann í hönd Tínusi og sagði: „Jæja, svo að þú ert þá á biðilsbuxunum núna, Tínus? Jæja, til hamingju! Þú verður að gefa honum eitthvað að borða, Anna, svo að horium veitist hægra um vik að bera frarn bænir sínar og málaleitanir.“ „O, sei — sei — nei, — þess háttar bænum og málaleitunum er nú löngu lokið, to be sure!“ sagði Tínus. Anna setti stóran bauta fram fyrir hann, og Ivarsen kom sjálfur og hellti í staup handa honum. — Anna og Tínus skemmtu sér dásamlega. Fyrst rökræddu þau matreiðslulistina, því að í þeirri grein voru þau bæði mestu snill- ingar, og þá sérstaklega í staðgóðum rétt- um. Gott á það að vera, sei — sei — já. Síðan beindist talið að „fyrr á árum“. Anna var minnisgóð, og hún sagði heilar „sögur“, svo að Tínus sat og skellihló og sagði bara: „já, sei — sei — já!“ „Manstu segltúrinn okkar á Bæjarfirðin- um, Tínus?“ En nú sá Tínus að sér í tæka tíð; hann vildi alls ekki fara að rifja upp þá bátferð. „En góði, manstu þá ekki, að það bál- hvessti, svo að við urðum að gista á hólma um nóttina?" „Nei, sei — sei — nei, ég man ekkert eftir því.“ „Við urðum að liggja í nausti um nótt- ina,“ sagði Anna og hló dátt. „I nausti? — Never!“ „Eða kannske það hafi verið vöruskemma. Það var að minnsta kosti skemmtilegt. Ég man það jafnvel og það hefði gerzt í nótt, ha-ha-ha!“ Tínus steinþagði og vissi ekki ^neitt. Hann tók upp pípu sína og skoðaði hana vandlega frá öllum hliðum, en það 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.