Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Side 42
36
VITASTÍGURINN
N. Kv.
eftir var óttinn, ægilegur og hlífðarlaus.
Hann varð að setjast á stein og snúa bakinu
í vindinn. Hann verkjaði í alla limi, og
hann hnipraði sig saman í kuðung. Nú var
ívarsen ósköp aumur og lítilmótlegur.
Hann hefði glaður gefið hundrað þúsundir
króna til þess að vita drengnum borgið og
vera sjálfur kominn heim aftur. En nú var
enginn áheyrandi annar en stormurinn, og
hann kærði sig ekki vitundar ögn um
hundrað þúsund króna. Hann þaut og
þeyttist áfram, svo að blístraði og hvein í
gjótunum og hinum gisnu stráum, sem
földu sig visin og lágkúruleg í klappar-
sprungunum. Loksins komst hann þó upp
á brúnina og sá heim að vitaturninum,
beint fram undan sér. Guði sé lof, nú kæm-
ist hann þó bráðum í húsaskjól! Hann staul-
aðist áfram yfir berar klappirnar, en varð
að nema staðar öðru hvoru, því að í storm-
hviðunum gat hann aðeins með herkju-
brögðum haldið sér á fótunum. Loks náði
hann í hurðarsnerilinn og kom svo inn í
stofu til frú Fíu Stolz.
„En almáttugur, eruð það þér, sem eruð
á ferð í öðru eins veðri?“ sagði hún forviða
og sló saman höndunum.
„Þér farið nú víst nærri um. það,“ svaraði
ívarsen, gramur yfir svona heimskulegri
spurningu.
„Eruð þér ekki hrædd?“ spurði hann svo
og leit á hana.
„Hrædd?“ Fía hló góðlátlega. „Onei, við
erum svo vön þessum hljómleikum hérna
úti á hólminum."
„En drengurinn minn — drengurinn
minn er úti í þessum stormi."
„Hann hefir eflaust leitað hafnar ein-
hvers staðar," sagði hún rólega.
„Haldið þér það? Eruð þér viss um það,
frú Stolz?“
„Nei, viss er maður auðvitað aldrei; en
við Adam vorum að tala um þetta rétt áð-
an.“
Adam kom inn i þessum svifum og nam
staðar í dyrunum og horfði steinhissa á ívar-
sen, sem nú var kominn úr blautri kápunni
og sat í stórum hægindastól afa gamla
admíráls.
„Við erum að tala um Roosevelt, sem er
úti í þessu fárviðri,“ sagði Fía.
„En góði ívarsen, þér skiljið víst, að hann
mun hafa leitað einhverrar hafnar hér nær-
lendis.“ Ivarsen skildi ekkert í því, að þessar
manneskjur skyldu geta verið svona róleg-
ar. Honum var algerlega ókleift að sitja
kyrr, Hann flutti sig yfir í legubekkinn,
staulaðist síðan út að glugganum og leit út
og settist síðan aftur í hægindastólinn.
Adam fór aftur upp í turninn. Hann
undi sér bezt þar uppi, þegar stormasamt
var; því að þaðan gat liann séð langt á haf
út í stóra kíkinum. Fía kom inn með rjúk-
andi kaffibolla handa ívarsen. „Þér hafið
gott af því, ívarsen, það fjörgar blóðið.“
„Æ, það er nú ekki mikið eftir til að
fjörga,“ sagði ívarsen. Hann reyndi að taka
bollann og. drekka úr honum, en var svo
skjálfhentur, að Fía varð að taka bollann af
honum og halda á honum, meðan ívarsen
saup úr honum.
„Vesalings ívarsen, þér hafið víst orðið
alvarlega hræddur." Hún ætlaði að strjúka
yfir hárið á honum, en hann vék höfðinu
snöggt til hliðar og sagði:
,,Æ, verið þér ekki að þessu fálmi og fikti
við mig, frú Stolz!" Fía blóðroðnaði, og
henni rann í skap og hugsaði: „Nei, þessum
bannsettum labbakút skal ég svei mér ekki
sýna neina meðaumkun!"
Nú heyrðu þau Adam koma hratt ofan
stigann úr turninum, og lá við, að hann
væri vitund skjálfraddaður, en hann sagði:
„Ég sé litinn vélbát, sem beitir hart fyrir
Saltsker til þess að sneiða hjá Hrosshólma-
boðunum." Ivarsen hafði staðið upp og
starði nú á Adam með opinn munninn.
Kvíðinn hafði fjarað í honum, og hann var
tekinn að finna til öryggis, er hann sá, hve