Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 38
32 VITASTÍGURINN N. Kv„ Roosevelt hafði nú fengið óstjórnlega löngun til að ná í flugskreiðan vélbát, „sem gæti brunað fram úr öllum sætrjám sunds og voga.“ „Mér finnst, að þú hafir nóg með vélhjól- ið,“ nöldraði ívarsen hálfgramur. „Það væri svo gaman að snúa á þessa Óslóar-burgeisa, sem liggja hér á vélbátum sínum og keppa við okkur með lágmarks- verði meðfram allri sjávarströndinni." Þeg- ar ívarsen heyrði samkeppni nefnda, spratt hann á fætur: „Já, gætirðu snúið á þá, Roosevelt, þá skaltu, fjandinn fjarri mér, fá vélbát! Mér hefir lengi gramist þessi skitna samkeppni þeirra.“ ,,Sérstaklega í nýlenduvörum," greip Roosevelt fram í borginmannlega. „Ojá, en einnig í víni, drengur minn. Við missum viðskiptamenn á hverjum degi.“ „Þeir blanda líka auðvitað vínið, bann- settir þrjótarnir,“ sagði Roosevelt. „Já — hm. Það gætum. við nú gert líka. En gæti bátur sá, sem þú hefir í huga, losað okkur við keppinautana, þá skal firmað afla sér hans tafarlaust." Það voru ekki liðnar margar vikurnar, þegar léttbyggð vélsnekkja kom brunandi inn sundið í reýnsluferð. Skipstjóri bæjar- ferjunnar áætlaði ganghraðann um 20 míl- ur. Roosevelt stóð við stjórn. í stafni blasti við rauð veifa með fangamarki ívarsens á hvítum grunni. Á hliðar bátsins var skráð gullnu letri: „P. M. ívarsen. — Vín- og Nýlenduvöru- verzlun." Það hafði kostað Roosevelt miklar fortöl- ur að fá ívarsen til að vera með í reynslu- ferð þessari; og er hann frétti, að einn báta Óslóar-firmans ætlaði að keppa við Roose- velt, varð hann hálfsmeykur; en ótti hans og kvíði smáminnkaði og hvarf að lokum. Báð- ir bátarnir brunuðu af stað á fullri ferð. ívarsen var svo spenntur, að hann gleymdi alveg reikningnum að upphæð 17,500 krón- um, sem báturinn hafi kostað. Þegar bátarnir brunuðu samhliða upp sundið, var ívarsen svo ákafur, að hann reis upp og kallaði: „Hert’ á honum, Roosevelt — hert’ á honum, eins og þú getur — láttu. nú sjá, að þú kálir þessum auvirðilega. keppinaut!" Og Roosevelt seig fram úr, og innan> skamms var hinn orðinn langt á eftir. Ivar- sen reis aftur upp, spýtti í áttina til keppi- nautsins, klappaði Roosevelt á öxlina og: sagði: „Vive la Concurrence, þannig á að taka þá!“ Þegar komið var að landi, og Ivarsen kominn upp aftur á bryggjuna, tilkynnti. hann hátt og snjallt öllum þeim, sem þar voru saman komnir: „Fóstursonur minn og; verzlunarfélagi, Roosevelt Stolz ívarsen, á fyrir hönd firma vors að sýna og sanna, að Straumsund getur keppt við höfuðstaðinn!“ „Húrra — húrra! — Húrra fyrir Ivarsen!" öskraði mannfjöldinn. Roosevelt var að leggja af stað í fyrstU' ferð sína á léttisnekkjunni. Báturinn var lilaðinn sýnishornum af alls konar vörum frá birgðum verzlunarhússins P. M. ívarsen. Inni í skrifstofu átti ívarsen langt trúnaðar- samtal við Roosevelt. Hann innrætti hon- um stökustu varkárni á alla vegu og lagði á ráðin hollt og góð. Loksins tók hann Roose- velt um hálsinn og sagði: „Vertu nú sæll, drengurinn minn, og velkominn aftur. Þú veizt, að ég á engan annan en þig að treysta á, og bráðum legg ég alla verzlunina með Aktiva og Passiva í hendur þér.“ Hann kom ekki upp fleiri orðum, því að hann varð svo • klökkur, að hann fékk grátstaf í kverkarnar. Roosevelt hjúfraði sig upp að honum og horfðist í augu við hann. „Þú ert svo góður við mig, fóstri, og þú. mátt treysta því, að ég skal vinna með hags- muni verzlunarinnar fyrir augum.-----Það •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.