Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Page 38

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Page 38
32 VITASTÍGURINN N. Kv„ Roosevelt hafði nú fengið óstjórnlega löngun til að ná í flugskreiðan vélbát, „sem gæti brunað fram úr öllum sætrjám sunds og voga.“ „Mér finnst, að þú hafir nóg með vélhjól- ið,“ nöldraði ívarsen hálfgramur. „Það væri svo gaman að snúa á þessa Óslóar-burgeisa, sem liggja hér á vélbátum sínum og keppa við okkur með lágmarks- verði meðfram allri sjávarströndinni." Þeg- ar ívarsen heyrði samkeppni nefnda, spratt hann á fætur: „Já, gætirðu snúið á þá, Roosevelt, þá skaltu, fjandinn fjarri mér, fá vélbát! Mér hefir lengi gramist þessi skitna samkeppni þeirra.“ ,,Sérstaklega í nýlenduvörum," greip Roosevelt fram í borginmannlega. „Ojá, en einnig í víni, drengur minn. Við missum viðskiptamenn á hverjum degi.“ „Þeir blanda líka auðvitað vínið, bann- settir þrjótarnir,“ sagði Roosevelt. „Já — hm. Það gætum. við nú gert líka. En gæti bátur sá, sem þú hefir í huga, losað okkur við keppinautana, þá skal firmað afla sér hans tafarlaust." Það voru ekki liðnar margar vikurnar, þegar léttbyggð vélsnekkja kom brunandi inn sundið í reýnsluferð. Skipstjóri bæjar- ferjunnar áætlaði ganghraðann um 20 míl- ur. Roosevelt stóð við stjórn. í stafni blasti við rauð veifa með fangamarki ívarsens á hvítum grunni. Á hliðar bátsins var skráð gullnu letri: „P. M. ívarsen. — Vín- og Nýlenduvöru- verzlun." Það hafði kostað Roosevelt miklar fortöl- ur að fá ívarsen til að vera með í reynslu- ferð þessari; og er hann frétti, að einn báta Óslóar-firmans ætlaði að keppa við Roose- velt, varð hann hálfsmeykur; en ótti hans og kvíði smáminnkaði og hvarf að lokum. Báð- ir bátarnir brunuðu af stað á fullri ferð. ívarsen var svo spenntur, að hann gleymdi alveg reikningnum að upphæð 17,500 krón- um, sem báturinn hafi kostað. Þegar bátarnir brunuðu samhliða upp sundið, var ívarsen svo ákafur, að hann reis upp og kallaði: „Hert’ á honum, Roosevelt — hert’ á honum, eins og þú getur — láttu. nú sjá, að þú kálir þessum auvirðilega. keppinaut!" Og Roosevelt seig fram úr, og innan> skamms var hinn orðinn langt á eftir. Ivar- sen reis aftur upp, spýtti í áttina til keppi- nautsins, klappaði Roosevelt á öxlina og: sagði: „Vive la Concurrence, þannig á að taka þá!“ Þegar komið var að landi, og Ivarsen kominn upp aftur á bryggjuna, tilkynnti. hann hátt og snjallt öllum þeim, sem þar voru saman komnir: „Fóstursonur minn og; verzlunarfélagi, Roosevelt Stolz ívarsen, á fyrir hönd firma vors að sýna og sanna, að Straumsund getur keppt við höfuðstaðinn!“ „Húrra — húrra! — Húrra fyrir Ivarsen!" öskraði mannfjöldinn. Roosevelt var að leggja af stað í fyrstU' ferð sína á léttisnekkjunni. Báturinn var lilaðinn sýnishornum af alls konar vörum frá birgðum verzlunarhússins P. M. ívarsen. Inni í skrifstofu átti ívarsen langt trúnaðar- samtal við Roosevelt. Hann innrætti hon- um stökustu varkárni á alla vegu og lagði á ráðin hollt og góð. Loksins tók hann Roose- velt um hálsinn og sagði: „Vertu nú sæll, drengurinn minn, og velkominn aftur. Þú veizt, að ég á engan annan en þig að treysta á, og bráðum legg ég alla verzlunina með Aktiva og Passiva í hendur þér.“ Hann kom ekki upp fleiri orðum, því að hann varð svo • klökkur, að hann fékk grátstaf í kverkarnar. Roosevelt hjúfraði sig upp að honum og horfðist í augu við hann. „Þú ert svo góður við mig, fóstri, og þú. mátt treysta því, að ég skal vinna með hags- muni verzlunarinnar fyrir augum.-----Það •

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.