Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 49
N. Kv.
VITASTÍGURINN
43
hættir við að sjóða upp úr, og að á vegum
ástarinnar spretta margir leyni-þyrnar, sem
valdið geta sárum ævilangt-------“.
Abla gamla fékk nú einnig áhyggjur út
af þessu. Henni þótti mjög vænt um Aur-
óru, og hafði frá fyrstu stundu lagt alla ást
sína á þetta munaðarlausa barn, — og þá
einna helzt sökum þess, að hún hélt í fyrstu,
að Gottlieb ætti barnið; en seinna aðeins
sökum þess, að hún þráði að hafa einhverja
lífveru til að þykja vænt um, og þá lielzt
einhvern móðurleysingja. . . . Hún iá stöð-
ugt andvaka á nóttunum, og oft kom það
fyrir, að hún varð að fara á fætur um miðja
nótt og setjast fram í eldhús með prjóna
sína. Það var eins og dálítil afþreying í því.
Kröger læknir veitti þessu eftirtekt og
varð áhyggjufubur út af Öblu. Hann ásetti
sér því að fara upp í vita og biðja frú Stolz
um að spjalla við Öblu. Það var svo algengt
að senda eftir Fíu, þegar eitthvað amaði að
einhverjum. Hún hafði sína sérstöku að-
ferð og var svo hjartagóð og nákværn í allri
umgengni, hvort sem þjáningarnar stöfuðu
af andlegum kvölum og áhyggjum eða af
fæðingarhríðum og barnsfararsótt, eins og
læknirinn komst að orði.
Kröger fór síðan upp í vita. Nú var hann
orðinn því svo vanur að arka upp „Vitastíg-
inn“, að honum var það leikur einn. Hann
stiklaði nú eftir Skjaldbökuhryggnum í
Feninu og gat nú vel stokkið vfir gjána, þar
sem gamla brúin var, tæki hann aðeins dá-
Htið tilhlaup. „Vitastígurinn" var svei mér
ekki svo erfiður, hefði maður ekki því
þyngri drápsbagga á bakinu.
Fíu þótti einkennilegt, að læknirinn
skyldi biðja hana að reyna að „lappa upp
á“ Öblu gömlu. Það stæði þó sennilega hon-
um sjálfum næst að fást við þess háttar.
Hún hefði aldrei gefið sig fram sem skottu-
læknir, með blóðtöku og særingarþulur og
þess háttar. Ýmsir skottulæknar gátu nú
annars verið skolli duglegir, þótt læknarnir
vildu aldrei viðurkenna það. — Það stóð þó
ekki á löngu, áður en Fía lét tilleiðast að
taka að sér að hitta Öblu gömlu, úr því að
læknirinn á annað borð hafði beðið hana
um að gera það fyrir sig. Hún gleymdi aldr-
ei nóttunni, þegar hann bjargaði lífi Bene-
diktu — já, auðvtað með aðstoð Guðs.
Hún stóð lengi frammi í ganginum og
velti fyrir sér, hvort hún ætti að setja upp
skrauthattinn eða svörtu hettuna. Hattur-
inn var nú fínn og uppdubbaður, með
stórri, svartri strútsfjöður, sem Roosevelt
hafði gefið lienni í staðinn fyrir páfugls-
fjaðrirnar tvær, sem ívarsen hafði brotið,
þegar hann settist ofan á þær forðum — og
eiginlega hefði hann, en ekki Roosevelt átt
að borga þær! Svarta hettu-,,kjusan“ átti nú
bezt við jarðarfarir og þess háttar alvarleg
tækifæri, því að hún var svört, en hatturinn
blár með gulum deplum. En þar sem hún
var nú ekki að fara í jarðarför, heldur átti
hún að fara í heimsókn og fjörga Öblu
gömlu upp aftur, þá afréð hún að setja upp
skrauthattinn bláa. —
Abla sat við eldhúsborðið og var að
prjóna, en Tínus sat á eldiviðarkassanum
að vanda. Inndæll kaffi-ilmur streymdi á
móti Fíu, þegar hún opnaði dyrnar. Tínus
stóð þegar upp og hneigði sig, því næst flýtti
hann sér að ljúka úr bollanum og laumaðist
síðan út.
Það tók all-langa stund, áður en Fía gat
þítt tortryggnisklakann úr huga Öblu
gömlu, og hún varð að smáfikra sig áfram,
hægt og gætilega. Henni fannst þetta einna
líkast því, og þegar hún væri að hreinsa
lauk: þá varð að flysja livert skurnið á fætur
öðru. Abla var auðvitað dálítið tortryggin í
fyrstu. Hún skildi ekkert í þessum óvænta
áhuga, sem Fía hafði allt í einu fengið fyrir
hennar persónu. Og þar að auki kom hún
stígandi í fína hattinum sínum með strúts-
fjöðrinni! Það var þó hvorki afmælisdagur
hennar né læknisins núna!
Fíu skildist brátt, að hún hafði verið
óheppin með hattvalið; hann átti ekki al-
o*