Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 54

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 54
48 HÆTTULEG AÐGERÐ N. Kv. Hættuleg aðgerð. Árið 1792 settist Þjóðverji nokkur, Heid- ring að nafni, að í Brussa í Litlu-Asíu og fór að stunda tannlækningar. Hann var fyrsti lærði tannlæknirinn, sem þangað hafði komið, og af því að hann var slyngur í list sinni, fékk liann mikla aðsókn og efn- aðist vel. Þá bar svo við einn dag, að landstjórinn í Brussa, Nuri pasja, gerði boð eftir hon- um til að draga úr sér veika tönn; fylgdu þau fyrirmæli, að Heidring skyldi koma stundvíslega á hádegi. En þá stóð einmitt svo á að nokkrir sjúklingar töfðu lækninn fram yfir venjulegan viðtalstíma, svo að hann varð heilli klukkustund á eftir áætlun. Ritari landstjórans, sem var kunningi Heidrings, tók á móti honum í forherberg- inu, skjálfandi á beinunum af ótta. „Með þessari töf,“ mælti hann, „hafið þér reitt landstjórann mjög til reiði. Hann var nógu skapillur áður, en nú kastar tólfunum, þegar tannverkurinn bætist ofan á. Hann hefur svarið þess eið, að ef hann finni nokk- uð til, þegar þér dragið tönnina úr honum, þá láti hann hálshöggva yður til hefnda, og þér vitið, að hann er maður, sem efnir lof- orð sín.“ „En þetta væri hrópleg lögleysa gagnvart öllum sanngjörnum réttindum," stamaði Heidring og fölnaði. Ritarinn yppti öxlum. „Hvað væruð þér bættari með því, þótt bóta væri krafizt og þær greiddar? Þér væruð jafndauður fyrir því.“ Heidring datt fyrst í hug að flýja, en þeg- ar hann leit í kringum sig, sá hann, að alls staðar voru verðir fyrir við allar dyr. Svo voru dyrnar inn í salinn opnaðar, og þjónn nokkur tilkynnti, að landstjórinn væri við- búinn aðgerðinni. Úr því , sem komið var, sá Heidring sinn kost vænstan, að ganga inn í salinn, svo sem ekkert væri um atS vera, þótt hann annars væri utan við sig af ótta og kvíða. Þar sat landstjórinn fyrir og ýmsir aðrir tignir menn. „Vantrúaði hundur!“ þrumaði Nuri pasja, „hvernig dirfist þú að koma síðar en ég hef skipað þér? Þú skalt rétt fá að kenna á því! Dragðu óðara úr mér skemmdu tönn- ina, en taktu eftir því, að ef ég finn nokk- urn hlut til, þá læt ég um leið höggva a£ þér hausinn!" Heidring sá, að við hlið landstjórans stóð' risavaxinn svertingi með biturlegt, tvíeggj- að sverð í hendi, og það var alkunna, að þar í landi var ekki verið að hika við fram- kvæmd dauðadóma, — svo að ekki voru nú' horfurnar glæsilegar. Eitthvað varð þó tiIJ bragðs að taka. „Það var von að yðar hágöfgi reiddist mér fyrir töfina," mælti hann að lokum, „en ástæðan afsakar mig ef til vill að nokkru.. Ég var staddur hjá kaupmanni nokkrum og var að framkvæma mjög sársaukafulla að- gerð á ungum syni hans. Ég var alltaf. bi'æddur um, að mér mundi ekki endast tími til að draga úr honum allar tennurnar,. sem þurfti að taka, því að ég treysti ekkii drengnum til að þola það. En þar skjátlað- ist mér, því að hann bar sig eins og fullorð- inn maður og ég gat framkvæmt aðgerðina- til fullnustu án þess að hann kveinkaði sér; en ég tafðist því miður allt of lengi.“ Landstjórinn svaraði engu, en benti< brúnaþungur á tanntöngina. Heidring dró' þá tönnina í skyndi, og þeir, sem við voru staddir, litu ýmist á landstjórann, sem gretti sig ekki hið minnsta, eða á svertingjann, sem var að velta sverðinu í hendi sér. „Earðu svo,“ mælti Nuri pasja við Heid- ring, „það skal ekki verða um mig sagt, að' ég hafi kveinkað mér meira við tanndrátt en krakkinn kaupmannsins." Heidring hypjaði sig á brott fjöri feginn..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.