Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 18
12 STÍNA LÆTUR ÁNETJAST N. Kv. á milli varanna, sem héldust í sörnu stöðugu gáttarstellingunni. Stína hafði líka gilda ástæðu til að taka á þfolinmæðinni, því að af hálfri annarri mílu átti hún eftir að ganga heila; svo langt var frá kaupstaðnum, þar sem hún var í vist, til þorpsins, þangað sem hún ætlaði. Húsmóðir hennar, prófastsekkjan, hafði gefið henni heilan frídag; hann fékk hún tvisvar á ári, við föstuinnganginn og nú eft- ir sumarleyfið, þegar synirnir tveir — stú- dentarnir — voru farnir aftur til Kaup- mannahafnar. Og Stína notaði æfinlega þessa tvo aukafrídaga til að heimsækja átta ára dóttur sína, sem því miður var lausa- leiksbarn; henni hafði hún komið fyrir í dvöl með einhverri meðgjöf af hreppnum hjá hjáleiguhjónum í h-eimaþorpi sínu. Eaðir barnsins, vinnumaður, sem hún hafði verið samtíða, þegar hún var á tuttugasta og öðru ári, hafði í skyndingu keypt sér far- bréf til Ameríku, þegar hann varð þess vís- ari, að hún ætti eitthvað í vændum. Hægt mjakaðist hún í áttina að markinu, en mjakaðist þó. Nokkrir vagnar höfðu ek- ið fram hjá Stínu á leiðinni. Einn þeirra var lipur veiðivagn, og í aftursætinu hreykti sér gildur óðalsbóndi með rjúkandi vindil í munni. Ökumaðurinn smellti með svip- unni um leið og vagninn þaut hjá, og ólar- endinn snart því nær andlitið á Stínu, svo að henni varð fyrir að draga augun í pung gagnvart væntanlegum voða. Vagnhjólin þeyttu rykinu upp eins og reykjarmekki frá vél, svo að hún hnerraði við. Lótt meira en nóg rúm væri í vagninum, þá gat gildum. óðalsbónda aldrei dottið í hug að bjóða sveitastúlku sæti hjá sér, og henni því síður að fara fram á annað eins. Svo kom slátrari í eineykisvagni og ók sjálfur. Hú, hæ! Hann fór á stökki í kráku- stígum, svo að hjólin voru úti á skurðbörm- unum til skiptis, og fjaðrirnar skullu sam- an í sífellu. Slátrarinn var einn í sætinu, klæddur mjóröndóttri strigatreyju, sem var brúnblettótt af blóði; hann var að blístra lagið að „Ó, Súsanna!“ Stráhattinum hafði hann skotið upp fyrir svitastokkið og eld- rautt ennið. Tvö lömb lágu í vagntroginu aftan við sætið; þau jörmuðu letilega, rétt eins og þau væru að myndast við að rækja skyldu sína. Án þess að hægja á sér, hafði slátrarinn kallað til Stínu: „Viltu aka með mér lífsins leiðir, jómfrú góð? Hvað segir þú um það?“ En Stína hafði ekki virt tilmæli slátrar- ans svo mikils, að líta upp. Hún hafði sagt við sjálfa sig: „Slátrarar eru alltaf svo neyðarlegir í tali.“ Stína lenti aftur í rykmekki, hnerraði og þurrkaði sér þolinmóð með handarbakinu á gráum baðmullarhanzka, sem hún aftur strauk af á kjólnum sínum undir holhend- inni. Svo heyrði hún skrölt í þriðja vagninun?. spölkorn á eftir sér, en hún leit ekki við til að gá að honum. Það leið löng stund, þang- að til hann náði henni, enda var ekið fót fyrir fót, eftir hljóðinu að dæma. Loksins kom Iiann. Það var lítill tvíeykisvagn með fjöðrum og einu ökusæti. í því sat rúmlega fertugur, holdugur, en þó ekki feitlaginn bóndi, klæddur svörtum frakka, sem brydd- ur var breiðum ullarböndum við löf og vasalok; á höfðinu hafði hann ljósgráa klæð- ishúfu, alsetta smáum hnöppum, sem hjúp- urinn var svo slitinn af, að víða skein í hvít- gulan trékjarnann. Stutt pípa með voldug- um tréhaus lá og hvíldi sig í horninu á öku- sætinu. Maðurinn skyrpti fyrst til þeirrar hliðar, sem frá Stínu vissi, nam staðar með hægu „tirr“ og mælti seinlega á fláustu sjá- lenzku: „Ekki vænti eg stúlkan vilji aka með?“ „Eg þakka kærlega fyrir,“ svaraði Stína. Hún greip í vagnstokkinn, steig svo þungt í fótafjölina, að hún lét mjög undan, og settist í ökusætið, svo að hvein í fjöðrun- um. Eigandi vagnsins leit snöggvast á hana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.