Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Qupperneq 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Qupperneq 18
12 STÍNA LÆTUR ÁNETJAST N. Kv. á milli varanna, sem héldust í sörnu stöðugu gáttarstellingunni. Stína hafði líka gilda ástæðu til að taka á þfolinmæðinni, því að af hálfri annarri mílu átti hún eftir að ganga heila; svo langt var frá kaupstaðnum, þar sem hún var í vist, til þorpsins, þangað sem hún ætlaði. Húsmóðir hennar, prófastsekkjan, hafði gefið henni heilan frídag; hann fékk hún tvisvar á ári, við föstuinnganginn og nú eft- ir sumarleyfið, þegar synirnir tveir — stú- dentarnir — voru farnir aftur til Kaup- mannahafnar. Og Stína notaði æfinlega þessa tvo aukafrídaga til að heimsækja átta ára dóttur sína, sem því miður var lausa- leiksbarn; henni hafði hún komið fyrir í dvöl með einhverri meðgjöf af hreppnum hjá hjáleiguhjónum í h-eimaþorpi sínu. Eaðir barnsins, vinnumaður, sem hún hafði verið samtíða, þegar hún var á tuttugasta og öðru ári, hafði í skyndingu keypt sér far- bréf til Ameríku, þegar hann varð þess vís- ari, að hún ætti eitthvað í vændum. Hægt mjakaðist hún í áttina að markinu, en mjakaðist þó. Nokkrir vagnar höfðu ek- ið fram hjá Stínu á leiðinni. Einn þeirra var lipur veiðivagn, og í aftursætinu hreykti sér gildur óðalsbóndi með rjúkandi vindil í munni. Ökumaðurinn smellti með svip- unni um leið og vagninn þaut hjá, og ólar- endinn snart því nær andlitið á Stínu, svo að henni varð fyrir að draga augun í pung gagnvart væntanlegum voða. Vagnhjólin þeyttu rykinu upp eins og reykjarmekki frá vél, svo að hún hnerraði við. Lótt meira en nóg rúm væri í vagninum, þá gat gildum. óðalsbónda aldrei dottið í hug að bjóða sveitastúlku sæti hjá sér, og henni því síður að fara fram á annað eins. Svo kom slátrari í eineykisvagni og ók sjálfur. Hú, hæ! Hann fór á stökki í kráku- stígum, svo að hjólin voru úti á skurðbörm- unum til skiptis, og fjaðrirnar skullu sam- an í sífellu. Slátrarinn var einn í sætinu, klæddur mjóröndóttri strigatreyju, sem var brúnblettótt af blóði; hann var að blístra lagið að „Ó, Súsanna!“ Stráhattinum hafði hann skotið upp fyrir svitastokkið og eld- rautt ennið. Tvö lömb lágu í vagntroginu aftan við sætið; þau jörmuðu letilega, rétt eins og þau væru að myndast við að rækja skyldu sína. Án þess að hægja á sér, hafði slátrarinn kallað til Stínu: „Viltu aka með mér lífsins leiðir, jómfrú góð? Hvað segir þú um það?“ En Stína hafði ekki virt tilmæli slátrar- ans svo mikils, að líta upp. Hún hafði sagt við sjálfa sig: „Slátrarar eru alltaf svo neyðarlegir í tali.“ Stína lenti aftur í rykmekki, hnerraði og þurrkaði sér þolinmóð með handarbakinu á gráum baðmullarhanzka, sem hún aftur strauk af á kjólnum sínum undir holhend- inni. Svo heyrði hún skrölt í þriðja vagninun?. spölkorn á eftir sér, en hún leit ekki við til að gá að honum. Það leið löng stund, þang- að til hann náði henni, enda var ekið fót fyrir fót, eftir hljóðinu að dæma. Loksins kom Iiann. Það var lítill tvíeykisvagn með fjöðrum og einu ökusæti. í því sat rúmlega fertugur, holdugur, en þó ekki feitlaginn bóndi, klæddur svörtum frakka, sem brydd- ur var breiðum ullarböndum við löf og vasalok; á höfðinu hafði hann ljósgráa klæð- ishúfu, alsetta smáum hnöppum, sem hjúp- urinn var svo slitinn af, að víða skein í hvít- gulan trékjarnann. Stutt pípa með voldug- um tréhaus lá og hvíldi sig í horninu á öku- sætinu. Maðurinn skyrpti fyrst til þeirrar hliðar, sem frá Stínu vissi, nam staðar með hægu „tirr“ og mælti seinlega á fláustu sjá- lenzku: „Ekki vænti eg stúlkan vilji aka með?“ „Eg þakka kærlega fyrir,“ svaraði Stína. Hún greip í vagnstokkinn, steig svo þungt í fótafjölina, að hún lét mjög undan, og settist í ökusætið, svo að hvein í fjöðrun- um. Eigandi vagnsins leit snöggvast á hana

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.