Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 37
N. Kv. VITASTÍGURINN 31 •er það nú líklega allt saman,“ sagði Roose- velt og hló. ívarsen var alltaf sínöldrandi. Öðru hvoru gat hann, orðið svo reiður við dreng- inn, að hann óskaði þess, að hann hefði aldrei litið hann augum. En þegar Roosé- velt leit framan í hann og sagði: ,,Æ, fóstri minn góður, vertu nú ekki svona reiður!“ Þá var ívarsen öllum lokið, og hann gat ■ekki varist brosi. Það var alls ekki fært að standast drenginn. En samt var það eitt atriði, sem oft gat hleypt upp suðunni í ívarsen, og það var öll þessi uppnefni eða viðurnefni, sem menn skemmtu sér við að klessa á náung- ann hérna í bænum. Þetta var sérstaklega ■orðin hrein íþrótt æskulýðsins. Hann var alveg hættur að kippa sér upp við að hafa verið nefndur Kífarsen í allt að því heilan mannsaldur. Nú var hann orðinn því svo vanur; en áður fyrr hafði honum gramizt það meira, en góðu hófi gegndi. En nú var Roosevelt einnig tekinn upp á þessum ósóma; t. d. kallaði hann dóttur Krossbóls tannlæknis „fröken Plómu!“ Þaðvar því eng- in furða, þótt tannlæknirinn yrði reiður og teldi þetta móðgun við sig; en um það var nú ekki að fást. En hitt var verra, að hann hafði strengt þess heit að hefna sín. Þegar ívarsen frétti það, taldi hann hyggilegast að fara til næsta bæjar til að láta gera við tenn- ur sínar. Hann vildi ekki eiga á hættu að láta kvelja sig Roosevelts vegna. Hitt var tæplega eins varhugavert, þótt Roosevelt kallaði dætur Sönnikens bakara ,,Bolludeig“ og son Amdals garðyrkjumanns „Karl plöntu“. En Roosevelt varð samt að lokum að heita ívarsén því að hætta þessu „endurskírnar-veseni“ sínu. Smám saman féll þetta líka úr tízku, því að er til lengdar lét, hættu menn að hafa gaman af þessu. Það hafði því aðeins verið Gottlieb, sem kallaði ívarsen Kífarsen; en það var nú allt öðru máli að gegna með „Stúdentinn". Honum leiðst að segja svo margt, sem honum datt í hug, án þess að nokkur tæki það illa upp. Öllum var Ijóst, að þetta var græzkulaust hjá honum. Og það skildist Ivarsen líka. Roosevelt komst brátt að raun um, að fengi ívarsen ómótmælt og viðnámslaust að nöldra og rausa svo sem hálfa klukkustund, var þessum köstum hans venjulega lokið. Og eftir á gat hann verið mjög góður og viðráðanlegur á allan hátt. Hann var þá vís að bjóða drengjunum ofan til að spila „púkk“, og er hann var kominn í sólskins- skapið, hafði hann á boðstólum bæði rauð- víns-púns og vindla. I hvert sinn sem Anna eldabuska varð þess áskynja að fokið hafði í ívarsen, leitaði hún trausts hjá Roosevelt. Henni var sem sé orðið það fyllilega Ijóst, að hann var eini maðurinn í öllum bænum, sem kunni réttu tökin á ívarsen. En hitt var og jafnvíst, að á hann rann vígamóður í hvert sinn, sem Fía Stolz birtist. Sem betur fór, kom Fía mjög sjaldan, og þá aðeins í búðina til ungfrú Evensen. Ótal sinnum hafði Roosevelt spurt ívar- sen, hvort hann vildi ekki koma með sér upp í vitann. En ívarsen sagði alltaf nei, þakka þér fyrir, og afsakaði sig með því, að hann treysti sér ekki til að labba upp „Vita- stíginn“. Roosevelt sagði, að Jrað væri nú vandalaust, ef hann aðeins færi sér nógu hægt. En nei, ívarsen vildi ekki leggja í það. Ástæðan var sennilega sú, að hér neðra var Roosevelt meira á hans vegum; þarna efra áttu þau öll ítök í honum, og ívarsen var alls ekki um það. Hann var afbrýði- samur. Og auk þess hafði hann heldur and- úð á Fíu, og honum þótti vitavörðurinn líka heldur veigalítill. Þegar ívarsen var í nöp við einhvern, rættist það heldur aldrei af honum. Hann gat borið það með sér ár- um saman. Hann hafði til dæmis aldrei gleymt því, að Fía hafði farið að sletta sér fram í „afskipti" þeirra ungfrú Evensen. Það hefðu svei mér aldrei verið nein af- skipti þeirra milli! —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.