Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Side 22
16
STÍNA LÆTUR ÁNETJAST
N. Kv~
kennarinn £rætt þá á því, að hún væri
„raunveruleg“ frú, en prestskonurnar í ná-
grenninu væru réttar og sléttar madömur.
Sóknarbörn prófastsins heitins höfðu
ekki heldur gleymt henni með árunum. Fyr-
ir stórhátíðir sendu sumir bændur henni
ennþá gæsir og endur, og frá sumum efn-
aðri hjáleigubændum fékk hún jafnvel
stundum tíu-tólf egg eða þriggjapelaflösku
með þykkum rjóma.
Einn góðan veðurdag, — það var jafnvel
hvorki sunnu- né hátíðisdagur, — kom mað-
ur til hennar með stóran og feitan kalkúna.
Af því að allir þekkja hver annan í slíkum
kaupstöðum, þekkti prófastsfrúin, að sendi-
maðurinn var vinnumaður hjá Kristen
Nielsen í Kirkjustræti, sem. rak gistihús og
greiðasölu, þar sem bændurnir frá Örslöv-
magle og Örslövlille héldu til, á kaupstað-
arferðum sínum.
„Frá hverjum er hann?“ spurði frúin.
„Hann er frá Per Larsen í Örslövlille,"
svaraði maðurinn.
„Svo já, einmitt það,“ sagði frúin og rétti
piltinum skilding fyrir vikið. Þegar hann
var farinn, sagði hún við sjálfa sig:
„Hvað getur gengið að Per Larsen, þeim
nirfli og húska. Hann steig aldrei fæti sín-
um í Aaby-kirkju og offraði klippt og skor-
ið sem lög stóðu til.“
Hún stóð upp frá kaffiborðinu, greip í
vænginn á kalkúnanum og fór með hann
inn í eldhús til að láta undrun sína í ljós
við Stínu yfir gjöfinni frá Per Larsen.
Stína stóð við eldhúsborðið og var að
enda við að borða bitann sinn, viðutan og
hugsandi á svip eins og vinnukonur eru
vanar að vera, þegar þær eru að borða ein-
ar og út af fyrir sig. Þegar frúin kom inn,
sneri Stína sér óvanalega snöggt við og
greip með svuntunni fyrir nef og augu.
„Skilur þú nokkuð í því, Stína, hvað Per
Larsen í Örslövlille getur gengið til?“
„Ne-ei,“ svaraði Stína og sneri sér undan
eins og áður.
„Það er kalkúni í lagi, sem hann sendir
mér. Líttu nú á, Stína; við getum. boðið lyf-
salahjónunum og Henningsen umboðssalæ
í matinn, — — en hvað gengur að þér„
stúlka? Þú brynnir músum eins og krakki,.
Stína! Hvað gengur að þér, ertu lasin eða.
hvað?“
„Já, eg hef ekki viðþol ofan úr hnakka og;
niður í iljar,“ snökti Stína og röddin var
líkust því sem stæði í henni seigildi.
„Kingdu matnurn áður en þú talar^
stúlka," sagði frúin í umvöndunarrómi;
hún fékk snöggvast ofurlitla aðkenningu af
prófastsfrúar-kenndinni, enda vissi hún, að
ekkert var við heilsu stúlkunnar að athuga,.
en á hinn bóginn var það segin saga, að'
Stína kvartaði um þessi sjúkdómseinkenni,.
þegar hún var í vondu skapi eða átti mjög.
annríkt.
Frúin lagði kalkúnann á eldhúsborðið og
rak þá augun í pappírsspjald á stærð við
áttblöðung, sem lá á grúfu á borðplötunni.
Hún sneri því upp. Þeim megin var gljá-
mynd með litum og skrifað erindi fyrir neð-
an. Þá hneig Stína hágrenjandi niður á eld-
hússtólinn. Á myndinni var maður á græn-
um kjól, grænum stuttbuxum og hvítum.
sokkum, sem sat inni í laufskála í faðmlög-
um við kvenmann, sem klædd var lifrauðu,
aðskornu og stuttu pilsi og bar ljósgulan
smalahatt á höfði; en yfir trjátoppunum úti
fyrir svifu þrjár ljósrauðar, vængjaðar og
naktar verur — englabörn eða ástarenglar,
— með dökkgulum skuggum upp og ofan
bak og brjóst. Neðan undir var skrifað með
nokkurn veginn læsilegum, en þó viðvan-
ingslegum stöfum:
Er hjörtu tvö af elsku lystug loga,
þau leita bæði í náttúrunnar skaut;
en englar svífa hátt frá himinboga
og hrinda frá þeim lífsins sorg og þraut.
Ó, broshýr meyja, horfðu á himintjöldin,
þá hellir eygló geisla á rjóða kinn;
en syrti af nóttu, sindrar stjörnufjöldinn:
og sendir huggun beint í hjartað inn.