Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Qupperneq 48

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Qupperneq 48
42 VITASTÍGURINN N. Kv. gerði hann ætíð, þegar hann var að velta einhverju alvarlegu málelni fyrir sér: — Nei, Önnu skyii nú ekki takast að ginna hann út á hálkuna, te be sure not! Hann átti þá ef til vill á hættu, að hún fengi líka samvizkubit, einn góðan veðurdag, og færi að fimbulfamba um fertugan dreng! Nei, sei — sei — nei, hann hafði alveg nóg með fimmtuga drenginn hennar Öblu, og fleiri af því tagi kærði hann sig alls ekki um! Saddur og sæll og harðánægður labbaði Tínus upp brekkurnar seint um kvöldið. Úti á hlaðinu fór hann úr stígvélunum og læddist síðan á sokkaleistunum upp stigann og til herbergis síns. Hann gekk gleiðstigur og setti fæturna alveg út að stigakjálkunum, því að þá marraði ekkert í stigarimunum, sei — sei — nei. Þetta hafði liann lært í æsku af kærustu, sem liann átti einu sinni í Flekkufirði. Vesalingurinn, hún var svo hrædd um, að hann mundi vekja foreldra hennar, þegar hann læddist upp stigann á kvöldin. Abla sat einsömul í eldhúsinu. Hún gleymdi alveg að andvarpa að þessu sinni, því að hún var svo niðursokkin í að lesa bréf, sem hún var nýbúin að fá frá Auróru. Hún stafaði sig fram úr því, hægt og gæti- lega, og varð að taka af sér gleraugun öðru hvoru og fága þau. — ---svo get ég sagt þér það, Abla mín, að við Jens herramaður trúlofuðum okkur í gærkvöld.“ Abla lagði frá sér bréfið. Hún þurfti að hugleiða þetta ofurlítið; þetta kom svo algerlega óvænt. Síðan hélt hún áfram: „Það var inndælt veður í gærkvöldi, heið- ríkt og stjörnubjart, og Jens spurði mig, hvort ég vildi ekki ganga út með honum. F.g skal segja þér, að það var dásamlegt. Meðan við vorum úti og horfðum á stjörnurnar, sýndi Jens mér „Karlsvagninn" og spurði mig, hvort við ættum ekki að setjast upp í hann og aka til Bjarkaseturs í trúlofunar- heimsókn? Já, þú skilur víst, að ég var fús til að stökkva upp í hann undir eins, og það sagði ég Jens líka. Hann fór að hlæja og varð afskaplega glaður. Og þar með vorum við trúlofuð! — Guð minn góður, hvað það er inndælt! Jens er góður strákur, og ég er ákaflega skotin í honum, nærri því meira en ég hélt, og sérstaklega síðan ég hætti við söngnámið. Ég hefði sennilega getað orðið góð söngkona, en það er aðeins ein af hverj- um hundrað þúsund, sem verður greifafrú Casa Miranda, og þá eru nú horfurnar held- ur smáar. — Jens skrifar núna samtímis mér lieim að Bjarkasetri, því að við höfurn orðið ásátt um að gifta okkur undir eins. — Þús- und kveðjur og skrifaðu fljótt aftur þinni hamingjusömu Auróru“. Abla sat lengi i djúpum hugsunum: bara að þetta gengi nú vel. Því að allir þessir Bramer-piltar voru svo ákafir í ástum. Hún minntist þess, hve oft sútarinn gamli hafði elt hana á kvöldin; það var nærri því ókleift að komast undan honum. En hann var samt ákaflega traustur og áreiðanlegur maður og góður, þegar á reyndi. Hann hafði séð urn hana þá, alveg eins og hún hefði verið dótt- ir hans. Hann hafði líka séð um drenginn og komið honum í fóstur. Það var hann allt- af vanur að gera, hann vissi svo vel, hvernig bezt væri að ráðstafa þess háttar málum. — Veslings Auróra litla, hún kæmist senni- lega í hann krappan, áður en hún væri kom- in heil á húfi gegnum þann hreinsunareld; æ jam og jæja. Ef til vill yrði þetta verst fyr- ir frú Bramer! Skyldi hún vilja veita henni móttöku núna? Hún, sem hafði rekið burt bæði stdentinn og veslings saklausa barnið! — —- — Það var samt víst ekki með Sylvesters vilja og samþykki. Hann var mesta góð- menni; allir Bramer-menn voru hjartagóð- ir og beztu drengir. Abla sendi Auróru bréf með mörgum hamingjuóskum og aðvörunum: — „--------- mundu það, vina litla, að blóði æskunnar

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.