Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 50
44
VITASTÍGURINN
N. Kv.
xnennilega við þetta tækifæri. Nei, svarta
„kjusan“ liefði verið betur viðeigandi. Nú
var samt um að gera að koma Öblu gömlu
á skriðinn. Hugmyndaflug Fíu var ætíð á
harða spretti, og henni virtist Abla garnla
blátt áfarm minna um gamla rottu, sem
ginna þyrfti út úr holu sinni með steiktu
fleski. Fía vendi því smám sarnan sínu
kvæði í kross og tók að drepa á „gamla
daga“, Bramer-piltar og þá sérstaklega sút-
arann gamla. Þá fyrst tók að lifna yfir Öblu
gömlu, og svipur hennar að hýrna, og hún
fór nú að segja frá ýmsu óbeðin og óspurð:
„Já, það var nú, þegar ég kom að Bjarka-
setri fyrir fimmtíu árum-------“. Og Abla
lét nú dæluna ganga, og Fía hlustaði með
sívaxandi áhuga. Hún sá þetta allt saman
fyrir sér, stóra húsið, mannfjöldann og mat-
inn, og þá ekki sízt skrautið og allt um-
stangið, er haldin voru hin stóru samsæti á
Bjarkasetri. Abla sagði henni frá haustgild-
unum, sem haldin voru öllu starfsfólkinu á
bænum, og þá var dansað í lilöðunni fram á
rauðan morgun---------
Nú tók að lyftast brún á Fíu. Henni
skildist sem sé, að nú væri Abla tekin að
nálgast þungamiðju málefnisins; en hvað
það væri í raun og veru, sem hún gerði sér
slíkar áhyggjur út af, — það var Fíu enn
ekki ljóst; en eitthvað var það nú samt.
Skyldi það vera einhver glæpur, sem Abla
hefði verið viðriðin á einhvern hátt, þegar
hún þénaði á Bjarkasetri? Það gengu nú svo
margar furðulegar sögur um lífið þar á
bænum í gamla daga, einkum á dögum
gamla sútarans. Ef til vill væri það eitthvað
þess háttar, sem þjáði Öblu gömlu og þjak-
aði: Barnsmorð eða önnur leyndarmál, sem
hún vissi um? Fíu skildist, að Abla myndi
vera að velta fyrir sér, hve mikið henni
myndi óhætt að láta uppi við Fíu.
„Já, við dönsuðum í hlöðunni fram á
rauðan morgun, Já — já, — ég var nú ung á
þeim árum og get líklega sagt yður það, frú
Stolz.“ Fía kinkaði kolli kröftuglega og
hlustaði af öllum mætti:
„------Svo eignaðist ég drenginn sumar-
ið eftir,“ hún þagnaði og varpaði öndinni.
„Æjá, hamingjan góða, það hefir nú svo
marga lient, Abla,“ sagði Fía með sannfær-
ingarkrafti, — „það var nú engu síður sök
föðursins en yðar!“ Fía lagði sig nú alla
fram um að fá Öblu til að ljósta upp, hver
faðirinn hefði verið, en árangurslaust. Þar
var Abla þögul sem gröfin. Tínus var ekki
nefndur á nafn, og Fíu gat ekki dottið í
hug, að sá „apaköttur" hefði getað tælt
nokkra stúlku! Nei, hún grunaði sútarann;
í jreim efnum hafði hann verið hættulegur
náungi. Skömmu síðar sagði Abla:
„Ég hefi átt að annast barnið mitt sjálf,
frú Stolz. Það er það ,sem sækir að mér nú
um næturnar og einnig á daginn, síðustu
árin.“ ,
„Tíminn læknar öll sár, Abla. Einhver
skyssan hefir okkur öllum orðið á, einhvern
tíma á ævinni. Við erum öll breyzk að eðlis-
fari og verðum að hugga okkur við það.“
Nú andvarpaði Fía, og síðan varð svolítil
þögn.
„Ef ég aðeins vissi, hvað hefir orðið af
drengnum, hvort hann er dáinn eða enn á
lífi og heiðarlegur maður, þá fengi ég ef til
vill frið í hjarta." Abla sat lengi með prjóna
sína og starði út í bláinn.
„Æ, sé ekki annað um að ræða, þá skal ég
segja yður, að það getur Adam hæglega
grafið upp. Presturinn hefir eflaust fært það
í bækur sínar, hvenær drengurinn var skírð-
ur og fermdur."
„Já, hann var að minnsta kosti skírður,
því að sútarinn skrifaði sjálfur nafnið á
miða.“
„Hvað heitir hann þá, Abla?“
„Ismail-------“.
„Það er einkennilegt nafn.‘
„Já, sútarinn gamli setti svo skringileg
nöfn á allt mögulegt. Uppi á Hlynahrygg
bjuggu til dæmis á hans tímum hjón nokk-