Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 23
N. Kv.
SIGUR ÁSTARINNAR
157
Tvö stálgrá augu litu á hana með áhyggju-
svip. Hún ætlaði að rísa upp, en hann ýtti
henni varlega út af aftur.
„Hvar er eg, og hvernig er eg komin
•hingað?“ sagði Vera og reyndi að sýnast
róleg.
„Þér eruð í húsi uppi á landi. Eg flutti
yður hingað, eftir að mér lukkaðist að
bjarga yður í land, en nú skuluð þér liggja
alveg kyrrar, ég ætla að sækja dálítið styrkj-
andi.“
Hann fór út úr herberginu, en kom aftur
að vörmu spori með eitthvað heitt í bolla.
Hana sveið dálítið í hálsinn, en það var
eins og hún styrktist við að drekka þetta.
Hún rétti honum hendina og sagði:
„Eg veit ekki, hvernig eg get þakkað
yður, herra —“
„Nafn mitt er Arne Casper.“
„Casper! Eruð þér Arne Casper,“ sagði
Vera undrandi.
Vera hefir víst litið út eins og lifandi
spurningarmerki, því að hann fór að hlæja.
„Er þetta svona merkilegt? Eg er af til-
vi'ljun í fríi hér. Eiginlega ætlaði eg heim í
dag, en frestaði því svo í tvo daga af vissu
atviki, og það borgaði sig sannarlega, því að
það er ekki á hverjum degi, að maður getur
fiskað fagra hafmeyju upp úr öldunum
hér.“
Hann brosti og leit stríðnislega á hana.
„Já, herra Casper. Mér sýnist þetta vera
merkilegt, og það mun yður sýnast einnig,
þegar þér heyrið að nafn mitt er Vera
Grong. Skáldkonan, sem hefur skrifað hina
Lítlifjörlegu bók, „Sigur ástarinnar", svo
notuð sé yðar eigin frásögn.“
í þetta sinn var það Vera, sem gat hlegið
að svipbrigðum hans. Hann var vægast sagt
alveg steinhissa, en svo áttaði hann sig og
stamaði:
„Hamingjan hjálpi mér! Eruð þér Vera
Grong?“
„Er það svo merkilegt?“ sagði hún stríðn-
íslega. „Eg er einnig af ti’lviljun í fríi hér,
og svo .vildu örlögfin að hafmeyjan yrði
frelsuð af yður, — liinum stranga gagnrýn-
anda. Örlögin geta sannarlega verið duttl-
ungafull, herra Casper.“
Þau hlógu bæði yfir hinu skrítna í kring-
umstæðunum.
Vera fann, að hræðsla hennar var að
hverfa og veik fyrir öryggiskennd í nærveru
■hans. Hún hafði hugsað sér hann ailt öðru-
vísi. í staðinn fyri.r gamlan nöldurskarl með
langt skegg og gleraugu, sat þarna ungur,
geðfelldur maður hjá henni. Hann var blátt
áfram aðlaðandi, töfrandi.
Hann truflaði hugsanir hennar með því
að segja, að nú ætti hún að lralla sér út af,
vera róleg og .hvíla sig. Hún mótmælti og
sagðist þurfa að fara strax til gistihússins.
Fólkið mundi vonast eftir henni og vera
hrætt um liana.
En hann gerði hana rólega með því að
segja henni, að hann hefði þegar símað til
forstöðukonu gistihússins um lrana, því að
hann hefði vitað, að liún byggi þar. Hann
hafði séð til hennar áður, þegar hún var að
sigla. Þar fyrir utan mátti hún ekki fara
strax, því að hann var að búa til mat handa
þeim, sem var að verða tilbúinn.
Tveim tímum seinna sátu þau bæði, Vera
og Arne Casper, framan við logandi arin-
eldinn. Vera sat í djúpurn hægindastól. Þau
höfðu lengi setið þegjandi.
Hún leit snöggt á Casper og var að hugsa
um, hvað hann nýlega hefði sagt henni.
Samtalið hafði auðvitað borizt að skáld-
sögu hennar og gagnrýni hans. Og jDegar
hún spurði hann, hvað hefði eiginlega kom-
ið honum til að skrifa eins og hann gerði,
þá þagði hann fyrst lengi. Svo kom játning-
in: Hann tryði ekki á neitt framar, sem
kallað er „sigur ástarinnar“. Hann hefði
tapað allri trú á ástina.
Hann sagði henni þetta í fullri einlægni,
án þess að vita, hvers vegna hann gerði það.
Ef til vill vegna þess, að hann fann, að hún
mundi skilja hann. Enn fremur þráði hann