Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 34
168 DYVEKE N. Kv. Hann settist svo nærri henni, að iinén á þeim snertust, tók höndina á henni, hélt henni upp í tunglsljósið og horfði á hana. Hiin horfði á hönd hans og hringana á henni. „Dyveke,“ mælti hann, „veiztu, hver eg er?“ „Já,“ svaraði hún. „Hefur þú þá séð mig fyrr en nú?“ spurði hann hissa. „Já,“ svaraði hún. „Hvar hefur þú séð mig?“ spurði hann. „Eg hef aldrei áður komið hingað.“ „Eg sá yður á Lúcíunótt,“ svaraði hún, „í rúðunni á búðinini hennar mömmu.“ „Einmitt það,“ sagði konungur og laut nær henni. Hann minntist görnlu þjóðtrúarinnar, og erindið rifjaðist upp fyrir honum: .... Leiftrandi við ljósglampann lát mig sjá minn festarmann. . . . Hann hafði erindið yfir, og Dyveke hló glaðlega. „Já, svona er það,“ sagði hún; „þér kunn- ið það.“ „Eg hekl eg kunni það,“ sagði hann, „svona syngja stúlkurnar í Danmörku, þeg- ar þær langar til að vita, hvern þær eiga að hreppa.“ „Eruð þér frá Danmörku?“' spurði hún. Konungur kinkaði kolli. Hann tók utan um hálsinn á henni og kyssti liana á munn- inin, og hún kyssti hann aftur. „Hver eruð þér?“ spurði hún þá. „Eg er sá, sem þú sagðir, — sá, sem þú sást í rúðunni á Lúcíunótt.“ „Það eruð þér!“ sagði hún himinlifandi. Hún reis alveg upp, lagði hendur um háls honum og kyssti hann hlæjandi og þó með tár í augum. „Dyveke, litla dúfa,“ sagði konungur. Hún stökk á fætur, en hann tók hana aft- ur í fiang sér og margkyssti lrana. Hann spurði hana spjörunum úr, og hún sagði honum alla drauma sína .... um klaustrið,. riddarann. . . . „Eg er riddarinn á háa hestinum," sagði konungur. Þegar þau höfðu setið um stund, stóð liann upp og gekk inn eftir fjallinu, en sleppti ekki af henni hendinni. „Dyvake," sagði hann, „litla dúfa; nú er miðsumarnótt og hátíð í skógiaum. AIls staðar ganga tvö og tvö saman; vilt þú ganga með mér inn í græna kjarrið og verða maí- brúður mín?“ Hún tók glaðlega í hönd hans, og svo gengu þau af stað. Skömmu síðar komu þeir Hans og Pétur og þær Edle og Vibeke að laufbingnum; þau höfðu leitað að Dyveke árangurslaust og kunnu nú engin ráð. „Æ, hvað eigum við að segja Sigbritu?" sagði Edle. „Hún kemur í leitirnar," svaraði Hans. „Hún hefur ef til vill orðið öðrum samferða heim.“ Þau sneru sér öll í áttina til skógarins og hrópuðu eins hátt og þau gátu einum rómi: „Dyveke! Dyveke! Dyveke!" — Þau hróp- uðu þrisvar, en enginn anzaði þeim. Þá gengu þau þögul og hinuggin aftur ofan að bálinu, en þar keyrðu drykkjulætin og hávaðinn alveg fram úr hófi. Vibeke spurði eftir föður sínum, og henni var sagt. að hann hefði verið borinn heim; hitt fólkið væri lika flest farið. Við þessu var ekkert að gera; þau báru ráð sín saman, en svo héldu þau af stað heimleiðis ofan fjallið. 10. kap. Mœðgurnar. Sól var komin upp, en náði þó ekki að skína yfir allan bæinn, þegar Dyveke kom heim að búð móður sinnar. Hún hélt á grænum greinum og hengdi þær upp á dyradróttina. eins og siður var á miðsumar- dag. Hún gekk nokkur skref aftur á bak til þess að gæta að, hvemig þær færu, greip svo með báðum höndum blómsveiginn af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.