Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 19
N. Kv.
BÁTSHÖFN BJARGAÐ
153
orðinn svo yfirísaður, að hann kornst ekki
lengra og kominn að því að sökkva. Þá bað
formaðurinn á Garðari alla mennina að
vera viðbúna stjórnborðsm-egin, og freista
þess að kasta sér yfir í Garðar um leið og
honum væri rennt fram hjá. Auðvitað var
þetta hið mesta glæfraspil í náttmyrkri og
stórsjó. Því næst röðuðu hásetar á Garðari
sér á þilfarið, til að taka á móti mönnunum,
en formaður einn var í stýrishúsi. Þetta
heppnaðist fremur öllum vonum. Þrír
mennirnir köstuðu sér allir í einu yfir í
Garðar, en sá fjórði flækti fótinn í línu, og
leit um stund út fyrir að hann yrði eftir,
en á síðustu stundu auðnaðist honum að
kasta sór yfir á stýris'húsið á Garðari. Voru
nú mennirnir allir komnir yfir í Garðar alls-
lausir, því að ekki gátu þeir haft neitt með
sér. Nestiskassar þeirra og allt dót annað
varð eftir í Geysi. Mátti segja að björgun
þessi tækist giftusamlega, því að ekki er það
heiglum hent að stökkva þannig milli yfir-
ísaðra báta í stórsjó, myrkri og afspyrnuroki.
Þar hvarf svo Geysir í sortann, marandi
í kafi og kominn fast að því að sökkva.
Eftir vindstöðu og dýpi var álitið, að
Garðar væri út af Streitishvarfi, þegar
mönnunum var ibjargað. Voru þeir þreyttir
og þjakaðir eftir volkið, og var búið um þá
í hásetaklefanum, þótt þröngt væri. Því
næst var skipt vöktjum á Garðari, og voru
tveir og tveir á vakt. Ekki var talið ráðlegt
að halda áfram um nóttina, og var bátnum
andæft á 30 faðma dýpi.
Þegar birta tók, dró aðeins úr veðrinu,
en sjó tók mjög að þyngja. Áleit formaður-
inn, að þeir væru staddir út af Hlöðu, en
það er alþekkt sker út af Streitishvarfi. Þá
var tekin stefna upp undir land, og kom
báturinn upp rétt austan við Hlöðu, þegar
sást til lands. Þaðan var tekin stefna á
Kambanes við Stöðvarfjörð. Og þegar þang-
að kom, var ekki dimmra en svo, að rofa
sást í land. Þá var sjór orðinn svo þungur,
að báturinn treysti sér ekki til að halda
áfram til Fáskrúðsfjarðar, enda hafði hlaðizt
á hann geysilegur klaki um nóttina. Hann
hélt því inn á Stöðvarfjörð og kom þangað
kl. 111/2 f. h. þann 29. febrúar. Þar lagðist
báturinn við ból, sem var 5—6 faðma frá
landi. Var það beint fram undan bryggj-
unni, en við hana stóðu verzlunarhús Karls
Guðmundssonar, kaupmanns. Þá var dimm-
viðrið enn svo mikið, að ekki sást í húsin
nema við og við. Og svo var brimið mikið,
að enginn treysti sér út í bátinn fyrr .en kl.
4 um daginn. Ekki þarf að lýsa því, að á
bátnum voru allir úrvinda af kulda og
þreytu, bæði matar- og vatnslausir.
Nú víkur sögunni til lands. Á Fáskrúðs-
firði voru menn mjög hræddir um bátana,
og sennilega hefur ekki öllum orðið svefn-
samt þessa ofviðrisnótt. En samstundis og
Garðar kom inn á Stöðvarfjörð, var sírnað
til Fáskrúðsfjarðar, að Garðar væri kominn
og þess látið getið, að fleiri menn mundu
vera á honum en skipshöfnin. Höfðu allir
mennirnir verið uppi, meðan bátnum var
lagt við bólið, og sást þá úr landi, að óeðli-
lega margir menn voru á bátnum. Vonuðu
menn þá strax, að Garðari hefði auðnazt
að bjarga skipshöfninni af Geysi, eins og
líka síðar kom í Ijós.
Þegar Garðar komst inn á Stöðvarfjörð,
var hann allur yfirísaður og mjög illa út-
lítandi. Og var mönnum hálfgerð ráðgáta,
hvernig hann hefði komizt áfram.
Bátverjar allir af Garðari voru fluttir í
la.nd um kl. 4 áðurnefndan dag, þegar tókst
að brjótast út í bátinn. Fengu þeir hinar al-
úðlegustu viðtökur hjá Karli Guðmunds-
syni, kaupmanni, og frú Petru Jónsdóttur,
konu hans. Voru þeir þar um nóttina í góðu
yfirlæti.
Daginn eftir ætlaði Garðar heimleiðis. Þá
var komið logn, en ennþá var haugabrim.
En þegar búið var að setja vélina í gang og
átti að fara að tengja skrúfuna við, þá kom
í ljós, að annað skrúfublaðið var brotið, svo
að útséð var um að báturinn kæmist nokk-