Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 12
146 UTANFERÐ FYRIR 45 ÁRUM N. Kv. Þegar liér er komið sögu, hafði útflutn- ingur lifandi fjár (sauða) til Bretlands átt sér stað um tugi ára. Sumarið 1866 sömdu Þingeyingar um, að í september það ár kæmi fjárkaupaskip til Akureyrar frá Eng- landi, og skyldu foændur þá vera þar fyrir með sauði sína. Á tilsettum tíma voru fjár- rekstrar tir austursveitum Þingeyjarsýslu komnir inn í Ljósavatnsskarð, en þá var skipið enn ekki komið, og voru þeir því geymdir þar í 10 daga. En svo fór um þessi fyrirhuguðu viðskipti, að skipið strandaði við Skotland og kom aldrei hingað. Máttu því foændur reka sauði sína heim aftur illa hra'kta a.f illviðrum og fengu cngar skaða- bætur. Sama haust kom fjártökuskip til Austur- landsins og flutti út 2000 fjár úr Suður- Múlasýslu. Var það fyrsti útflutningur lif- andi fjár úr landi hér. Ekki gaf hann góða raun, og lá hann því niðri fram yfir 1870, en úr því hefst hann á nýjan leik og fer vax- andi. Útflutningur lifandi fjár var upptekinn vegna þess, að sauðl járafurðir voru þá í afarlágu verði hjá kaupmönnum og kjöt í mestu niðurlægingu á erlendum markaði, enda meðferð á því hin versta, þar sem slátrað var á „blóðvelli" á þeim tímum. Árið 1876 kemur enskur fjárkaupmaður til sögunnar sem útflytjandi sauða héðan og heldur því áfram næstu ár. Hann hét Slim- on, en fyrir fjárkaupum hans hér stóð ensk- ur maður, Cockliill að nafni, en Gránufé- lagið var milliliður um þessa sauðasölu. Um 1880 vildu Þingeyingar fá Slimon til að senda skip og umboðsmenn hingað milli- liðalaust til kaupa á sauðum, og óskuðu þeir aðstoðar sýslunefndar í því máli. Hún af- greiddi rnálið á þann hátt að fela bónda í Mývatnssveit að semja við Slimon eða ein- 'hvern annan enskan kaupmann um fjár- kaup hér á þenna hátt. Bóndi þessi var Jakob Hálfdanarson. Hann kunni ekki eitt orð í ensku. En þá hafði Benedikt á Auðn- um numið allmikið í enskri tungu af sjálfs- dáðum, þó að meira yrði síðar, og fékk Jakob liann til þess að skrifa Slimon bréf á ensku. Þetta bar þann árangur, að í septem- foer næsta haust, 1881, kom fjárflutnings- skip frá Slimon til Húsavíkur. Andvirði út- flutningsfjárins nam 32 þús. kr. í gulli. Hér verður ekki rakin saga sauðaútflutn- ingsins. Aðeins skal þess getið, að um 30 ára skeið frá 1886 var danskur stórkaupmað- ur, Louis Zöllner-í Newcastle, umboðsmað- ur kaupfélaganna hér, keypti sauði að þeim og seldi þeim vörur frá Bretlandi. í félagi með honum í mörg ár vair íslenzkur. maður, Jón Vídalín að nafni. Munu þeir hafa reynzt íslendingum að rnörgu leyti vel í viðskipt- um. Var útflutt fé um mörg ár aðalgjald- eyrisvara foænda. En skrykkjótt nokkuð gekk sá flutningur stundum, sem stafaði mest- meonis af ófullkomnum útbúnaði flutn- O ingaskipanna, einkum þegar illa viðraði. Skal nú sagt nokkuð frá einni slíkri för. Eins og fyrr er að vikið, var ég ráðinn til að fara með sauðaskipi frá Akureyri til Liv- erpool haustið 1901. Fékk ég ókeypis ferð og uppihald á leiðinni gegn því að vera eftirlitsmanni sauðanna til aðstoðar. Nii kom að þeim degi að skipið skyldi leggja tir höfn með sauðafarminn. Skipið var allstórt, danskt gufuskip og hét Hen- gæst. Eg fór um borð síðla dags og hitti yfir- mann sauðanna, danskan uppgjafaskip- stjóra, er liét Lund. Hann liafði orðið að láta af skipstjórn vegna sjóndepru og var mér sagt, að honum hefði fallið það þungt. Eg átti nú tal við Lund gamla. Hann sagði mér, að ferðin til Liverpool væri áætluð 4 sólarhringar, ef allt gengi vel. Mér leizt miður vel á útbúnaðinn. Flestir sauðanna voru afgirtir í hólfum niðri í lestum, og voru þrengslin svo mikil, að þeir gátu lítið eða ekkert Ihreyft sig. Heygjöfinni átti að strá yfir hryggina á þeim. Engin tök voru á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.