Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 63
Barna- og
'unglingabækur .
til jólanna
HVÍTI SELURINN.
Gamall æskuvinur fjölda íslendinga er þetta
óviSjafnanlega, töfrandi ævintýri lárviðar-
skáldsins R. Kiplings. Falleg, lítil bók á fögru
máli. Þýðandinn er Helgi Péturs.
„VIÐ ÁLFTAVATN".
Önnur útgáfa af þessari vinsælu barnabók,
fyrstu bókar hins unga og glæsilega rithöfund-
ar Ólafs Jóh. Sigurðssonar með teikningum eft-
ir Guðmund Frímann. Sögurnar, sem hann
akrifaði á fermingaraldri og urðu þess vegna
hreint og beint viðburður í ísl. bókmenntalífi,
svo vel voru þær gerðar, málið hreint og frá-
sögnin lifandi, að jafnfætis stóð því bezta sem
við áttum fyrir af barnabókum.
Kvæðabókin okkar.
33 ný söngljóð fyrir börn og unglinga,
undir alþakktum og vinsælum sönglögum.
^jóðin eru ort af Steindóri Sigurðssyni, létt,
auðlaerð og á látlausu máli og yfir þeim öllum
glaðvær æskublær, og barnslegur einfaldleiki.
Bókin er skreytt smámyndum úr efni kvæð-
anna, og eru þær gerðar af höfundi bokarinnar.
■Hörn og unglinga skortir alltaf nýjar vísur og
kvaeði til að syngja við falleg lög, gömul og ny.
hér er bók með 33 söngvum við þeirra hæfi,
göngusöngvar, skautasöngvar, jólasöngvar, —
örúðusvefnljóð handa telpum, gamankvæði og
s°gukvæði o. fl. o. fl. — Bók sem öll börn
•nunu gleðjast við, ef þau eiga hana á jólunum.
BÓKIN SEM ALLUR HEIMURINN
TALAR UM í DAG. —
Bók hins mikla skálds mannkynsörlaga og
heimsstyrjalda ERICH M. REMARQUE, bók-
in, sem búið er að selja meira en EINA MIL-
JÓN eintök af siðan hún kom út í byrjun þessa
árs, hið risavaxna skáldrit um örlög flótta-
manna úr öllum álfum heims í „höfuðborg
heimsins", París, á árunum milli heimsstyrjald-
anna, — bókin, sem af mörgum er talin eitt
stórbrotnasta skáldverk þessarar aldar og bera
ægishjálm yfir samtímabókmenntir, — hrika-
legt, og feyknum þrungið óp úr undirdjúpum
spillingar og lasta stórborgarinnar, — og þó
ómandi af listrænni fegurð og hjartaslögum
hins mikla mannvinar, og ritsnillings, — það er
bókin:
SIGURBOGINN.
Og það verður ein böfðinglegasta JÓLAGJÖF-
IN, sem þú getur fundið á bókamarkaðinum
þetta ár.
MEÐ AUSTANBLÆNUM
heitir hún síðasta bókin, sem út hefir komið á
íslenzku eftir hina vinsælu skáldkonu
PEARL S. BUCK,
14 úrvals smásögur, valdar úr úrvals smásagna-
safni hennar, þvi sem hlotið hefir slíkar ein-
dæma vinsældir meðal enskra þjóða, að þurft
hefir að gefa það út á hverju einasta ári siðan
það kom út fyrst, 1933, — eða í 12 ár sam-
fleytt. Enda ljúka allir upp einum munni þar
um, að hvergi takist henni snilldarlegar í frá-
sagnarlist sinni, sem þó er svo töfrandi, að ekki
gj* ofmælt að telja hana emn skemmtilegasta
skáldsagnahöfund nutímans eins og þeir sem
lesið hafa „UNDIR AUSTRÆNUM HIMNI“,
__ „DREKAKYN", „í MUNARHEIMI" o. fl„
geta borið um, — bækur sem ýmist eru með
öllu uppseldar eða alveg á þrotum. Þetta
ÚRVAL ÚR ÚRVALI
hinna dásamlegu smásagna hennar er STOR
OG GLÆSILEG BÓK, — auðug af spennandi
ævintýrum ofin austrænum töfraljóma í snilld-
arbúningi stíls og frásagnar.
BÓKAÚTGÁFA PÁLMA H. JONSSONAR
Akurcyri