Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Qupperneq 63

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Qupperneq 63
Barna- og 'unglingabækur . til jólanna HVÍTI SELURINN. Gamall æskuvinur fjölda íslendinga er þetta óviSjafnanlega, töfrandi ævintýri lárviðar- skáldsins R. Kiplings. Falleg, lítil bók á fögru máli. Þýðandinn er Helgi Péturs. „VIÐ ÁLFTAVATN". Önnur útgáfa af þessari vinsælu barnabók, fyrstu bókar hins unga og glæsilega rithöfund- ar Ólafs Jóh. Sigurðssonar með teikningum eft- ir Guðmund Frímann. Sögurnar, sem hann akrifaði á fermingaraldri og urðu þess vegna hreint og beint viðburður í ísl. bókmenntalífi, svo vel voru þær gerðar, málið hreint og frá- sögnin lifandi, að jafnfætis stóð því bezta sem við áttum fyrir af barnabókum. Kvæðabókin okkar. 33 ný söngljóð fyrir börn og unglinga, undir alþakktum og vinsælum sönglögum. ^jóðin eru ort af Steindóri Sigurðssyni, létt, auðlaerð og á látlausu máli og yfir þeim öllum glaðvær æskublær, og barnslegur einfaldleiki. Bókin er skreytt smámyndum úr efni kvæð- anna, og eru þær gerðar af höfundi bokarinnar. ■Hörn og unglinga skortir alltaf nýjar vísur og kvaeði til að syngja við falleg lög, gömul og ny. hér er bók með 33 söngvum við þeirra hæfi, göngusöngvar, skautasöngvar, jólasöngvar, — örúðusvefnljóð handa telpum, gamankvæði og s°gukvæði o. fl. o. fl. — Bók sem öll börn •nunu gleðjast við, ef þau eiga hana á jólunum. BÓKIN SEM ALLUR HEIMURINN TALAR UM í DAG. — Bók hins mikla skálds mannkynsörlaga og heimsstyrjalda ERICH M. REMARQUE, bók- in, sem búið er að selja meira en EINA MIL- JÓN eintök af siðan hún kom út í byrjun þessa árs, hið risavaxna skáldrit um örlög flótta- manna úr öllum álfum heims í „höfuðborg heimsins", París, á árunum milli heimsstyrjald- anna, — bókin, sem af mörgum er talin eitt stórbrotnasta skáldverk þessarar aldar og bera ægishjálm yfir samtímabókmenntir, — hrika- legt, og feyknum þrungið óp úr undirdjúpum spillingar og lasta stórborgarinnar, — og þó ómandi af listrænni fegurð og hjartaslögum hins mikla mannvinar, og ritsnillings, — það er bókin: SIGURBOGINN. Og það verður ein böfðinglegasta JÓLAGJÖF- IN, sem þú getur fundið á bókamarkaðinum þetta ár. MEÐ AUSTANBLÆNUM heitir hún síðasta bókin, sem út hefir komið á íslenzku eftir hina vinsælu skáldkonu PEARL S. BUCK, 14 úrvals smásögur, valdar úr úrvals smásagna- safni hennar, þvi sem hlotið hefir slíkar ein- dæma vinsældir meðal enskra þjóða, að þurft hefir að gefa það út á hverju einasta ári siðan það kom út fyrst, 1933, — eða í 12 ár sam- fleytt. Enda ljúka allir upp einum munni þar um, að hvergi takist henni snilldarlegar í frá- sagnarlist sinni, sem þó er svo töfrandi, að ekki gj* ofmælt að telja hana emn skemmtilegasta skáldsagnahöfund nutímans eins og þeir sem lesið hafa „UNDIR AUSTRÆNUM HIMNI“, __ „DREKAKYN", „í MUNARHEIMI" o. fl„ geta borið um, — bækur sem ýmist eru með öllu uppseldar eða alveg á þrotum. Þetta ÚRVAL ÚR ÚRVALI hinna dásamlegu smásagna hennar er STOR OG GLÆSILEG BÓK, — auðug af spennandi ævintýrum ofin austrænum töfraljóma í snilld- arbúningi stíls og frásagnar. BÓKAÚTGÁFA PÁLMA H. JONSSONAR Akurcyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.