Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 44
178 DYVEKE N. Kv. „Þér eigið við, að Dyveke sé orðin frilla yðar,“ mælti Sigbrit. „Þér skafið ekki utan af því,“ sagði hann og herpti saman varirnar. „Eg furða mig á, að þér skylduð ala blíðlyndu dúfuna, sem þér kallið dóttur yðar.“ „Það liefur verið vani minn frá fyrstu að gera mér enga tæpitungu," svaraði Sig- brit, „og eikki bjóst eg við, að slík hrein- skilni mundi mislíka Kristjáni konungi. Og úr því að Dyveke er bæði blíðlynd og fögnr, ættuð þér að láta móður ‘hennar njóta þess í einhverju." „Það mun eg líka gera,“ mælti konungur vingjarnlega. Hann settist aftur í hægindastólinn og drap fingrum í borðið. Hann vissi ekki vel, hvernig 'hann ætti að haga orðum sínum, en þá tók Sigbrit af skarið. „Hvað ætlar yðar náð að gera við Dy- veke?“ spurði hún. „Eg mun halda liana með virðingu og sæmd og láta hana í alla staði lifa við þá aðbúð, sem sæmir ástmey konungs," svaraði hann. „Auk þess mun eg veita yður sæmi- leg eftirlaun, af því að eg tek hana frá yður og hún átti að standa straum af yður í ell- inni.“ „Eg er ekki svo ýkja gömul,“ sagði Sig- brit, „og ekiki býst eg við styrk frá dóttur minni, en Iiinu lieldur, að eg verði að styrkja liana, þegar ást yðar er kulnuð út og þér liafið snúið huganum að annarri konu. Svo getið þér því nærri, að ekki muni eg selja dóttur mína við gulli. Ætlar yðar náð að fara með hana til Óslóar?“ Konungur kinkaði kolli. „Þá verð eg að fara líka,“ sagði Sigbrit, „og þér verðið að koma því svo fyrir, að við Dyveke búum út af fyrir okkur, þar sem þér getið heimsótt hana eftir vild. Ef hún væri hjá yður á konungsgarðinum, yrðu hirð- menn yðar ekki lengi að kvelja líf og fjör úr litlu dúfunni minni.“ Konungur skildi þegar, að orð Sigbritar voru skynsamleg. Þótt ekki væri neitt veru- lega furðulegt við það, að konungur tæki sér frillu, þá mátti ganga að því vísu, að henni yrðu brugguð ýmiss konar vélræði; og Dyveke mátti ekki við því. Sigbrit hélt áfram máli sínu: „Svo verðum við að hugsa til Jress tíma, þegar yðar náð neyðist til að taka yður drottningu. Þá yrði aHt miklu auðveldara fyrir Dyveke, ef hún byggi hjá mér, en ef hún yrði rekin út úr höll yðar með smán og spéskap." „Við skulum helzt ekki tala um það,“ svaraði konungur. „Það verðið þér þó einhvern tíma að gera,“ mælti Sigbrit. „Ríkið krefst ríkiserf- ingja, eftir því sem eg bezt veit, og þegar hann kemur, látið þér hann fá sama upp- eldi, sem þér hafið fengið, ef hann á að bera kórónuna með sæmd.“ „Hvað vitið þér um það?“ spurði kon- ungur hissa. „Eg vei-t það, sem er á hvers manns vör- um,“ svaraði hún. „Eg veit, að Kristján kon- ungu-r var alinn upp á heimili óbrotins borgara og vandist því siðum og 'háttum borgaranna. Þess vegna gengur sú saga, að hann unni m-eir borgurum og búandkörlum en aðli og klerkum, sem bera yfirleitt ekki bag ríkisins fyrir þrjósti." „Vel sagt, Sigbrit,“ mælti konungur og sló -í borðið, „um Jretta hef eg oft og einatt hugsað, síðan eg komst af barnsald-ri. En ef eg fer því framj má vænta mótstöðu aðals og klerka, en borgarar og bændur gera sér lítt grein fyrir, hvað þei-m má að gagni koma. Þ-eir eru svo heimskir að synja skatts, sem e-g þarf á að halda til að stjórna ríkinu. Fyrir skömmu varð eg að hlaða þeim með vopnavaldi á Heiðmörk og Sóleyri, af þvi að þeir risu upp móti fógetum mínum.“ „Þá kennið þ-eim betri mannasiði," svar- aði Sigbrit m-eð ák-efð; „ekki lærist allt á einum degi.“ Konungur gekk urn gólf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.