Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 26
löO
ÞAÐ NÆR SVO SKAMMT
N. Kv.
burt trá foreldrum okkar, eins hlaupa þau
burt frá okkur. Við krefjumst svo mikils af
lífinu, sem gefur svo lítið.
— En hvernig getum við lifað, þegar við
'höfum misst allt? spyr hin yfirgefna móðir.
— Vinna, vinna. Við eigum þá að vinna
fyrir okkur sjálfum, svarar matjreginn.
— Nei, nei, Jrað nær svo skammt. Eg get
ekki lifað einmana, eg verð að eiga eitthvað,
eitthvað að lifa fyrir.
Móðirin situr einmana og syrgjandi. Nú
leggur hún alla ást sína við litlu drengina
matþegans. Hún leikur við þá, les fyrir þá,
spilar við þá domino og hjúkrar þeim, þeg-
ar þeir liggja veikir. Og þannig hefir hún
einhvern til að lifa fyrir í heilan mánuð.
Um mánaðarmótin fara þeir burt. Hún
stendur í tröppunum er þeir stíga upp í
vagninn og horfir á eftir þeim, þangað til
þeir hverfa. Henni finnst sem Jreir hafi farið
með hluta úr hjarta hennar burt með sér.
En hjartað er eins og lifur Promoþevs,
hún vex jafnharðan og gammurinn hámar
hana í sig.
Enn kemur nýr matjregi. Hann er á ferða-
lagi til að létta af sér Jrungri sorg. Svo hittir
hann þetta sundurbitna móðurhjarta. Hann
heggur í það líka og tekur sér bita, svo tek-
ur hann vagninn sinn og ekur burt. Að
stúlkunum stakk sinni ,,louis-d’or“inu
hverri fyrir hjartað, sem hann neytti. Ekkj-
unni gaf hann ekkert, Jrað sæmdi ekki.------
Jú, Jrað er satt annars, hann opnaði henni
brjóst sitt og gaf henni til minja einn hluta
af sorg sinni. Og hún tók við Jrví, til að fá
eitthvað upp í skarðið sem hann hjó.
En hvað það er vitlaust að lifa fyrir aðra.
Það nær svo skammt, það nær svo skammt.
Sveinn Bergsveinsson þýddi.
Carl Ewald:
Dyveke.
Saga frá byrjun 16. aldar.
Jónas J. Rafnar þýddi.
(Framhald).
8. kap. Konungurinn kemur.
Jónsmessusólin var að ganga til viðar í
Björgvin.
Sigbrit Willums sat úti fyrir búð sinni
og horfði upp eftir hlíðinni, þar sem farið
var að rjúka úr bálunum. Engir höfðu kom-
ið að verzla liðlangan daginn. Allir bæjar-
búar voru önnum kafnir að búa al’lt til
sumarhátíðarinnar, sem vakti helmingi
meiri gleði í ár, af Jrví að vorið var fagurt,
en hafði gengið seint í garð.
Sigbritu fannst ungir sem gamlir hafa
ólrnazt eins og fábjánar vorlangan daginn.
Unga fólkið gekk milli manna og heimti
bálgjöld, en þau voru eldiviður til bálanna,
sem enginn þorði að synja um, því að bálin
áttu að slá ljóma víðs vegar um landið, til
vitnis um það, að sumarið væri komið. Og
bálin áttu einnig að varna nautapest, ef
kveikt var í þeim á réttan hátt.
„Við köllum þau nautaeld hér á landi,“
hafði Jörgen Hansen sagt, þegar hann var að