Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 43
N. Kv.
DYVEKE
177-
getur greitt, eða hvort afgjöldin leggjast á
þá snauðu eða efnuðu? Vitið þér, hver rík-
ur er í þessum bæ yðar, Björgvin, og hver
er fátækur?“
Konungi varð hverft við og leit snöggt á
almúgakonuna, sem talaði svo djarflega við
liann.
„Eg hef ekki gert boð eftir yður til þess
að tala við yður u-m stjórnmál," mælti
hann. - „Þér eigið dóttur, sem heitir
Dyveke.“
Sigbrit kinkaði kolli og hafði ekki augun
af konungi.
„I fám orðum sagt,“ mælti liann og drap
fingrum í borðið; „eg hitti hana af tilviljun
í skóginuim, þegar eg kom óvænt hingað á
Jónsmessunótt. Hefur hún sagt yður frá
því?“
Siobrit kinkaði kolli.
o
„Þér vitið auðvitað líka, að eg kaus mér
hana að majbrúði á hátíðinni í gær,“ bætti
konungur við. „Allur bærinn var á öðrum
endanum, af því að eg dansaði við dóttur
fátækrar sölukonu, en leit ekki við konum
borgaranna. Mér stendur á sama, þó að
ltneykslazt sé á því. Dyveke er fögur, og mér
er hjartans gleði að horfa á hana og tala
við hana. Þér 'hafið gefið henni gott upp-
eldi.“
„Eg átti ekki annað til að gefa henni,“
svaraði Sigbrit.
„Gáið þér nú að; það er konungurinn,
sem spyr yður,“ mælti Kristján konungur,
»,og hugsið yður vel um, áður en þér svarið.
Þorið þér að ábyrgjast, að dóttir yðar sé
óspjölluð mær?“
„Nei,“ svaraði Sigbrit, „yðar náð verður
að afsaka það, en það þori eg ekki.“
Konungur gat engu orði upp komið.
,,Það er sjaldgæft að heyra móður afsala
heiðri dóttur sinnar, og mig furðar það því
fremur, sem eg hef spurt ýmsa, og allir hafa
hiklaust fullyrt, að hún væri heiðarleg í öllu
dagfari."
,,Sama mundi eg hafa sagt þangað til í
fyrrinótt," svaraði Sigbrit rólega, „en síðan
þori eg það ekki.“
Konungur drap enn fingrum í borðið og
horfði á hana. Hann vissi varla, hvað hann
átti að halda um hana, — og Sigbrit horfði
ófeimin á móti. Þau voru eins og jafningjar
og fundu það bæði. Þögnin fór að verða
óþægilega löng.
„Sigbrit Willums,“ sagði konungur loks-
ins; „sumir segja, að Dyveke sé ekki dóttir
yðar.“
Sigbrit brosti, en roða sló á andlit kon-
ungs.
„Ætlar yðar náð að rannsaka það mál?“
spurði hún. „Sé svo, þá tel eg bezt, að Dy-
veke fari heim með mér og sé þar þangað til
við fáum nauðsynleg skilríki frá Amster-
dam. Pétur van Hook er á förum 02: kemur
hingað aftur í vor. Þér munið, að Hollend-
ingar mega ekki liafa hér vetrarsetu; það
mega Garparnir einir, af því að þeir efla
þrif ríkisins og fylla konungssjóð með af-
gjöldum og sköttum.“
Æðarnar þrútnuðu á enni konungs.
„Þér byrgið sannarlega ekki hugsanir
yðar inni,“ mælti hann, „og gleymið því,
að þér eruð að tala við konunginn.“
„Því gieymi eg ekki,“ svaraði Sigbrit ró-
lega, „ef eg set út á lögin, verð eg að gera
það við þann, sem er herra laganna. En
lögin eru heimskuleg og standa Björgvin
fyrir þrifum. Það er nú annars Dyveke, sem
yðar náð er að hugsa um, og finnist yður
langt að bíða eftir Pétri van Hook, þá getið
þér sent einhverja vopnaða skútu til Hol-
lands.
Kristján konungur stóð upp og hló; hann
var aftur ikominn í gott skap, og Sigbrit hló
ófeimin með.
„Ojæja,“ sagði hann; „það var rétt með
farið, að þér væruð málhvöt og skynsöm
þó. — Þá skulium við komast að efninu, og
það er það, að mér þykir vænt um dóttur
yðar og get ekki án hennar verið.“