Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 28
162 DYVEKE N. Kv ungi, sem skuldaði henni fyrir vörur og tal- aði því alls staðar illa um hana. „Nú, Sigbrit,“ sagði hann, „vel skil eg það, að þú skulir ekki vera með hinum upp við bálin. Hér sezt eg og tek eftir öllu; þegar miðnæturklukkan hringir, sé eg þig fljúga upp um reykháfinn og ríða gandreið til Trums til fundar við aðrar galdrakindur, eða ef til vill stanzar þú á Ljóðarhorni, þar sem teknar voru þrjár galdrakerlingar í fyrra. Sýndu mér nú sópskaftið.“ „Komdu hérna, þá skaltu fá að kenna á því,“ svaraði Sigbrit og kreisti stafinn með hendinni. Skósmiðurinn hló og forðaði sér, og svo varð ekki meira úr þessu. Sigbrit dottaði öðru hvoru og ætlaði svo að fara inn, en þá varð henni litið út á höfnina. Stórt skip skreið inn fyrir hægum byr og varpaði akk- eri rétt upp við konungsgarðinn. Margir menn voru á þilfari og voru kátir; Sigbrit þóttist sjá, að þeir væru að halda miðsumars- hátíð, því að á stöng í skutnum var fest fog- andi tjörutunma. Hún sá, að þetta var herskip, og á eftir því komu tvö önnur skip sömu gerðar og lögðust rétt hjá því. Datt henni þá í hug, að þar væri Kristján konungur á ferð, því að hans var vænzt um það leyti. Stór bátur var settur út og var róið inn að bryggjunni við konungsgarðinn, einir tíu menn stukku á land, töluðust við drykklanga stund og gengu svo upp að garðinum. Sigbrit gat heyrt, hvernig þeir kölluðu og börðu á hlið- ið, en enginn anzaði eða opnaði fyxir þeim. Hún hugsaði sem svö, að konungurine fengi kynlega vitneskju um, hvernig Hinrik Bagge gætti mikilvægasta vígisins í Noregi. En vel gat verið, að konungurinn væri ekki hótinu betri en hinir, hvað sem Jörgen Han- sen segði. Hún bölvaði hátt hvað ofan í annað, en enginn heyrði til hennar, og svo fór hun inn. Sá sem fyrstur stökk á land úr bátnum, var Kristján konungur, en á eftir honum komu þeir Eiríkur Walkendorf, Albrekt von Hohendorf og aðrir sveinar hans. „Þeir sofa.“ mælti Walkendorf, þegar enginn opnaði konungsgarðinn fyrir þeim. „Flestir þeirra hafa auðvitað farið á mið- sumarshátíðina ,en þeir, sem eftir hafa orð- ið, hafa drekkt sorgum sínum í öli.“ „Það er dáfallegt,“ mælti konungur, „ef Svíar eða aðrir óvinir vorir kæmu nú, þá tækju þeir þetta góða vígi án þess að láta blóðdropa fyrir það.“ „Svíar halda líka miðsumarshátíð," mælti Walkendorf. „Yðar náð má eigi vera reiður á þessu fagra kvöldi. Man eg vel Valborgar- nóttina fyrir þrem árurn, þegar við vorum saman í Kaupmannahöfn úti í skógi og dönsuðum við dætur borgarbúa.“ „Eg man vel eftir því,“ svaraði konungur, „en nú er ekki Valborgarnótt. „A VaLborgarnótt er ís og snjór í þessum hluta ríkis yðar,“ mælti Walkendorf. „Hér norður frá verða menn að geyma sér þá gleði til miðsumars, en þá njóta þeir hennar í því ríkara mæli. Kornið þér, yðar náð, og svo skulum við ganga um bæinn, sem nú er auður að mestu. Þarna uppi á fjallinu, þar sem blossarnir blika, getið þér hitt þegna yðar. Þar situr nú Hinrik Bagge og teygar úr ölkollunni. Við skulum koma flatt upp á þá, en segja þó ekki til okkar. Olið hefur sljóvgað sjón þeirra, og þá fáum við að sjá og heyra margt skrýtið." „Eg fer nú að halda, að þú sért ungur konungssonur, en eg klerkur," mælti Krist- ján og brosti; „en við skulum fara að þínum ráðurn og tökum Albrekt með og aðra ekki. o o En ef eitthvað Mýzt af því, fær kápan þín að gjalda þess.“ „Kápuna rnína eigið þér, herra konung- ur,“ svaraði Eiríkur Walkendorf, „rétt eins ogsverðið mitt og hjartað í brjósti mér. Þér megið fara með hana eins og þér viljið og jafnvel nota hana að skálkaskjóli. En varið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.