Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 11
N. Kv. EYGLC) 85 sorg, og veit þó guð, að ég sakna Eyglóar sárt.“ Eg brosti. ,,Og þó sagði Guðrún í bréfi til mín, að hún myndi ekki hafa getað afborið sorgina ,ef þú hefðir ekki verið sér ómetanlegur styrkur.“ Hann lét hönd sína falla, og tár glitruðu á hvarmi hans. „Guði sé lof! Það vildi ég ætíð geta verið.“ Við Guðrún gengum hægt áleiðis til kirkjunnar. Á þeirri hlið garðsins, er sneri að bæ Guðrúnar liafði verið tekið mjótt ganghlið, og inn um það gengum við. Þar var lítið leiði nýlegt skammt frá, og á því var hvítur trékross, nokkuð liár. Við stað- næmdumst við leiðið. „Ég lét liafa hann svona háan,“ sagði hún og snart krossinn, „svo að hann stæði upp úr blómum, er ég sáði hér. Setztu nú hérna gagnvart mér,“ bætti hún við rólega. „Nú ætla ég að skrifta fyrir þér, elsku tryggðavina mín.“ Hún þagnaði litla stund, en leit svo til mín og brosti. „Manstu enn eftir kvöldinu, þegar ég fór til dansleiksins, sem ég kom þó aldrei til? Þegar ég kom út um kvöldið, fann ég svo vel, að mig langaði alls ekki til dansins, en úr því að ég var komin út, var sjálfsagt að nota góða veðrið, en ég sneri þvert úr leið. Garnan væri nú að koma einu sinni ennþá að Tóftum, það er langt síðan ég hef komið þangað, og þar er svo fallegt. En þar hitti ég þá óvart mann. „Huldufólk," hugs- aði ég, þegar ég varð manna þar fyrst vör, en hélt þó óhrædd áfram. Þú sást Hjálmar og hve augu hans voru töfrandi, en það er mér ennþá hulin ráðgáta, hvernig hann gat orðið svo hrifinn af mér, að hann ekki að- eins kyssti hönd mína, heldur líka vafði mig örmum og þrýsti brennandi kossi á varir mínar. Og jafnóskiljanlegt er mér það, að ég skyldi taka því og vera sæl við þau atlot. Hitt hefur þú ein vitað, að alla þá daga, sem ég var að ganga mér til heilsubótar, var ég í návist lians, og þeirra systkina. Hún hét Ey- gló; og bæði voru þau málarar. Þau fluttust ung til Ameríku með móður sinni og systur hennar, sem báðar gerðu allt, sem þær gátu til þess að viðlialda móðurmáli þeirra og jafnframt að iðka málaraiðn. Þær voru all- vel I jáðar, en héldu sig utan við annan fólk það sem þær gátu og létu börnin gera það líka. Áður en rnóðir þejrra dó lét hún þau lofa sér því, að fara til Islands og mála þar einhverja mynd, er þau gætu átt af föður- landi sínu. í þeirri ferð voru þau þá, en fóru þó huldu höfði og létust ekki skilja ís- lenzku. Snemma samverutíma okkar Hjálm- ars varaði Eygló mig við honum, hann væri ákaflega hrifnæmur, en myndi fljótlega snúa við mér bakinu. Því trúði ég ekki, en hló bara að áhyggjum hennar. En einn dag var hann önugur og sagði, að ég tefði sig; ég liélt aðeins, að þetta væri stundar duttl- ungar, en daginn eftir sagðist hann vera orðinn leiður á mér, og nú væru þau syst- kinin að fara; það væri ekkert fallegt á Is- landi, og svo færi að verðá hér kalt — og allt þess háttar. Ég varð bæði hrygg og reið og stökk burtu án þess að kveðja. Það var dag- inn, sem þið Iiélduð, að ég væri veik, og það var ég sannarlega á sálinni. Ég vissi vel, að allt var þetta sjálfri mér að kenna. Ég var orðin það fullorðin, að ég .hefði getað verið varkárari. Svo fór ég til skólans og duldi sorg mína undir uppgerðar glaðværð og kæruleysis yfirbragði. Ég var ekki búin að vera þar lengi, þegar ég veitti því eftirtekt, að Jóni ráðsmanni nryndi þykja mikið til mín koma, og um líkt leyti vissi ég, að ég var barnshafandi. Það var eins og ég væri köld fyrir öllu, og í gegnum allt fannst mér þó ást mín sterkasta aflið. Mér fannst, ef Hjálmar ætti enn eftir að bera fyrir augu mín með augun sín fögru og brosið yndis- lega, myndi ég giöð hafa varpað mér í faðrn hans og verið sæl, en ég vissi, að slíkt kæmi aklrei fyrir og hugsaði svo lítið sem ég gat um framtíðina. Svo var það einn dag, að ég sat á herbergi mínu og las. Var þá drepið á dyrnar og Jón kom inn. Ég vísaði honum til sætis og hélt áfram að lesa. „Ég 'tef þig,“ sagði hann vingjarnlega, „en ég verð að tala

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.