Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 39
N. Kv.
ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR
113
okkur betur, þótt við hefðum liaft nýtízku
jazzmúsík á glymskratta.
Svo konm jólin og jólafríið á milli jóla og
nýárs. En þá var það siður í sveitinni, að öll
vinnuhjú unnu fyrir sig, að svo miklu leyti
sem það kom ekki í bág við skepnuhirðingu
og skyldustörf. — Eftir nýárið átti ég að
byrja fyrir alvöru á vefnaðinum. En þá
gerði hláku milli hátíðanna, svo að nú var
aftur hægt að beita sauðunum. Kom ég því
ekki heim fyrr en seint á kvöldin og afkast-
aði því litlu í vefstólnum, enda ekki bráð-
fljótur að vefa fyrst í stað.
Undir miðjan janúar var ég sendur í
kaupstaðarferð til Húsavíkur með hest og
sleða, til að sækja kornmat og annað fleira.
Varð ég samferða nokkrum bændurn úr
dalnum, því að vani var, að sem flestir
væru saman í þeim ferðum. Við fórum út
Þegjandidal upp frá Halldórsstöðum, nið-
ur hjá Grenjaðarstað, og síðan út Laxá á
ísi. Þegar ég kom að Halldórsstöðum í baka-
leið, var kominn háttatími. Ég var ekki vel
frískur, svo að ég treysti mér ekki til að
halda áfrarn með hest og þungt æki í myrkri,
enda var mér boðin gisting, og þáði ég
hana. Enga hafði ég matarlyst, og háttaði
ég því þegar og sofnaði. Eftir nokkurn tíma
vakna ég aftur og er þá með svo mikla
köldu, að ég hristist allur og skalf. Og þann-
ig gekk það lengi nætur, að ég skalf og nötr-
aði, og leið mér ákaflega illa; en undir
morgun sofnaði ég þó um hríð. Vaknaði ég
aftur í birtingu, og var ég þá allur í einu
svitabaði, og var allt rennandi, nærföt mín
og rúmið. Samt fór ég á fætur, tók hestinn
og ækið og hélt síðan heim.
Þegar heim kom, var það fyrsta, sem ég
frétti að Helgi og Hallgmjnur, drengur Þor-
bjargar, væru lagstir í taugaveiki. Bað nú
Helgi mig að fara nú strax og sækja sauð-
ina og reka þá heim, og svo yrði ég að taka
við allri fjárhirðingunni. Ég gat ekkert um
að ég væri sjálfur lasinn. Ekki hafði ég
lyst á að borða, og ekki gat ég.þess, að ég
hefði ekkert borðað kvöldið áður, og ekki
heldur um morguninn, áður en ég fór frá
Halldórsstöðum.
Ég gerði nú, eins og ég var beðinn, sótti
sauðina og tók við allri fjárhirðingu. Sig-
urður gamli tók að sér að hirða hestana og
taldi, að hitt væri nóg fyrir mig. Litlu síð-
ar lagðist Þorbjörg og svo hver af öðrum.
Man ég nú ekki, hve margir lögðust í veik-
inni. Ég man aðeins, að Sibba Skel lagðist
ekki, og Sigurður gamli. Voru það því við
þrjú, sem gerðum allt, sem gera þurfti á
heimilinu. Mér leið afar illa mánaðartíma,
var alltaf með slæman höfuðverk og mátt-
leysi. Og legðist ég út af, versnaði mér þeg-
ar. Fann ég brátt, að ég varð að vinna, til
þess að mér liði þolanlega. Tók ég því það
ráð, er ég hafði lokið útiverkunum, að ég
settist í vefstólinn og óf fram á nótt, og fór
síðan upp í kvistinn og háttaði ofan í frosið
rúmið.
Mér er það einna minnisstæðast, hvað
ég átti bágt með að fara á fætur á morgn-
ana. En Sigurður gamli vakti mig, og varð
hann stundum að sitja yfir mér á meðan
ég klæddi mig, svo að ég sofnaði ekki aftur.
Engum sagði ég frá því, nema Sibbu, livað
mér leið illa. Hún ein vissi, hvað mér leið
og gerði líka allt, sem hún gat, til að lina
þjáningar mínar. En hún gat ekki bætt á
sig verkum. Hún varð að hjúkra öllum
sjúklingunum og vinna öll húsverkin í við-
bót.
Hér var ekki um neitt' að gera annað en
að duga eða drepast. Heimilið var í banni,
og mátti enginn koma né fara. Var þó bann-
ið auðvitað ekkert annað en hræðsla ná-
grannanna. Það var aldrei leitað til læknis,
enda langt að sækja hann til Húsavíkur, og
enginn varð til þess.
Ekki datt mér í hug, að ég væri með
taugaveiki, enda hélt ég, að enginn gæti
verið á flakki og unnið með þá veiki. En
seinna fékk é° að vita, að ésr hefði liaft
taugaveiki. Enginn x issi, hvernig veiki þessi