Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 38
112 I NDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR N. Kv. gptt var veður, lét ég þá út í býtið á morgn- ana og stóð síðan yfir þeim fram í myrkur. Haglendi var þarna nrjög gott, og þurfti ég því ekki að gefa þeim rnikið, væri veður svo gott, að þeim hefði notazt dagurinn vel á beitinni. Þegar ég hafði liýst þá á kvöldin, þreifaði ég á kvið þeirra til að vita, hve vel þeir hefðu fyllt sig. En það er siður fjár- manna til að prófa, hvað saddar kindur eru, að hanka með flötum lófa neðan á kvið þeirra og þreifa kviðinn. Taki undir í kviðnum, þegar bankað er á hann, og sé kviðurinn vel harður, þarf ekki að gefa mik- ið. F.n sé kviðurinn linur, og lítið taki und- ir í honum, verður að gefa meira. Glöggur fjáimaður veit því æ\inlega, hvort skepna þarf meiri eða minni gjöf á kvöldin eftir heitina. Og þegar fært var að beita sauðun- um allan daginn, kom ég ekki heim fyrr en seint á kvöldin. Var þá oft stutt á milli mið- degisverðar og kvöldverðar, því að aldrei lekk ég mat með mér, lieldur horðaði ég miðdegisverðinn undir eins og ég kom heim. Væri ekki hægt að beita sauðunum, gaf ég þeim strax á morgnana, og heið síðan eftii því, að þeir ætu. Síðan lögðust þeir og jórtiuðu nokkra stund. Gaf ég þeim þá seinni gjöfina og fór síðan heim. \'ar ég þá stundum kominn heim til að horða miðdeg- isverðinn á réttum tíma, en það var venju- lega um klukkan 2. Sat ég síðan við tóskap það, sem eftir var dagsins. Kvenfólkið ham- aðist \ið að spinna í fyrsta vefinn, sem átti að setja upp í vefstólinn í desember. Þær urðu því fegnar, að ég hjálpaði þeim til. Guðrún, systir Helga, var nú ekki lengur ráðskona. Helgi kvæntist Þorbjörgu um haustið, og tók hún þá við húsmóðurstörf- unum, sem eðlilegt var. En um sama leyti kom upp ósamlyndi á heimilinu. Kom þeim illa saman, mágkonunum, og gátu sjaldan talað saman nema skæting. Fylgdi Rósa syst- ur sinni að málum, og var eilífur ófriður á heimilinu fyrri hluta vetrar, og þótti Helga það slæmt, því að hann var friðsamur mað- ur. Lítið eða ekkert var til af bókurn, enda man ég ekki til, að þar væru lesnar sögur á kyöldvöku, eða að ég sæi yfirleitt nokkra manneskju grípa bók. Guðrún átti prjónavél, og mun það hafa verið fyrsta prjónavélin þar í sveit. Hún prjónaði því fyrir ýmsa í dalnum, því að með þessari prjónavél skapaðist sú aðstaða, að nú gátu menn komið sér upp prjóna-nær- fötum. Háfði því Guðrún nóg að gera, og hjálpaði Rósa henni við að sauma sarnan prjónlesið. Voru þær systur því alveg út af fyrir sig eftir að Helgi kvæntist. Skömmu fyrir jól var fenginn maður til að setja upp fyrsta vefinn, og var það góður vefari. Þá var ekki hægt að beita fé fyrir snjó og harðindum, og var ég því kominn heim af beitarhúsunum um miðjan dag. Enda átti ég að vefa og læra að setja upp vef af þessum manni. Hét hann Jón Jónsson, og vorum við systkinasynir. Dálítið hafði ég reynt að vel'a áður, því að faðir minn var góður vefari. En ég kunni ekki að setja upp vef, og það átti ég nú að læra af Jóni. Rétt fyrir jólin var vefurinn kominn upp í vefstólinn, og Jrá fór Jón heim til sín. Var þá jóla-annríkið komið, svo að ekkert var gert annað en að þvo og skúra og baka og búa undir jólin á margvíslegan hátt. — 19. desember átti ég 20 ára afmæli. í tilefni af því fékk ég að bjóða unga fólkinu Jrar í daln- um heim til mín, og slógum við Jrá upp balli. I húsinu var ein stofa, sem aldrei var notuð, og fengum við að dansa þar. Ég hafði þá nýlega keypt gamla harmóniku, en kunni enn sama sem ekkert að spila á hana. Það var því ekki um aðra músík að ræða en Sibbu Skel, sem var þaulvön því að syngja fyrir dansi. Hún stóð nú uppi á kofforti í einu horni stofunnar og söng og trallaði alla nóttina fram undir morgun. Einstöku sinn- um gat ég hvílt hana með því að spila 2—3 valsa, sem ég var orðinn nokkurn veginn slarkfær í. Ballið var fjörugt og svo skemmtilegt, að \ið hefðum ekki skemmt

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.