Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 24
98 SVEINN SKYTTA N. Kv. byssu sinni á Manheimer. Höfuðsmaðurinn hrökklaðist aftur á bak, en kúlan hafði hrokkið af brjóstbrynju hans. „Hver veit nú samt!“ kallaði hann og hló háðslega og brá sverði sínu að Sveini. „O ho!“ mælti Sveinn. „Þú ert þá brynj- aður. Þá reynum við á þennan hátt.“ Hann brá sverði sínu og hjó eftir höfði Manheimers, en liann vék sér undan, og snart sverðið aðeins vinstri öxl hans. Tveir liermannanna ruddust nú fram yfir kistuna og réðust að Sveini á tvo vegu. Sveinn bar kápu sína fyrir fyrra höggið með því að lyfta vinstra haúdlegg og steig til hliðár undan höggi hins og rak um leið sverð sitt gegnum hann. Maðurinn rak upp hljóð og lmeig niður. Félaga hans vannst ekki tími til að gera aðra árás, því að Sveinn kippti óðar brandi sínum úr sárinu og hjó til hins og særði hann í handlegginn. Mað- urinn blótaði kröftuglega og hörfaði aftur yfir kistuna. Nieler höfuðsmaður hafði nú vikið til hliðar í því skyni að komast þannig inn fyr- ir kistuna, án þess að áræða að sækja beint framan að Sveini, er þegar sá, livað hann hefði í liuga. Er hermaðurin hörfaði aftur yfir kistuna, hvarflaði Sveinn augum yfir andstæðinga sína og varð þess var, að Nieler veifaði til Manheimers með vinstri hendi og vék sér urn leið inn fyrir kistuna. Sveinn tók stökk Ij-am á móti honum og lagði til Nielers, en hann afbægði laginu. í næstu árás varð Sveinn lítillar mótstöðu var og taldi sig því mundu hafa hitt rækilega, en í rökkrinu gat liann ekki greint það fylli- lega. Er hann kippti að sér sverðinu, sá hann, að Nieler brá upp báðum höndum, snarsnerist á hæli og steyptist síðan niður með dauðahryglu. Um leið og Nieler féll til jarðar og reis síðan aldrei upp aftur, hafði Manheimer gert aðra tilraun til að komast inn fyrir að Sveini. Og er hann hafði fótað sig þar, hóf hann harða sókn á Svein. Hann bar af sér höggið með kápu sinni á vinstra handlegg og sló korða Manheimers úr hendi hans, um leið og hann svaraði sókn hans. En hon- um brást lagið sökurn þess, að honum skrik- aði fótur í blóði Nielers á gólfhellunum. í þessum svifum var hann kominn svo nærri Manheimer, að eigi varð svigrúm til að beita sverði gegn honum. Manheimer dró nú rýting sinn, en Sveinn stökk á hann og lamdi sverðhjöltum sínum í höfuð honum. I sama vetfangi heyrðist fagnaðaróp í hermönnunum uppi við hleraopið. Hal'ði einum þeirra tekizt að rífa sundur altaris- klæðið og hnýta saman bútunum, og lét hann nú félaga sína renna sér niður í hvelf- inguna. Annar sat þegar tilbúinn á brún- inni og ætlaði að fylgja á eftir, er hvellandi blístur heyrðist innan úr ytri hvelfingunni. Hermaðurinn hikaði ofurlítið við. Sveinn brosti er hann heyrði blístur þetta. Hann gekk riokkru framar á gólfið og hvarflaði augum út um alla hvelfinguna. Og honum hljóp kapp í kinn, er hann sá, hvað sér hefði orðið ágegnt. Hann tók upp skamm- byssu sína, miðaði nákvæmlega og hleypti af. Og samtímis skothvellinum heyrðist brotldjóð, og molarnir af ljóskerinu hrundu ofan á gólfið. Ljósið slokknaði í sama vet- fangi, og á ný varð koldimmt í kjallara- hvelfingunni. „Jæja, kunningjar góðir!“ kallaði Sveinn. „Nú er okkar hlutverki lokið, og Sveinn Gjönge kveður ykkur, unz við hittumst næst.“ Að svo mæltu heyrðu hermennirnir, að hurð var opnuð og síðan skellt aftur, og því næst skrölt, er slám var hleypt frá hinum megin. Manheimer rak upp niðurbyrgt illsku- öskur. Honum var nú Ijóst, að hér með var áætlun hans rokin út í veður og vind; en hann áræddi ekki að halda á eftir Sveini, fyrr en hermennirnir uþpi hefðu hleypt niður öðru ljóskeri. F.n er birti aftur niðri í hvelfing-unni, var

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.