Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 33
N. Kv. BÆKUR 107 erft hafa skáldskapar- og frásagnargáfu í rík- um rnæli og skrifað og ort sér til hugarhægð- ar og öðrum til ánægju. Kristín Sigfúsdóttir er gædd frásagnargáfu í ríkum mæli. Og einkum er henni létt um að lýsa samtölum. Kemur það bezt fram í leikritum hennar, sem eru óvenjulega vel gerð í því efni. En merkilegast við skáldskap hennar er þó sá boðskapur mannúðar og kærleika, senr hann flytur. Mun hann því lengi lifa, með- an þjóð vor kann að meta slíkan boðskap og ann lipurri og léttri frásögn. Bíldudalsminning Asthildar og Pct,- urs J. Thorsteinssonar. — Lúðvík Kristjánsson sá um útgáfuna. — Reykjavík 1951. ísafoldarprent- smiðja. Fyrir nokkrum vikurn var á Bíldu- dal afhjúpað minnismerki þeirra Thor- steinssonshjóna.og samtímis birtist rit þetta. Þar er skýrt frá sögu þeirra, einkum í sam- bandi við Bíldudal. Er sú saga ævintýri lík- ust, hvernig liinn umkomulausi sveita- drengur verður einn af umsvifamestu at- hafnamönnum landsins, eigandi lieils verzl- unarstaðar, sem hann að kalla má reisti að öllu frá grunni. En auðurinn ,,er einn valt- astur vina", og æ\'i sína endar Pétur Thor- steinsson snauður að fé, en ríkur af lífs- reynslu og minningum. Bókin er vel rituð og lýsir á skemmtilegan hátt þætti úr atvinnusögu landsins á um- brotatímum, og dregur einnig upp merki- legar mannlýsingar þeirra Thorsteinssons- hjóna. Er hún skrifuð af skilningi og hlýju. Þá eru í ritinu minningagreinar um Bíldu- dalsheimilið eftir Sigríði J. Magnússon, og hin gagnmerka grein Sigurðar skólameist- ara um frú Ásthildi. Ritið er prýtt fjölda mynda. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. NORÐRABÆKUR. Fœreyskar sagnir og œvintýr. — Pálmi Hannesson og Theodóra Thoroddsen sneru á íslenzku. — Akureyri 1951. Bók þessi er 191 síða, prentuð í stóru broti. Er þetta úrval úr Jrjóðsagnasafni fær- eyska fræðimannsins Jakobs Jakobsens. — Árið 1950 gaf bókaútgáfa Jónasar og Hall- dórs Rafnar út Fœreyskar þjóðsögur, er Jón- as læknir Rafnar hafði þýtt. Um þessa bók skrifaði ég dálitla grein í 1. h. N. Kv. 1950 og vísa ég til þess, sem ég sagði þar um fær- eyskar þjóðsögur almennt. í þessari nýju tit- gáfu færeyskra þjóðsagna eru allmargar sömu sögurnar og áður voru komnar í þýð- ingu J. R., en meira er hér af ævintýrum en þar. Að vestan. Þriðja bindi. Sagna- þcettir og sögur I. — Árni Bjarnar- son safnaði og sá um útgáfuna. Allt eru þetta sögur áður prentaðar, eins og þær, sem komu í bindi því, sem áður er komið út af ritsafni þessu. Þetta bindi skipt- ist í tvo kafla. Fyrri parturinn er Sagnaþœtt- ir, en hinn síðari Sögur af ýmsu t'agi. Sagna- þættirnir eru 13 að tölu og hafa áður birzt á prenti í tímaritinu Syrpu, Sögu, Eíflum og Almanaki Ólafs Thorgeirssonar. Einn þátturinn er áður prentaður í Lögbergi og einn þeirra „Þáttur um Magnús prest Ein- arsson“ hefur verið prentaður áður, bæði í Heimskringlu og þjóðfræðatímaritinu Grímu. Þáttur Jressi mun skrifaður í Svarf- aðardal og hef’ur afrit af honurn borizt vest- ur til Ameríku. Tel ég hæpið að rétt hafi verið að taka hann í safn Jretta, þar sem ,,Gríma“ mun vera í eigu flestra Jteirra manna hér á landi, er þjóðlegum fræðum unna og nóg er enn til á bókamarkaðinum af hefti Jrví, sem þessi þáttur er í. Flestir eru þættir Jressir allvel sagðir og því skemmti- legir aflestrar, og meginið af Jreim má telja

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.