Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 41
N. Kv. f.NDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR 115 stórt gias, hellir í það dálitlu af vatni og fyllir það svo með hoffmannsdropum, fær mér síðan giasið og segir: „Drekktu þetta á leiðinni, lítið í einu, en smátt og smátt, og þá mun þig ekkert saka, þótt þú sért blaut- ur.“ Þetta meðal þekkti ég áður, því að ég hafði eitt sinn fylgt honum fram í Reykja- dal, og þá hafði hann þetta rneðal með sér. Sagði hann mér þá, að liann færi aldrei svo í ferðalag, að hann hefði ekki þessa dropa með sér. Hann fengi heldur aldrei kvef, þótt hann lenti í yondum veðrum. Þakkaði ég honum dropana, sem liann vildi ekkert taka fyrir. Og nú spurði ég hann, hvaða ráð ég ætti að hafa til þess að komast burtu frá Hólum 14. maí. Ég væri ákveðinn í að fara eitthvað á næsta ári og riði því á að losna þaðan. Læknirinn sagði, að í raun og veru væri taugaveikin fyrir löngu um garð gengin í Hólum. Það, senr Helga þjáði, væri ekki taugaveiki, heldur afleiðingar hennar. En þrátt fyrir það mætti hann ekki leyfa nein- um að fara þaðan, án þess að hann sé sótt- hreinsaður. Síðan segir hann mér, hvernig ég skuli sótthreinsa sjálfan mig og föt mín, og kem ég síðar að því. Sagði hann mér, að ef ég liagaði mér nákvæmlega eftir sínum ráðum, væri engin hætta á, að ég bæri með mér veikina. Og síðan bætti hann við: „Ég þekki þig svo vel, að ég veit, að ég má treysta þér.“ — En þannig stóð á, að hann hafði olt komið til móður minnar í veikind- um hennar á Hjalla. Var hún þá veik í þrjú ár, og stundaði Ásgeir hana, og fylgdi ég honum oft í þeim ferðum. Kom hann oft óbeðinn, ef hann þurfti eittlivað fram í dal, og aldrei tók hann borgun fyrir þær ferðir. Lét faðir minn mig þá taka hesta og ríða með honunt á næsta áfangastað. Það var kominn háttatími, er við vorum tilbúin. Hrossin höfðu fengið góða hvíld og gott fóður og voru nú viljug á heimleiðinni. Við riðum suður Skarðaliáls, og var orðið O alldimmt, er \ ið komum að Skörðunt, sem er næsti bær sunnan við hálsinn, en yzti bær í Reykjahverfi. Þegar þangað kom, vildi Kristín ekki fara lengra. Sagðist hún vera orðin svo uppgefin, að hún gæti ekki haldið áfram svona hvíldarlaust, enda var það eng- in furða. Stúlkan halði setið inni allan vet- urinn, og þar á ofan legið í taugaveiki. Það var því ekki furða, þótt hún væri orðin þreytt. Við höfðum verið á ferð síðan kl. 7 um morguninn, að undanskildum tíma þeim, senr við töfðum hjá lækninum. Og nú var komið miðnætti. En hvað áttum við að gera? Að vekja upp á Skörðum, var að brjóta bann læknisins, og það vildi ég ekki gera. Enda bjóst ég við, að það ntundi verða til þess, að við yrðum rekin burtu. Ég tók þ\ í það ráð, að við fórunt inn í fjárhús þar yzt í túninu, en þar var engin skepna. Spretti ég af hestunum og sleppti þeim á túnið. Síðan lögðumst við upp í garðann, tókum inn dropana lians Blöndals og sofnuðum á svipstundu. Þegar við vöknuðum aftur, var kominn bjartur dagur. Hálfgerður hrollur var í okkur. Segi ég Kristínu, að hrtn skuli ekki róta sér neitt, fyrr en ég sé búinn að leggja á hestana, og ntuni f'ara úr henni hrollurinn, þegar Rauður fari að ltossa ltenni. Þegar ég kont út, mætti ég bóndanum á bænum, og var hann að gá að, hvaða ókunn- ugir liestar væru á túninu. Segi ég honum þegar, hvernig á ferðum okkar standi og bið liann afsökunar á því, að ég skuli ltafa sleppt hestunum í túnið. Segir ltann, að ekkert sé um það að tala, en ávítar tnig fyrir, að ég skuli ekki ltafa vakið upp. Sagði hann, að einhver ráð ltefðu orðið til að ltýsa okkur, án þess að nokkur hætta stafaði af. Fór hann síðan inn í bæ og bað ntig að fara ekki, i’yrr en ltann kænti aftur. Eltir litla stund kent- ur ltann svo aftur nteð stóra könnu, fulla af spenvolgri nýmjólk, og tvo bolla, og hættir ekki að hella í bollana fyrir okkur, fyrr en kannan er tóm. Þetta var ósvikin, íslenzk

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.