Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 37
N. Kv.
ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR
111
renna sér niður af hengjunni og kafa svo
ófærðina upp úr því hinum megin. Ég vildi
nú ekki eyða tíma í að ganga upp fyrir gil-
ið og tók því síðari kostinn. Þegar ég er
kominn nokkuð fram á skaflinn, veit ég
ekki fyrri til, en að ég sekk á kaf í skaflinn
og sat ég nú þar svo fastur, að ég mátti mig
hvergi hræra. Þegar ég fór nú að athuga
ástæðuna fyrir þessu, sá ég þegar, að ég var
staddur í þröngri sprungu. Hafði skaflinn
sprungið, og síðan fennt aftur yfir sprung-
una. Þarna sat ég fastur og gat ekkert gert
til að losa mig. Ekki var ég þó dýpra í
sprungunni en svo, að höfuð mitt var í hæð
við yfirborð skaflsins. Var mér þegar ljóst,
að upp kæmist ég ekki hjálparlaust.
Þegar Fluga sá mig sökkva þarna niður,
trylltist hún alveg. Hún hljóp og þeyttist í
kringum mig og ylfraði og skrækti. Það var
ekki gelt, heldur var það líkara því, að hún
sjálf liði sársauka og kvalir. Þannig lét hún
nokkra stund. Síðan hættir hún snögglega
að skrækja og hugsar sig um stutta stund.
En síðan tekur hún á sprett og hleypur
geltandi í áttina heim.Ég hlusta á gelt henn-
ar um hríð og heyri það smáfjarlægjast og
seinast hverfa með öllu. Hugsa ég þá, að
hún muni ætla að hlaupa heim og sækja
hjálp. En brátt heyri ég gelt hennar á ný, og
nálgast það nú óðum. Og eftir stutta stund
er hún komin til mín og byrjar umsvifa-
laust að rífa og krafsa í snjóinn við herð-
arnar á mér. Hamast hún nú og rífur af öll-
um kröftum, og brátt tekur að rýmka um
herðarnar á mér, svo að ég get farið að
hreyfa herðar og axlir. Gat ég þá smám sam-
an farið að nota handleggina, sem til þessa
höfðu verið klemmdir niður með síðunum.
Og loks gat ég þokað mér svo til, að fæturnir
losnuðu líka. En Fluga hélt áfram að rífa,
þangað til ég var orðinn alveg laus.
Aldrei gleymi ég þeirri gleði og vinalát-
"um, sem Fluga lét í ljós við mig, er ég loks
stóð aftur uppi á skaflinum. Ætlaði þeim
fögnuði aldrei að linna. . . . Ég býst fastlega
við, að hugvit það og snarræði, sem Fluga
sýndi að þessu sinni, sé einsdæmi um það,
sem við köllum ,,skynlausar skepnur". Enda
er hér alls ekki um það að ræða. Hér var vel
skyni gædd skepna, sem hugsar og ályktar
og framkvæmir síðan tafarlaust það, sent
hún álítur réttast. Fyrst er hún í vandræð-
um og algerlega ráðþrota, pg lætur það í ljós
með því að kvarta og kveina. Síðan tekur
hún sér stutta stund til að athuga málið og
sjá, hvað hún helzt geti gert. Dettur henni
þá í hug að hlaupa heim og reyna að sækja
hjálp. En á leiðinni snýst henni hugur og
finnur nú út, að hún muni geta hjálpað
mér sjálf. Enda var ekkert annað en kven-
fólk heima, og til þess bar hún ekki mikið
traust. Og víst er það, að litlar líkur voru
til þess, að ég gæti losað mig sjálfur. Helgi
kom ekki heim fyrr en í myrkri. Sennilega
hefði hann þá farið að leita að mér og hefði
þá reynt að rekja slóð mína, og síðan fund-
ið mig þarna. En þá hefði mig að líkindum
verið tekið að kala, því að fi'ost var talsvert.
Eg tel því tæplega ofsagt, að þarna hafi
Fluga bjargað lífi mínu. . . .
Ekki man ég nú, hvort við fundum allt
féð. Ég hélt áfram suður brúnirnar og síðan
ofan að Laxá, en þar voru beitarhús frá Hól-
um. Var þar dálítill hópur af kindum, sem
komizt hafði inn í húsið, en það hafði með
ásetningi verið látið standa opið.
Nú var þannig skipt verkum, að Helgi
ætlaði sjálfur að hirða allt féð, sem heima
átti að vera. En það voru ær og lömb. Sig-
urður gamli átti að taka kúaheyið og gefa
kúnum, en stúlkurnar að moka flórinn og
hirða fjósið að öðru leyti. Helgi hirti einnig
hestana. Ég átti að vera beitarhúsamaður og
hirða þar 50 sauði. Og er ég kæmi heim á
kvöldin, átti ég að vefa.
Þegar eftir stórhríðina rak ég sauðina á
beitarhús, og eftir það gekk ég til þeirra á
hverjum degi. Fór ég af stað í dagrenningu,
borðaði morgunverð áður en ég fór, og var
síðan hjá sauðunum allan daginn. Þegar