Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Side 19

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Side 19
.■N. Kv. SVEINN SKYTTA 93 „Minntust menn jDessir ekkert á, að þeir hefðu neina aðstoðarmenn?“ „Nei,“ svaraði Tange. „En mér skildist, að báðir myndu þeir vera vel vopnaðir. Annar þeirra var einnig viðstaddur skrift- irnar í dag og ræddi Jrá við prestinn um langa hríð.“ „Og það var þá í kvöld, sem þeir áttu að veita sjóði þessunr móttöku? Vill hann nú hlaupa ofan og gá á klukkuna?" „Hún er liðlega tíu.“ „Fjandinn sjálfur! Þá er svei mér mál komið að hefjast handa,“ sagði Manheimer og glotti ánægjulega. Síðan hengdi hann korða sinn í beltið og sveipaði blárri kápu utan um sig. „Heppnist þessi ráðagerð, get- ur hann gift sig í hvelli, því að Jrá veiti ég honum prestsenrbætti á einu herrasetra minna.“ „Hvaða herrasetrum?" „Einu þeirra, sem ég kaupi fyrir fjársjóð- inn. — Skollinn gráskjóttur á glaseygðri gandreið! Fimmtíu Jrúsund ríkisdalir! Ég myndi jafnvel fús til að drepa bróður minn fyrir slíka upphæð.“ Hiifuðsmaðurinn hélt á brott. Tange stóð kyrr í dyrunum og hlustaði. Svipur hans lýsti ótta og efa fyrst í stað, eftir að höfuðs- maðurinn var farinn, og hann velti fyrir sér afleiðingum þeim, er þessi svik hans gætu haft í för með sér. Manheinrer gekk út að Gæsaturni og fann félaga sína í varðstof- unni, þar sem Jreir voru að spila „Kesju- liða“. Tveir þeirra stóðu þegar upp við komu hans og gengu frá spilaborðinu af þeirri eðlilegu ástæðu, að þeir höfðu tapað aleigu sinni. Manheimer gekk að öðrum Jreirra og lagði hönd sína á öxl honum. Þetta var gamall riddaraliði, gráskeggjað- ur, brúnn í andliti og örum stráður. Gamli hermaðurinn sneri sér að höfuðs- manninum, kinkaði til hans kolli og mælti kuldalega: „Ávarpið mig ekki, Manheimer! Ég er ’öskuvondur í svipinn.“ „Því trúi ég vel, lagsmaður, Jregar maður spilar af sér öllurn gjakleyri sínum.“ ,,A maður þá ekki ætíð á hættu að tapa, er maður sezt að spilum?“ „Nei.“ „Hvaða spil ætti það þá að vera?“ „Það, sem skynsamir menn spila." „Garnli gárungi! Þekkið þér ef til vill inn á þess háttar spil?“ „Ég er hingað kominn til að bjóðast til að kenna yður Jrað, Nieler höfuðsmaður!" „Og þér lieitið mér vinningi fyrirfram?“ „Upp á drengskaparorð.“ „Hve mikið?“ „Við skulum segja hundrað silfurkrónur, og þá er ekki ýkt né ofsögum sagt á neinn hátt.“ „En hvað er Jrá í hættu lagt?“ „Lífið sjálft.“ „Sem ég er lifandi maður! Ekki er nú til mikils mælzt fyrir annan eins vinning. Þetta spil verðið þér svei mér að kenna mér.“ „Komið þér þá á eftir mér, Nieler höf- uðsmaður!“ mælti Manheimer. „Ég bíð yðar niðri við Hringmúrinn." Rétt á eftir hittust höfuðsmennirnir tveir niðri við víggarðinn, sem lá umhverfis Turninn. „Jæja, Manheimer!“ hóf gamli foringinn máls. „Segið mér nú ráðningu á gátu yðar.“ „Sú saga er fljótsögð,“ svaraði Manheim- er. „Ég sat í kvöld heima í herbergi mínu á prestssetrinu, og heyri þá skyndilega hófatak á götunni fyrir utan. Riddari nemur staðar fyrir utan, drepur högg á rúðuna og nefnir nafn mitt. Að vörmu spori er kornið upp stigann, og inn fyrir stígur herra Magnús Trolle, sem er hægri hönd sænska ríkisráðs- ins, Steen Bjelke, en lrann dvelur hér í borg- inni, síðan konungurinn skipaði hann og Ulfeldt til að semja við hina dönsku full- trúa. Þekkir herra Magnús Trolle yður, Nieler höfuðsmaður?“ „Ekki svo mér sé kunnugt.“ „Jæja þá! Þeir hefðu komizt að Jrví, að

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.