Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Qupperneq 40

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Qupperneq 40
114 ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR N. Kv. hefði komzt þar inn á heimilið, því að hvergi í sýslunni varð hennar vart annars staðár um þær mundir. Og á Hólum var nýlega byggt steinhús og búið að rífa torf- bæinn. Um sumarmál voru allir orðnir frískir nema Helgi. Hann var enn mjög veikur. Þá var ég beðinn að fara út á Húsavík með sjúkdómslýsingu og fá meðul lijá lækni. Tíð var þá góð, sífelldar hlákur og lítill snj(')r. Ég sleppti því fénu út og reið af stað á mið- vikudag síðasta í vetri. Með mér fór ung stúlka, sem Kristín hét. Hún var dóttir Sigurbjargar Skel, og var þar á bænum um veturinn. Hafði hún einn- ig fengið taugaveikina, en lá ekki lengi; var 11 ún heilsutæp fyrir, og var nú mesti ræfill. Átti hún nú að láta lækni skoða sig. Við riðum nú bæði af stað út dalinn og upp á heiði hjá Kasthvammi og þaðan tit Reykjahverfi. Is var enn á öllum vötnum og ám. Riðum við því út endilangt Langa- vatnið, en á því var þykkur ís. Þarna var hægt að skeiðríða á spegilsléttum ísnum, og þótti okkur það heldur en ekki skemmti- legra en að klöngrast á vegleysum og tor- færum. En oft er ísinn á Langavatni svikull og viðsjárverður, þótt þykkur sé. Veldur Jtví, að í norðurenda vatnsins eru til heitar uppsprettur, sem éta sig upp í ísinn. Hitti ég nú á einn af þessuin blettum og vissi ekki af, fyrr en hrossið var komið á kol- græna kaf gegnum ísinn, en ég stóð með báða fætur á skörunum beggja megin við vökina. Kristín var rétt á eftir mér, og brotnaði ísinn undan framfótunum á hesti hennar; en hann rykkti sér upp og hörfaði aftur á bak frá vökinni. Grána mín var heldur óstillt og brauzt um og reyndi að liafa sig upp á ísinn. Ég ríghélt í beizlis- tauminn á meðan, og gengu vatnsgusurnar yfir mig allan, svo að ég varð holdvotur. Þetta var svo skammt frá Langavatnsbæn- um, að til okkar sást að heiman. Brugðu þá við fjórir karlmenn og komu með reipi. Og eftir litla stund náðum við Gránu upp úr vökinni. Nti var okkur undir eins boðið að koma heim og fá hressingu eftir volkið. En er ég sagði Jreim frá heimilisástæðum okkar, urðu allir logandi hræddir, enda neitaði ég að fara inn í bæ. Við þáðum þó, að okkur væri fært kaffi út á blað, og drukkum það við fiskasteininn nteð góðri lyst. En hrossunum var gefin taða til að maula á meðan. Til allr- ar hamingju var veður mjög gott, sólskin og sunnan gola. Héldum við síðan áfram. Grána skalf enn eftir baðið, og til að liafa úr henni skjálft- ann riðurn við greitt út Reykjahverfið, og var hún Jtá ekki lengi að jafna sig. Þegar til Húsavíkur kom, fór ég þegar til læknisins, en Jtað var Ásgeir Blöndal, ágætur maður, sem ég Jrekkti vel. Þegar ég sagði honum, hvernig á ferð okkar stæði, varð hann mjög áhyggjufullur. Hann las sjúkdómslýsingu Helga og tók til meðul handa honum. Síðan skoðaði hann Kristínu og tók til meðul handa henni. Seinast bað ég liann að rann- saka mig, og sagði ég honurn frá líðan minni um veturinn. Nú var ég þó orðinn stál- hraustur, en ég vildi vita, hvað að mér hefði gengið um veturinn. Skoðaði hann mig vandlega og lauk með því að rífa all-óþyrmi- lega í liárið á ntér og kom þá með hnefann fullan af hári. Segir hann þá: ,,Þti hefur liaft ekta taugaveiki, en þú hefur yfirstigið liana með því að láta aldrei undan þér að leggjast. En nú er ekkert að þér, og héðan af er engin hætta á ferðurn. En nú verðið þið að ríða heim í nótt og megið ltvergi koma \ ið, og ekki megið þið taka í höndina á neinum, sem þið mætið.“ Ég sagðist hafa gert ráð íyrir jiví að fara heim um nóttina, en nú væri é° illa til reika, eins 0? blatitur og ég var, en sagði þó, að sjálfsagt væri að gera, eins og hann segði fyrir. ,,Þti hefur nú sýnt það, að þú ert hraustur,“ segir liann, „og ekki mun bleytan drepa þig, fyrst tauga- veikin gerði það ekki." Síðan tekur hann

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.