Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 27
N. Kv.
FJÖGUR LÍKIN FRÆGU
101
fyrir því á þessu stigi hernámsins, hvernig
Nazistar kynnu að bregðast við slíkri „end-
urvakningu“ þessara horfnu hernaðar-
dýrlinga sinna.
Nú voru liðnir 14 mánuðir frá fundi þess-
um, og voru Ameríkumennirnir í standandi
vandræðum með stað, sem hæfði fjórum lík-
um í stað tveggja. Herforingjarnir urðu
skelkaðir og hófu nú sleitulausa leit og
rannsókn á öllum þeim stöðum, sem á ein-
hvern hátt og einhvern tíma.hefðu verið á
snærum Hohenzollern-ættarinnar. Beindi
þessi leit þeim að lokum á KrónbergSTkast-
ala, skammt frá Frankfurt, en hann var eign
gi-eifaynjunnar í Hessen. Einmitt um þess-
ar mundir hafði gi'eifaynjan orðið þess vör,
að rænt hefði verið fjölskyldu-skrautgripum
og gimsteinum, þriggja milljóna dollara
virði, sem grafnir hefðu verið í vínkjallara
kastalans. Varð þetta að víðkunnri lögreglu-
og ræningja-sögu, og staður þessi umræðu-
efni allra blaða, svo að þar með var loku
fyrir það skotið, að þar gæti til mála komið
nokkur leynileg og „virðuleg" jarðarför.
í öngum sínum tóku þeir Heinrich,
Lesley og Bilodeau að þaulskoða allar mót-
mælendakirkjur á hernámssvæði Banda-
ríkjamanna, þar sem nokkru sinni hefði
verið greftrunarstaður heldri manna. En
víðast hvar var eitthvað að: Annað hvort
höfðu kirkjurnar orðið fyrir alvarlegum
skemmdum í stríðinu, eða þá jafnvel alger-
lega í rústum. En svo að lokurn — hvílík
hundaheppni — fundu þeir kirkju, sem
hafði öll æskileg skilyrði til að bera. Og sér
til mikillar gremju uppgötvuðu þeir nú, að
þetta var í sjálfri Marburg, aðeins nokkur
hundruð metra þaðan, sem líkin höfðu
verið geymd allan tímann, er leit þessi hafði
staðið yfir í marga mánuði! Kirkja þessi
liafði verið frumbyggð 1235, og öldum sam-
an verið greftrunarstaður prinsa þessa fylk-
is og annarra stónnenna. Hún hafði ekki
■orðið fyrir neinum verulegum skemmdum
í stríðinu og var svo áberandi vel sett í
stórri. borg, að tæplega gat komið til mála,
að notuð yrði sem æsingastaður Nazista.
Auðvitað var þeirn félögum ljóst, að hver
og ein 7-alda gömul kirkja mundi sennilega
þéttskipuð líkum, er fylla myncli hvern
krók og kima, sem til þess ltefði reynst hæf-
ur. Eyddu þeir nú mörgum klukkustundum
til að athuga gamlar gr.eftrunar-skrár kirkj-
unnar, og mældu síðan með málbandi, hvar
sem því varð við komið. Að lokum kusu
þeir tvo sérstaka staði. Konungana átti að
grafa undir kirkjugólfi í nyrðri krossálm-
unni, en Hindenburg-hjónin undir gólfi
norðurturnsins.
Nú var ákveðið að leita samþykkis hinna
lifandi Hohenzolla og Hindenburga. Og ef
til vill hafa foringjarnir rennt grun í, að
hljótast kynnu mikil vandræði af hinum lif-
andi sem hinum dauðu.
Frakknesk yfirvöld neituðu að leyfa Vil-
hjálmi krónprinsi að bregða sér út af þeirra
svæði í neinum erindum. Varð því Lesley að
bregða sér þangað á fund hans til Holien-
zollern-Burg í fylgd með Cecilíu, yngstu
dóttur krónprinsins. Krónprinsinum hafði
verið tilkynnt í bréfi, að Cecilía og ungur
Ameríkumaður mundu koma og heimsækja
hann til að ræða við hann um mjög náin
einkamál og mikilvæg. I tilefni af þessari
stuttorðu frétt setti Vilhjáhnur upp föður-
legan áhugasvip, er yngsta og ógifta dóttir
hans kom með hinn nýja ameríska vin sinn.
Samtal þeirra fór síðan fram á þessa lund:
Lesley: Herra, ég tel víst, að yður sé ljóst,
hvers vegna við erum komin hingað.
Krónprinsinn: Já, ég býst við að svo sé.
Lesley: Við höfum afráðið, að heppileg-
asti staðurinn fyrir athöfn þessa sé St. Eliza-
betskirkjan í Marburg. Það er virðuleg
kirkja og kemur talsvert við sögu ættarinn-
ar og fjölskyldunnar.
Krónprinsinn: Þetta er allt satt ogrétt: en
hvað leggur þú til málanna, Cecilía?
Cecilía: Jú, þetta hefur nú staðið alllengi
yfir, og við verðum auðvitað að.vinda bráð-