Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 46
120 tNDURMlNNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR N. Kv. Ekki veit ég, hve lengi ég hafði sofið, er ég vaknaði við það, að ég heyri mananmál. Heyri ég þegar, að verið er að tala um mig, og segir þá einhver, að það sé þó meira en lítið ósvíiið að koma og biðja um gistingu og láta þess ekki getið, að liann komi frá taugaveikis-heimili. Og síðan finn ég, að það rignir ylir mig gusum af karbólvatni. Ég varð svo hræddur og skömmustulegur, að ég þorði ekki að bæra á mér og lézt sofa. Vornóttin var enn nokkuð dimm, svo að enginn varð þess var, að ég hafði opnað aug- un. Ég sá, að þarna var æði margt rnanna, bæði karlar og konnr, sem álösuðu mér fyrir kæruleysið. Undir eins og ég vaknaði morguninn eft- ir, var mér lesinn pislllinn fyrir þá dæma- lausu ósvífni að svíkjast svona inn á fólk og eiga á liættu að smita allt heimilið. Ég sagði þeim þá allt af létta um sótt- hreinsunina, og að ég hefði farið þar ná- kvæmlega eftir fyrirskipunum Ásgeirs lækn- is. Og hefði hann talið fullvíst, að ég flytti ekki veikina með mér, ef ég hlýddi hans ráðum, og það hefði ég gert rækilega. Hefði ég því ekki Iuigsað út í að segja frá, hvernig á stóð. Og nú væru liðnir 10 dagar, síðan ég fór frá Hólum. Held ég, að fólkið hafi trúað sögu minni, og síðan talið, að ekki væri ástæða til að óttast það, að ég færði því taugaveiki. Var mér nú boðinn matur, og eftir að ég hafði borðað, var ég fluttur yfir Pollinn að hafnarbryggjunni. Gekk ég nú inn í Fjöru til að finna Da- víð. Tók hann mér vel, en ekki gat hann tekið mig sem lærling, og veit ég ekki, hverjar voru ástæður fyrir því. Tel ég lielzt, að hann mnni ekki hafa kært sig urn að liafa lærlinga. Man ég heldur ekki eftir nokkr- um manni hjá honum þann tíma, sem ég var að læra. En hann vísaði mér til Snorra Jónssonar. Fór ég nú til Snorra og bar upp fyrir honum erindi mitt. Tók hann því mjög vel og vildi gjarnan taka mig. En þá yrði ég að koma strax. Ég sagði honum þá, hvernig væri ástatt fyrir mér. Ég væri ráðinn í kaupavinnu og þyrfti að vinna fyrir kaupi í sumar. Ég ætti ekki föt til skipta og gæti ómögulega byrjað á þriggja ára námi, án þess að vera að minnsta kosti sæmilega fat- aður. Taldi Snorri nú, að það gerði ekkert til. Það myndu verða einhver ráð með að klæða mig. Skyldi hann láta mig fá eftir- vinnu, og gæti ég þá unnið mér fyrir fötum. Segir hann mér svo, að nú standi þannig á fyrir sér, að hann hafi engan lærling. Sig- tryggur Jóhannesson, sem verið helði hjá lionum undanfarin 3 ár, væri nýfarinn. Væri honum því mikið áhugamál að fá mig strax. En nú sagðist ég hafa ráðið mig í kaupa- vinnu um sumarið, og það gæti ég ekki svikið. Taldi Snorri auðvelt að fá rnann í minn stað og opnar stofnhurð og kallar: „Garðar!“ Kemur þar þá inn Garðar Gísla- son, sem síðar varð stórkaupmaður. „Þú varst að tala um, að þú þyrftir að fá kaupa- vinnu,“ segir Snorri við hann. „Hér getur þú ráðið jrig nú þegar.“ — Segi ég Garðari alla málavöxtu. En þannig stóð þá á fyrir honum, að hann var að koma úr Möðru- vallaskóla, að afloknu prófi, og þurfti nú að vinna sér inn peninga. Niðurstaðan varð nú sú, að Garðár réðst að Möðrudal í minn stað. En ég réð mig hjá Snorra til nárns næstu þrjú árin. Kjörin voru þau, að ég átti að fá fæði, húsnæði og þjónustu frítt. En föt og skó átti ég að leggja mér sjálfur til. Verkfæri átti Snorri að láta mig fá, nema alinmál og blý- ant. Það átti ég sjálfur að leggja mér til. Vinnutími var frá kl. 6 á morgnana til kl. 7 á kvöldin. Og átti ég að hefja námið að viku liðinni. Og til þess að þetta brygðist ekki, bauð hann mér að lána mér reiðhest sinn heim með mér, svo að ég þyrfti ekki að fá liest og mann til að flytja mig. — (Framh.).

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.