Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 18
92
SVEINN SKYTTA
N. Kv.
að Tange, greip með annarri hendi í <ixl
honum, en þreif nieð hinni korðann, sem
lá á borðinu.
„Farið þér nii norður og niður!“ kallaði
hann upp yfir sig. ,,Ég skal svei mér á svip-
stundu reka hann í gegn upp við sinn eigin
vegg, bannsettur sálmagólarinn þinn, sem
áræðir að bjóða mér upp á aðra eins skil-
mála! Ætti kannske ég, sjálíur Manheimer
höfuðsmaður, að játa á mig þjófnað, sem ég
hef alls ekki framið!“
Tange hafði fölnað, er liöfuðsmaðurinn
réðst á hann. Samt missti hann ekki vald á
sér, heldur mælti: „Verið l)ara rólegur, höf-
uðsmaður, og stillið yður! Nú liafið þér
heyrt skilyrði mín, og þá er eftir að lieyra,
Jivað ég býð á móti.“
„Það er alveg það sama. Ég geng aldrei
að eilífu inn á síðara skilyrðið.“
„Og hvers vegna ekki? Þér getið vei sagt,
að þér hafið aðeins tekið hnappana til þess
að leika dálítið á Sesselju gömlu. Henni
mun ekki virðast það neitt ótrúlegt.“
„Nú, jæja — ef til vill ekki,“ mælti höf-
uðsmaðurinn, „en livað fæ ég þá aftur á
móti? Það verður að vera eitthvað, sem
slægur er í, tveir altaris-bikarar myndi ekki
nægja! Það verður að vera eitthvað stórkost-
legt, alveg ótrúlega mikið.“
„Og nú býð ég yður alveg ótréilega mik-
ið.“
„Meira en þrjá ltikara?" spnrði Man-
heimer, og augu lians leiftruðu af græðgi.
„Jæja, komdu með það!“
Tange tók kertið og lýsti fram fyrir dyrn-
ar til að ganga úr skugga um, að enginn
stæði á hleri og gæti heyrt það, sem hann
nú ætlaði að segja. Er liann kom inn aftur,
gekk hann fast að höfuðsmanninum og
hvíslaði að honum:
„Ég býðst til að vísa yður á, hvar þér getið
náð í fimmtíu þúsund rikisdala sjóð.“
Manheimer studdi liöndum fram á borð-
ið. Hann glennti upp augun og glápti á
Tangen og var svo liissa að liann gapti. Blóð-
ið steig honum sterkt til höfuðs, og liann
tautaði upp altur og aftur í hálfum hljóð-
um:
„Fimmtíu þúsund ríkisdali!“
Þessi furðusvipur livarf þó jafnskjótt, og
hann hafði birzt. Hann hleypti brúnum og
svaraði síðan og glotti háðslega:
„Annað hvort hlýtur hann að vera alveg
brjálaður, herra kapellán, eða þá að lialda,
að ég sé einhver erki-asni, og guð hjálpi
honum þá!“
„Hér er um hvorugt af þessu að ræða,“
svaraði Tange. „Þetta er raunveruleiki, sem
ég er að segja; en takið nú vel eftir: Þér
verðið sjálfur að sjá um að nálgast peninga
þessa; ég veit, livar þeir eru geymdir, og ég
tek að mér að vísa yður þangað.“
„Jæja, þetta er þá raunverulega satt? Það
er þá alvara, sem hann er að segja? hvíslaði
liöfuðsmaðurinn og gat nú ekki lengur dul-
ið gleði sína. „Þetta eru þá engin undan-
brögð og vafningar? Hann veit þá, hvar
sjóður þessi er varðveittur? Gott og vel,
einkavinur minn! Fyrst ætla ég þá að smella
á hann rembikossi, og því næst að heita hon-
um því við mitt æruverðuga aðalsnafn að
launa honum fyrir ómakið svo hressilega,
að hann muni minnast Manheimer höfuðs-
rnanns alla sína ævi. — Fimmtíu þétsund rík-
isdalir! Ég skyldi glaður berjast við örg-
.ustu galdrakind í heimi fyrir þvílíkan fjár-
sjóð! — Komi hann nú liérna út að gluggan-
um og tréii mér fyrir leyndarmálinu."
Tange skýrði nú frá, að er hann fór til
kirkjunnar í því skyni að hafa tal af grafar-
anum, þá hefði hann lieyrt mannamál að
baki altarisins. Hann hefði þá numið staðar
í skugga einnar séilunnar og séð, að þarna
var presturinn á tali við tvo ókunnuga, og
að þeirn var mikið niðri fyrir. Af slitri éir
samræðum þeirra hefði hann komizt á snoð-
ir um, að presturinn hefði sjóð þennan und-
ir höndum, og um miðnætti í nótt ættu
rnenn þessir að veita honum móttöku og
flytja ltann síðan til Kaupmannahafnar.