Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 43
N. Kv. ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR 117 garða, og svaf þar tvær klukkustundir. Þeg- ar ég kom á fætur, hitti ég Jón bónda Ein- arsson uti á hlaði, og færði hann mér skyr- hræring og mjólk út á hlað. Var það nú í annað sinn, með viku millibili, að ég gisti í fjárhúsgarða og neytti góðgerða úti við fiskastein. Kom það sér vel að fá hræring- inn, því að ég var búinn með nestið. Þegar ég lagði af stað frá Reykjahlíð, var ég svo þreyttur, að mér fannst ég ekki geta hreyft mig. Þó hélt ég áfram. En er ég var kominn niður fyrir Belgjarfjall, var ég orð- inn alveg vonlaus um, að ég kæmist heim aftur. Ég varð svo máttlaus, að ég hné niður og lá eins og tuska nokkra stund. Ekki þorði ég að sofna, því að ég var hræddur um, að þá myndi ég ekki vakna aftur. Skreiddist ég því af stað og komst loks heim seint á sunnu- degi. Aldrei hef ég munað eftir ferðalaginu niður yfir Hólasand að þessu sinni. En ég man eftir því, að þegar ég kom heim, var mér fengin full skál af heitum baunum með kjöti, og fór ég að borða baunirnar. Síðan vissi ég ekki af mér, fyrr en ég vaknaði í rúmi mínu daginn eftir. Var mér þá sagt. að ég hefði sofnað út frá baunaskálinni, og ómögulegt hefði verið að vekja mig. Hefðu því stúlkurnar orðið að bera mig upp á kvistinn, afklæða mig þar og koma mér í xúmið. Ekkert varð mér meint við þetta ferðalag. En víst er það, að svo þreyttur hef ég aldrei orðið síðan. Enda var ég þá búinn að vaka, vera á ferð og vaða krapablár, blautur upp í mitti, í nærri þrjá sólarhringa, að fráskild- um þessum tveirn tímum, sem ég svaf í fjár- húsinu í Reykjahlíð. . . . Nú var tekinn að styttast tíminn til 14. maí. Ég var ákveðinn í því að fara þá, og hafði ég þó samvizkubit af því að fara frá Helga, á meðan liann var ekki fær um að taka við verkum. Lá hann enn í rúminu, var hann þó orðinn nokkuð frískur, þótt hann væri ekki farinn að klæða sig. Ég tal- færði þetta við hann, og sagði hann, að við því væri ekkert að gera. Stúlkurnar gætu rölt við ærnar um sauðburðinn. Enda var nóg af kvenfólki á heimilinu. Þær voru fjórar auk húsmóðurinnar, og svo drengur 9 ára, sonur Þorbjargar. Tíðin var alltaf góð, alls staðar orðið snjólaust, og jörð farin að grænka. Ærnar lágu úti og voru mest á túninu. Þurfti því aðeins að ganga kringum jrær einu sinni á dag og líta eftir, hvort þær væru allar. Eftir nokkra daga áttu þær fyrstu að bera, og síð- an liver af annarri. En þá veitti ekki af að hafa á þeim vakandi auga bæði nótt og dag. En það vildu stúlkurnar gjarnan gera. Ég hef áður getið þess, að ég væri þá ákveðinn í að fara og læra eitthvað. Lengi var ég í vafa um, Itvað ég skyldi taka fyrir. Ég fann það vel, að hugur rninn hneigðist mest til srníða, og á því sviði myndu mínir litlu hæfileikar njóta sin bezt. En allir kunningjar mínir töldu, að ég þyrfti alls ekki að læra að smíðá. Ég væri þegar orðinn góður smiður. Það var að vísu satt, að ég smíðaði, hvað sem fyrir kom á heimilinu. En það var nú hvorki margt né vandasamt: Orf, hrífur, koffort, kollur o. fl. Og einnig ljábakka, skeifur, hestskónagla, skónálar, og svo alls konar aðgerðir. Þetta var allt og sumt, sem ég smíðaði, án þess þó að kunna það. En ég kunni ekki að byggja hús. Og það vildi ég læra. Hjá Benedikt á Auðnum ólst upp dreng- ur, sem Benedikt Jóhannsson liét. Vorum við miklir vinir og mjög samrýmdir. Nú var hann þetta vor að útskrifast úr Möðruvalla- skóla. Eftir að hann kom heim fyrri vetur- inn, hvatti hann mig mjög eindregið til að sækja um inntöku í skólann. Færðist ég lengi nndan, þótt mig sárlangaði til þess. Bar ég því við, að ég væri svo illa nndirbú- inn, að ég myndi ekki geta fylgst með öðr- um nemendum þar. Enda vissi ég það, að ég var ekki mikill námsmaður. Ég var enn ekki búinn að endurvinna sjálfstraust það, sem

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.