Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 23
N. Kv.
SVEINN SKYTTA
97
minnist á félaga yðar, þá eru einnig mínir
hér nærstaddir.“
Sveinn brosti og benti á opnar líkkist-
urnar, og mælti svo:
„Eg á við liina dauðu!"
„Ertu að gera gys að mér?“ brópaði Man-
lieimer ógnandi.
„Komið þér með mér, og svo skulum við
líta á þá,“ nrælti Sveinn. „Það eru sannar-
lega ekki eins lélegir náungar, og þér buizt
við.“
Elöfuðsmaðurinn leit yfir að kistunum,
kallaði upp y.fir sig og hörfaði lítið eitt und-
an. Sá bann nú fjóra herðabreiða karla rísa
upp, hvern bak við sína kistu. Og þessir
óvæntu karlar virtust horfa ósmeykir á höf-
uðsmanninn og glotta ögrandi. Allir voru
þeir vopnaðir og þyrptust nú utan um graf-
arann. Hann hvíslaði einhverju að þeim, og
hurfu þeir síðan á brott.
„Þú lætur rnenn þína fara burt!“ mælti
Manheimer hissa.
„Eg geri svo,“ svaraði Sveinn rólega. „Það
er ekki hér, sem mest þarf á hjálp þeirra að
halda.“
„Jæja, eins og þér þóknast, maður minn!
Vísið mér nú aðeins á, hvar peningarnir eru
lólgnir, og skal þá engu illu beitt gegn þér;
en þótt þú værir djöfullinn sjálfur, skaltu
verða að láta þá af liendi!“
„Og ef ég skorast nú undan því?“ mælti
Sveinn.
„Þá erum við liér nærstaddir, tveir hug-
rakkir aðalsmenn, sem reyna munum, hvort
sænska stálið bítur ekki á þig og þína líka.
„Eruð þið þá ekkert smeykir við bardaga
hér niðri?“ spurði Sveinn. Gæti ekki skeð,
að jafnskjótt, sem hinir dauðu urðu lifandi
hérna áðan, gætu ef til vill hinir lifandi
breytzt í dauða.“
I þessum svifurn kom Nieler höfuðsmað-
ur í ljós með hermenn sína uppi yfir hlera-
opinu, og kom hann nú ofan stigann, og
hinir á eftir.
„Fimm í viðbót," sagði Sveinn forviða.
„Ég liélt ekki, að þið væruð svona rnargir.
„Það eru nú enn nokkrir eftir uppi.“
„Nei, látið nú ekki fleiri konra liingað of-
an,“ sagði Sveinn, „annars verður hér alltof
troðfullt."
Og áður en nokkur gæti áttað sig á, hvað
hann ætlaðist fyrir, liafði hann ýtt ljósker-
inu fram af naglanum, og nrölbrotnaði það
á steingólfinu. Nú varð svartamyrkur í
hvelfingunni, og heyrði Manheimer, að
Sveinn kippti niður stiganum og velti einni
kistunni ofan af skemlunum til að nota
hana sem vörn á milli sín og dyranna inn að
hinni hvelfingUnni.
„Ljósker hingað ofan!“ hrópaði Nieler.
Hermennirnir, sem uppi biðu, hrópuðu
upp yfir sig, er þeir urðu þess varir, að búið
var að taka burt stigann, svo að þeir gátu
ekki kornist ofan til félaga sinna. Þeir
bundu nú ljósker neðan í sverðbelti og
renndu því ofan í hvelfinguna. Blikuðu nú
ljósgeislarnir í fáguðunr skjöldum og vopn-
um á veggnum uppi yfir kistum aðalsmann-
anna og vörpuðu einnig daufunr bjarma á
gulnuð og skorpin andlit líkanna. Súgur-
inn frá opnum gólfhleranum bærði gömlu
raufar- fánana, senr héngu undir loftinu.
Hermennirnir biðu nú aðeins boðanna um
að ráðast á manninn, er stóð aleinn, og að
því er virtist geiglaus, bak við kistu þá, er
hann hafði velt sér til varnar. Upp um
hleraopið sást framan í æsta l^rmennina,
sem aðskila voru nú orðnir við félaga sína,
og innan við hurðina með járngrindunum
sást bregða fyrir nokkrum dökkutn skugg-
um á ferli fram og aftur; virtust þeir vera
í mestu önnum og gefa því engan gaum, sem
fram færi þarna lyrir utan.
„Sækið fram!“ hrópaði Manheimer allt
í einu. „Sá fær heilan dúkat, er fyrst kemur
á hann hÖ!jgi.“
Og að svo rnæltu brá hann sér upp á lík-
kistuna.
„Yður mun ekki \ erða kápan úr því klæð-
inu!“ kallaði Sveinn og hleypti af skamm-