Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 36
110
.F.NDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR
N. Kv.
um vinalátum. Var alveg eins og hún væri
að gefa mér í skyn, að henni litist vel á mig,
og að hún væri fús að fylgja mér. Eg hafði
áður vanizt mörgum hundum, og er mér
óhætt að segja það, að ég hafði verulega
hundahylli. Hundár voru alltaf rnínir beztu
vinir alla mína smalamennskutíð frá því að
ég var 10—12 ára. Og nú ákvað ég þegar að
hæna Flugu að mér og reyna að temja hana.
Ég tók því vinarkveðju hennar vel, og eftir
það fylgdi hún mér æfinlega með svo mik-
illi tryggð, að svo mátti heita, að við værum
óað'skiljanleg. En hún fylgdi engum öðrum,
eftir senr áður. Gekk s.vo vel að temja hana,
að eftir skamman tíma var hún orðin sá
bezti fjárhundur, sem ég hef haft.
Fyrstu dagana eftir fráfærur sat ég hjá
ánum uppi í heiði á daginn, og voru þær þá
hýstar á nóttunni. Síðan var farið að sleppa
þeim nótt og dag, og smala þeim kvölds og
morgna. Þegar kom fram á mitt sumar, var
ég orðinn svo sannfærður um vit og dugnað
Flugu, að ég fór að reyna að láta hana smala
eina. Rétt utan við túnið eru háir hólar,
sem bærinn dregur naln af. Þangað fór ég
með Flugu og sendi hana. í fyrstu var hún
að smá nema staðar og gæta þess, hvort ég
kæmi ekki; en þá benti ég henni og kallaði:
„Lengra, lengra!“ Og hélt hún þá áfram.
En þegar hún var komin upp á heiðarbrún-
ina, settist hún þar að, og varð ég þá að fara
á eftir henni upp í heiðina. Næsta dag gerði
ég aðra tilraun, og þá tókst mér að fá hana
til að halda áfram upp í heiðina, og kom
hún síðan með allar ærnar. Eftir þetta þurfti
ég ekki annað en að ganga út á hólana, og
þar sagði ég síðan við Flugu: „Farðu nú og
sæktu ærnar!“ Tók hún þá sprettinn og var
á örskammri stund komin upp í lteiði, og
eftir lítinn tíma fóru ærnar að koma hlaup-
andi í smáhópum. Og seinast konr Fluga
sjálf lötrandi í hægðum sínum með síðasta
hópinn. Aldrei elti hún kindahópinn lengi,
og aldrei beit hún kindur, og var því alger-
lega óhætt að treysta því, að hún fór ekki
illa með féð. Og svo fljót var hún að smala,
að ekki var hún nema brot úr þeim tíma,
sem ég hefði þurft til þess. Mér hefur held-
ur aldrei þótt eins vænt um neina skepnu
eins og Flugu. Það var sem hefði hún
mannsvit. Ég talaði rnikið við hana, og þá
horfði hún á mig tindrandi, dökkmórauð-
um augunum, og var sem liún skildi allt,
sem ég sagði við hana. Saga sú, sem hér fer
á eftir, sýnir þó bezt hið frábæra vit hennar:
Vetur settist snemma að þetta haust. Var
ekki farið að Iiýsa fé, þegar fyrsti stórhríðar-
bylurinn kom; en það var þó allt í gæzlu
heima við; Einn morguninn var konrin
öskrandi stórhríð. Fórum við Helgi þegar
út, er við urðum þess varir, hvernig veðrið
var, í því skyni að reyna að ná saman fénu.
Nokkuð af því hafði komið heim að húsun-
um, þegar veðrið versnaði, en margt vant-
aði. Við reyndunr að leita umhverfis tunið,
en urðum brátt að hætta við það, og kom-
umst með naumindum lieim með örfáar
kindur.
Stórhríðin hélt áfranr í tvo daga með
dæmalausu ofviðri og hörku. Á þriðja degi
var komið bjart veður og gott, en feykilega
nriklum snjó Irafði lrlaðið niður. Við lögð-
unr því af stað að leita, þegar er við lröfðum
gefið fénu, senr heima var. Gengum \ ið upp
á heiðarbrúnina og skildumst þar. Fór
Helgi norður brúnirnar, en ég suður, og
fylgdi Fluga nrér að vanda, og átti hún þó
nú fárra daga hvolpa heima.
Þarna á heiðarbrúninni eru mörg gil, en
nú var mikill snjór og allt blindað. Færi var
þó gott, því að hvassviðri lrafði barið sanran
snjóinn, svo að rétt nrarkaði lyrir fæti. Voru
sum snrærri gilin svo full af fönn, að þeirra
varð lítið vart. En þau stærri voru með
hengjum fram af brúnum og bökkum. Kem
ég nú að einu slíku gili og sé þegar, að þar
er mjög há hengja. Náði gil þetta alllangt
upp í heiði, og var því unr tvennt að ræða,
annað hvort að taka á sig stóran krók og
labba upp fyrir gilið, eða þá að reyna að