Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Page 15

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Page 15
N. Kv. SVEINN SKYTTA 89 kvöld hafði hann ekki heppnina með sér. Fyrst tapaði hann öllum peningunum, og síðan skondraði hver silfurhnappur hans á fætur öðrum yfir borðið til liöfuðsmanns- ins. Hirti Manheimer þá hvern af öðrum og glotti hreykinn og hæðnislega. „Yður skilzt sennilega, herra minn, hvers vegna mér er svo hugleikið að vinna silfur- hnappana yðar,“ mælti Manheimer, er þeir höfðu leikið um hríð. „Þegar ég fór út í gær og ætlaði að reyna að selja hnappa þá, sem ég hafði unnið í fyrradag, mætti ég gömlu ráðskonu prestsins niðri í dyrunum. Eg sýndi henni hnappana og spurði, hvers virði hún teldi þá vera.“ „Æ, Guð ahnáttugur!“ kallaði Tange upp yfir sig í örvæntingu. „Þá er úti urn mig, ef þér hafið sýnt Sesselju gömlu hnapp- ana mína.“ „Já, hún meira að segja keypti þá alla af mér og borgaði þá út í hönd, satt að segja; og ég býst við, að sú gamla geri mér þann greiða að kaupa líka þessa hnappa og þá, sem ég vinn af honum í kvöld.“ „Ætlið þér að selja honum þá líka, höf- uðsmaður?“ „.Vuðvitað, prestur minn góður. Það væri illa farið, fengi hún ekki tylftina alla. — Jæja. Nú er kornið að honum að varpa.“ „Nei, nei,“ hrópaði Tange og æsti sig upp. „Þér getið farið með mig, eins og yðiir lízt, höfuðsmaður! En fái Sesselja gamla minnsta grun um, að þér hafið unnið silfur- hnappana mína, þá leik ég aldrei framar við yður.“ „Nú hristir hann teningana viðstöðu- laust!“ hrópaði höfuðsmaðurinn og hleypti brúnum, „eða þá skal ég, fjandinn hafi það, hrista sálarskríflið út úr skrokknum á hon- mn. Skilur hann mig?“ Tange hætti óðar að malda í móinn og þreif: teningsbikarinn. Síðan héldu þeir leiknum áfram á ný. „Kapelláninn hefur ekki heppnina með sér í kvöld,“ mælti höfuðsmaðurinn og glotti. „Nú hef ég unnið átta hnappa, og hann á aðeins tvo eftir." Tange var náfölur. Hann var skjálfhent- ur, er hann hristi bikarinn og varpaði ten- ingunum fram á borðið. Upp komu sex augu á báðum teningunum. „Varpið upp aftur!“ sagði höfuðsmaður- inn. „Eg sá ekki varpið.“ „Nei, það geri ég alls ekki!“ rnælti Tange ákveðinn í örvæntingu sinni. „Rétt er rétt.“ „Jæja þá!“ mælti höfuðsmaðurinn. „Við leikum þá jafnt eða tvöfalt um Jaá hnappa, sem eftir eru. Sendið mér kuflinn.“ Tange rétti honum kuflinn, og höfuðs- maðurinn sargaði hnappana tvo síðustu af honum. „Jafnt eða tvöfalt!" endurtók Tange, sem heppnin gerði nú hugrakkari. Hann tók upp teningana og hristi þá á ný. Upp komu aðeins tvö augu. Manheimer skellti upp úr meinfýsilega og hjó sporum sínum niður í fóður legubekksins. Nú var komið að lion- um. í fyrsta varpi kornu upp sjö augu, og Jaar næst tólf. Höfuðsmaðurinn hafði unnið. Tange hnipraði sig saman á stólnum og faldi andlitið í höndum sér. „Skrattinn gráskjóttur!" hrópaði Man- heirner, er hann hafði um hríð horlt á vesl- ings kapelláninn. „Er það nú barnaskapur að taka sér nærri slíka smámuni. Ég þekkti aðalsmann, er eitt kvöld spilaði af sér tvo herragarða, án þess að lirukka ennið minnstu vitund; en nú lagði hann niður skottið vegna tíu silfurhnappa! En fyrst honum eru þeir svo dýrmætir, þá er bezt að hann haldi þeim sjálfur. Ég vil svei mér ekki svipta hann gjöf kærustunnar." Að svo mæltu ýtti Manheimer hnöppun- um yfir til Tange. „Er það alvara yðar?‘ ‘spurði Tange hik- andi. „Mér þykir mjög vænt um þessa hnappa, jrví að Jreir eru einmitt gjöf frá unnustu minni.“ „Hann getur fengið þá alla,“ svaraði höf- uðsmaður. „En æ sér gjöf til gjalda,“ bætti

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.