Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 34
108
BÆKUR
N: Kv.
til þjóðsagna. Sögur af ýmsu tagi eru skráð'-
ar af S. J. Austmann og kornu út í sérstakri
bók í Winnipeg árið 1945. Flestar eru sögur
þessar um drauma og ekki veigamiklar.
Austurland. Safn austfirzkra freeða.
Ritnefnd: Halldór Stefánsson, Sig-
urður Baldvinsson, Bjarni Vil-
hjálmsson. III. Gefin út af tilhlut-
un Sögusjóðs Austfirðinga. — Ak-
ureyri 1951.
Eru í þessu bindi: Papeyjarsaga og Pap-
eyinga eftir Halldór Stefánsson og Eirík
Sigurðsson, Þcettir urn menn og viðburði.
eftir Halldór Stefánsson, Tveir pcettir um
Fljótsdalshérað eftir Björn Þorkelsson, Þátt-
ur af Hermanni Jónssyni i Firði eftir Sigurð
Vilhjálmsson, Þáttur af Þórði Eirikssyni á
Vattarnesi eftir Bjarna Sigurðsson og Þcilt-
ur af Steindóri Hinrikssyni á Dalhúsum elt-
ir Sigurð Baldvinsson. Mestur fengur þykir
mér að Papeyjarsögu, en allir eru þættirnir
góður skerfur í safn Austfjarðásögu.
Söguþættir landpóstanna. III. b.
Þættir, viðaukar og samtíningur.
Safnað hefur og búið undir prent-
un Helgi Valtýsson. — Akureyri
1951.
I þessu III. bindi Landpóstasögunnar,
eru þættir um marga þá pósta, sem safnand-
inn hafði ekki fengið sagnir um, er hann
santdi fyrri bindin. F.r því góður fengur að
þessu viðbótarbindi. Saga Landpóstanna er
öll í heild um merkilegan þátt í okkar þró-
unar- og menningarsögu.
*
Þá hefur Norðri nýlega sent frá sér eftir-
taldar unglingabækur: Hreinninn fótfrái
eftir Westerlund, Hilda efnir heit sitt,
Petra hittir Áka eftir Roar Colbjörnsen,
Beverly Gray og upplýsingaþjónustan og
Hvað viltu mért Smásögur fyrir börn og
unslinga eftir Hugrúnu. i
O o o
Allar eru þessar Norðrabækur smekklega
útgefnar, enda prentaðar í Prent,verki Odds
Biörnssonar.
Þ. M. ./.
Úr fórum Jóns Árnasonar.
I fyrra gaf bókaútgálan Hlaðbúð í
Reykjavík út: Úr fórum Jóns Arnasonar.
Sendibréf. Finnur Sigmundsson bjó lil
prentunar. Fyrra bindi. Nú er síðara bind-
ið kornið. Er safn þetta bréf frá jóni Árna-
syni þjóðsagnasafnara og til hans. í formála
fyrir bréfasafni þessu kemst Finnur Sig-
mundsson svo að orði: „Eru það tómstunda-
störf hans, sem lengst munu- halda nafni
hans (þ. e. Jóns Árnasonar) á lofti. Þjóð-
sagnasöfnun hans er þrekvirki, sem aldrei
firnist og honum verður seint fullþakkað.“
Snertir meiri hluti bréfa þessara þjóðsagna-
söfnun hans og útgáfu sagnanna, og eru
flest þeirra bæði fróðleg og skemmtileg.
Eins og kunnugt er, þá voru þeir Konráð
Maurer, Guðbrandur Vigfússon og Jón Sig-
urðsson forseti lielztu hvata- og stuðnings-
menn Jóns Árnasonar urn söfnun og útgáfu
þjóðsagnanna, enda voru þeir allir rniklir
vinir Jóns. Eru í bréfasafninu prentuð
mörg bréf, er farið hafa á milli þeirra og
Jóns. En Jón hefur átt bréfaskipti við marga
fræði- og menntamenn út unr allt land. Við
að lesa bréf þessi kynnist lesandinn fjölda
mörgum merkismönnum þjóðarinnar, er
voru samtíðarmenn Jóns Árnasonar, og
þó fyrst og fremst kynnist hann vel Jóni
Árnasyni, þessum merkilega brautryðjanda
íslenzkrar þjóðsagnafræði, sem einnig var,
ásamt Sigurði Guðmundssyni málara, for-
göngumaður að stofnun Þjóðmenjasafnsins.
Þ. M. J.