Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 3
Kíöldvöknr. XVII. árg. Akureyri, Apríl 1924. 4. heftl. Flink merkisberi. Saga úr Þrjátíu-ára-stríðinu. Efíir Loðbrók. (Framhald). XIV. Jeg finn Áróru. Eftir æfintýri mitt við Úlrik Apfelbaum og hafa leitt í Ijós fallbyssuhvarfið og fjársjóðinn, hafði jeg nægan tíma og tækifæri til þess að yfirvega það, sem hugur minn var fullur af síðan um kvöldið, að jeg þóttist hafa sjeð Ár- óru bregða fyrir. Jeg var sannfærður um, að jeg hafði sjeð hana, En hvernig átti jeg að fara að því að finna hana? Borgin var mannmörg og jeg hafði ekkert, sem gæti beint rnjer á rjetta leið. Mjer var ómögulegt að skilja í þvf, hvaða erindi hún ætti til Munchen. En jeg hafði það þó á tilfinningunni, að einhver sorg hefði bor- ið henni að höndum. Jeg eyddi tveim dögum í árangurslausa leit að henni. Jeg aðgætti hverja stúlku, sem varð á vegi mínum, og hvert andlit, sem jeg sá inn um gluggana á húsunum. Jeg var viðstaddur hverja einustu skemtisamkomu og var við hverja guðs- þjónustu, sem haldin var. En alt varð það til einkis. Hana bar hvergi fyrir augu mín. Um kvöldið, tveim dögum eftir það, að jeg aá hana, var jeg á gangi, þreyttur á sál og líkama. Jeg hafði ásett mjer að halda heim- leiðis og var snúinn við. Skamt frá bústað mínum sá jeg aldraða konu sítja við dyrnar á húsi nokkru. Jeg hjelt að þetta mundi vera betlari, og fleygði nokkrum skildingum í kjöltu hennar og hjelt svo áfram án þess að veita henni nánari athygli. Pegar jeg kom heim í herbergi mitt, kom húsmóðirin inn jafn snemma um aðrar dyr og var með ljós í hendinni. Sem afleiðingu af því, að jeg var í illu skapi og þótti verr að vera truflaður, hreytti jeg úr mjer við hana eitthvað á þessa leið: »Hvert eruð þjer að fara?« Konukindin var nærri því búin að missa kertið af tómri hræðslu við það, hve birstur jeg hafði verið. »Fyrirgefið — jeg bið fyrirgefningar . . . herra merkisberi. Pað var ekki ætlun mín að trufla yður, nei — síður en svo.« Svona Ijet hún dæluna ganga með afsökun- um og fyrirgefningarbænum, þangað til jeg sá mig knúðan til að hefta þennan orðstraum. »Hættið þjer nú. Jeg skil yður mæta vel. En segið mjer heldur erindi yðar.« »Ó, herra merkisberi. Pað er afar einkenni- Iegt, og það sagði maðurinn minn Iíka, sem er — ef jeg má hrósa mjer af því — enginn asni, og þann vitnisburð gaf hinn göfugi kjör- fursti nonurn, þegar hann . . .« Það var sjerstök hepni fyrir mig, að hann, 7

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.