Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 9
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 55 »Elskan mín! Viltu ekki segja mjer, hvernig á því stendur, að þú ert í þungum hugleið- ingum?* Jeg vaknaði af hugsunum mínum og þrýsti henni fast í faðm minn, eins og jeg væri á glóðum um, að einhver hönd mundi hrífa hana frá mjer. »Jeg ætla að segja þjer það, þótt jeg álíti, að það væri þjer best að vita ekki, hverjar hættur eru fram undan. Jeg sá þarna í glugg- anum mann, sem er hinn einasti á jarðríki, sem jeg veit um að hatar mig meira en alt annað. Ró hefi jeg aldrei unnið honum neitt ilt nje gert honum órjett á nokkurn hátt. Að vísu hefi jeg hindrað hann í, að fremja ógur- legustu níðingsverk og það oftar en einu sinni, og þess vegna hatar hann mig. Og hann hatar mig lika fyrir það, að mjer hefir hepnast að koma lionum í hendur rjettvísinnar nokkrum sinnum, þótt honurn hafi tekist jafnan að kom- ast klaklau t undan,« »Nú. En hvers hefirðu að óttast af honum?« »Alls. Hann hefir verið sjónarvottur að ást okkar áðan og hann mun einkis láta ófreistað til að eyðileggja og sundra henni, og mun einkis svífast til þess að fá vilja sínum fram- gengt . . .« »Hvað heitir hann? Rað er þó aldrei . . .?« »Pú átt við óvin þinn. Nei, nei. Jeg held að hann hafi ekki sjeð fallega andlitið þitt enn þá nje viti um lilveru þína. Hann heitir Úlrik Apfelbaum.« »Sá sem þú sagðir mjer frá í Mains?« »Já, einmilt hann.« »Látum hann reyna til þess að vinna okkur mein, ástin mín. Hann fær þó aldrei skert eitt hár á höfði okkar án vilja guðs.« »Pakka þjer fyrir þessi orð, hjartans ástin mín. Pú hefir rjett að mæla. Við skulum setja alt traust okkar á guð.« Svo hjeldum við af stað. Okkur gekk klaklaust að finna leið gegnum húsið að útidyrunum. Mestu örðugleikarnir voru við það, að Ijúka upp garðshliðinu, því að þvf var lokað raeð mörgum slagbröndum og lásum, sem ætluðu að verða ofurefli mitt. En þó lánaðist mjer loks að opna það. Við hittum þjóninn, sem dyggilega hafði haldið vörð við trjeð. Hann hafði heyrt bæði skotin, en farið þó hvergi, því að hann hafði ekki heyit mig gefa sjer merkið, sem við höfð- ujn talað um að jeg gæfi, ef jeg þyrfti á hjálp hans að halda. Jeg hældi honum fyrir hygg- indi hans. En gleði hans yfir því, að sjá húsmóður sína aftur, var takmarkalaus, og jafnaðist ein- ungis við gleði gömlu Orjetu, þegar við kom- utn til gistihússins og hún þekti okkur. XV. Förin til Tyrolar. Eins og gefur að skilja, yfirgaf jeg ekki Ar- óru þessa nótt í gistihúsinu, því að engan veg- inn var víst, að öll hætta væri úti enn. Jeg lagðist til svefns úti fyrir dyrununi á herbergi hennar, og þótt jeg væri bæði þreyttur og syfjaður, gat jeg þó ómögulega sofnað. Jeg hafði því nægan tíma til að hugsa um framtíð- ina, og komst jeg að þeirri niðurstöðu, að tryggilegast væri að koma Aróru fyrir hjá drotn- ingunni. Jeg ákvað því að fara, þegar bjarf væri orðið, á fund konungs til þess að biðja hann að tala máli okkar við drotninguna. Og áður en Aróra hafði látið á sjer bæra, stóð jeg á fætur og gekk út til þess að koma þessu í kring, og ætlaði mjer að vekja Aróru með þeirri gleðifregn, að þessi fyrirætlun hefði hepnast. Jeg var ekki kominn Iangt áleiðis, þegar jeg mætti Hans albúna. Hann spurði mig hvert ferðinni væri heitið, og þegar jeg sagði hon- um, að jeg ætlaði að hitta konunginn að máli, sagði hann mjer, eftir Karinu, heitmey sinni, að drotningin og alt hennar fylgdarlið hefði lagt af stað til Augsborgar daginn áður, og hefði konungur fylgt henni á leið og væri ókominn enn. Par með var draumur minn um það, að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.