Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 59 •Rii ætlir að klæða þig í frakka ulan yfir regnkápuna, því það er mjög kalt veður.« »Nei, jeg æila að láta Chappert fá frakkann, svo að hann hafi eitlhvað til afsökunar því, að hann fylgir okkur út að hesthúsinu.* Philips tók nú farangur minn og fór. Jeg slökti nú ljósið í herbergi mínu og lædóist hljóðlega upp á herbergi Percy; slapp jeg þangað án þess að neinn yrði mín var. Jeg drap ofurhægt á dyrnar, vissan högga- fjölda, er við höfðum komið okkur saman um. Dyrnar opnuðust hljóðlega og jeg gekk inn í herbergið, sem var Ijóslaust, og var því niða- myrkur þar inni. Percy heilsaði mjer í hálfum hljóðum og þrýsti hendi minni, »Er Chappert kominn hingað?,« spurði jeg. »Nei, en það er ekki hálftími síðan fostjór- inn kom hingað*. »Forstjórinn! En sú hepni að hann skyldi þó ekki koma hálf tíma síðar,« svaraði jeg. »En jeg hafði til allrar hamingju slökt ljós- ið í herberginu, og var sjálfur inni í hliðar- berginu að hafa fataskifti.* »Eruð þjer þarna, Mr. Sidney?« sagði hann. »Já, herra forstjóri.« »Eruð þjer að ganga til hvílu, — hafið þjer skemt yður vel í kvöld?« »Já, þökk, ágætlega; kvöldið í kvöld var fyrirtak.« »Jæja, góða nótt,« sagði hann svo og fór. »En segðu mjer,« hjelt Percy áfram. »Er Philips kominn á sinn slað?« »Já, alt er reiðubúið. — En hefir þú ekki drykkjarvatn hjer, jeg er ákaflega þyrstur?* »Uss — uss, hafðu ekki hátt. Varaðu þig á því, að reka þig ekki á stólana eða borðið. Vatnið stendur þarna á borðinu.« Jeg gekk þangað og þreifaði fyrir mjer. Varð þá fyrir mjer brjefmiði. »Jæja,« sagði jeg, »er þetta brjef til embættis- mannanna hjerna á hælinu?« »Já.« »En hvað er þetta ?« spurði jeg svo, þvf jeg fann, að jeg þreifaði um annan brjefmiða. »Pað er bara smávegis, sem jeg skil eftir til að mýkja ögn skap þeirra, er þeir sjá, að fugl- inn er floginn. Það er fimmhundruð punda seðill. í brjefinu bið jeg þá að láta það renna til slyrktar fátækum sjúklingum. Jeg segi þeim einnig, að þeir muni innan skamms fá að heyra frá mjer, en ef þeim leiðist sú bið, geti þeir fundið mig í greifadæmum Dunsdale.* Nú varð þögn um hríð. »Jeg hefi klætt mig í sama búning og jeg var í fyrir fjórum árum síðan, þegar jeg var skilinn frá Ellinor. Jeg ætla að hitta hana í sömu klæðunum.* Skömmu síðar var drepið á dyrnar. Pað var Chappert. »Hjer er jeg, herrar rnínir,* hvíslaði hann um leið og hann kom inn. »En jeg hefi ekki getað náð í útidyralykilinn. Það hefir einhver tekið hann.« »Þess þarf ekki,« svaraði jeg. Svo skýrðum við honum frá, hvaða leið við ætluðum að fara, og fjelst hann þegar á hana. »En það væri öruggara að Percy hyldi andlit sitt,« bætti hann við. Chappert útvegaði svo lykla þá, er við þurftum. »En er ekki hætt við því, að hjúkrunarkon- urnar mæti okkur?« spurði jeg. Chappert kvað nei við því, að sumar væru í danssalnum, og hinar svæfu. »En ef svo skyldi fara, að einhver þeirra væri vakandi, verðið þið að segja einhverja trúlega sögu. Svo er konan mín á fótum, og þið munuð hitta hana, en það stafar engin hætta af henni,« bætti hann við. »Svo þegar þið eruð komnir út,« hjelt hann áfram, »munuð þið hitta mig og verðið að afhenda mjer aftur lyklana, svo jeg geti látið þá á sinn stað aftur, án þess að nokkurn gruni, að þeir hafi verið hreyfðir. Þið gangið bara beint áfram, stofurnar eru hver fram af annari.* »En dyraverðirnir við bakdyrnar?* »Þeir eru annaðhvort sofandi eða inni f danssalnum. Ystu dyrnar skal jeg opna að utan- verðu. Svo göngum við út að brunninum og 8*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.