Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 8
54 NÝJAR KVÖLDVOKUR. »Hvað segirðu? Hefir einn þeirra verið hjer inni hjá þjer nótt og dag?« »Já, þeir hafa ekki Ijeð bænum mínum áheyrn, hversu sem jeg hefi beðið þá að lofa mjer að hafa svefnfrið.* »Fantarnir! Veistu um nokkra leið út úr þúsinu aðra' en um þennan glugga? Pað er mjög erfitt, að flýja þá leið.« »Nei, elskan mín. Jeg veit ekkert um her- bergjaskipun í þessu húsi, því að jeg hefi aldrei komið út úr þessu herbergi.* Kæra og duglega stúlkan mín ætlaði r.ú að stíga upp á borðið til þess að komast út um gluggann, en þá kom babb í bátinn, svo að ekki varð af því í bráðina. I þessum svifum var dyrunum lokið upp og inn í herbergið ruddust þrír alvopnaðir menn. Peir voru ekki ósvipaðir hinum fallna fjelaga sínum, að því undanteknu, að tveir þeirra voru miklu minni vexti en hann. Tveir þessara manna sneru umsvifalaust að mjer, en sá þriðji gekk að borðinu, þar sem Aróra stóð. En áður en þeir náðu að nota vopn sín, gat jeg rjett Aróru aðra skammbyssu mína, til þess að hún gæli varið sig fyrir fyrstu áhlaupunum. »Vertu óhræddur um mig, elskan mín,« kallaði hún til mín rjett á eftir. »Fyrst jeg er kjörin hermannskona, mun jeg lika sýna, að jeg er þess verð. Ef þú vogar að nálgast mig, mun jeg óhikað skjóta þig til bana!« hrópaði hún til mannsins, sem nálgaðist hana. Porparinn hikaði við, enda mun honum hafa þótt skammbyssan óárennileg í Jiöndum Aróru og rödd hennar hiklaus, sem gaf til kynna, að hún mundi framfylgja hótun sinni. Jeg tók mjer stöðu framan við borðið, sem Aróra stóð á, til þess að vernda hana, ef til kæmi. Fjandmenn mínir voru þrír saman, en þrátt fyrir það var jeg alls ekki smeykur við að mæta þeim. Jeg gerði ráð fyrir, að Aróra mundi leggja einn þeirra að velli með skamm- byssuskoti, öðrum mundi jeg geta banað með skoti og mætt þeim þriðja með sverð í hendi. Petta skeði |íka, Jafnsnemma gullu við skot úr skammbyssum okkar og tveir fjandmenn okkar fjellu til jarðar. Svo greip jeg sverð mitt og hrakti hinn þriðja út í horn á her- berginu. Par hófst snörp viðureign milli okk- ar, en ekki leið á löngu áður en jeg gat af- vopnað hann. Hann baðst líknar og veitti jeg honum hana. En svo var hann aðframkominn, að hann fjell til jarðar meðvitundarlaus. Jeg tók nú Aróru við hönd mjer og leiddi hana út um dyrnar, sem mennirnir höfðu kom- ið inn um. »Við skulum flýta okkur, en ljósið tökum við með okkur, til þess að við getum fundið útgöngudyrnar.* Um leið og jeg sagði þetta, sneri jeg við til þess að sækja ljósið, sem stóð á borðinu undir glugganum. Eðlilega varð mjer litið á opna gluggann, sem blasti nú við mjer. En jeg var riærri því búinn að missa sverðið af undrun yfir því, sem jeg sá í glugganum. Sýnin hvarf eftir eitt augnablik, en hún hafði þó veruleg áhrif á mig. Jeg sá mannshöfði bregða fyrir og var munkahettu hvolft yfir það. Pað, sem sást af andlitinu, var afmyndað af heift, skeggið úfið og ógreitt og augun tindrandi eins og,g!óandi kolamolar. Pað sem mest olli óróleika mínum var það, að jeg þekti að þarna var Úlrik Apfel- baum korninn. Hann skaust burtu, en jeg gat ekki losast við óttann, sem þessi sýn hafði valdið mjer. í huga minn flugu óteljandi myndir og hug- boð, en eilt varð þar eftir og gerði ótta minn meiri. Hann hafði verið sjónarvottur að ástar- atlotum okkar Aróru og vissi um leið, að við höfðum bundist trygðum. Jeg var samstundis sannfærður um, að hann mundi nú leita hvers tækifæris sem gæfist til þess að ofsækja og eyðileggja ástmey mína og á þann hátt særa mig því dýpsta sári, sem hugsanlegt var að veita mjer. Aróra kom aftur inn í herbergið til þess að grenslast eftir, hvað tefði mig. Hún hallaði sjer upp að mjer, lagði hendurnar mjúklega um háls mjer og mælti:

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.