Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 6
52 NYJAR KVÖLDVÖKUR. heldur. En drengurinn verður að fara heim til sín.c Og þar við sat það. Jeg skipaði þjóninum að standa vörð við trjeð meðan jeg færi og athugaði nánar bygg- inguna og umhverfið. í myrkrinu gat jeg ekki sjeð, hve húsið var margloftað, en jeg sá, að það var mjög hátt. A húshliðinni, sem að okkur sneri, var hvergi ljós í glugga. Við komum okkur saman um, að ef annar hvor okkar þyrfti hjálpar við, skyldum við blístra þrisvar sinnum. Svo hóf jeg rannsóknarferð mína. Jeg að- gætti nákvæmlega hvern þumlung af útvegg hússins. Jeg var kominn þangað, sem skíð- garðurinn var festur að hússtafninum og hafði cinkis orðið vísari, sem gæfi mjer nokkra vís- bendingu. Pað var engu líkara en að húsið væri mannlaust, eða að öðrum kosti höfðu íbú- arnir einkennilega hljótt um sig. Hversu vel setn jeg hlustaði við veggina, var mjer ómögu- legt að greina minsta hljóð innan úr húsinu. »SkyIdu þeir hafa myrt hana?« spurði jeg sjálfan mig, en fór þegar af þeirri skoðun. »Nei, ef það hefði verið tilgangur þeirra, mundu þeir varla hafa farið að flytja hana hingað. Eitthvað annað hlýtur að hafa verið ætlun þeirra með því að ræna henni. Pað er lang- líklegast, að fanturinn, sem jeg má ekki nefna, hafi enn á ný beitt hana þrælmenskubragði og náð henni hingað á sitt vald til þess að . . .* Jeg fjekk ekki tíma til að Ijúka við hugsun mína, því að alt í einu greindi jeg lágt hljóð, eins og málróm, sem mjer virtist koma frá þeim hluta hússins, sem var innan skiðgarðs- ins. Hljóð þetta, sem var mjög veikt að vísu, gaf mjer þó von um, að leit mfn ætlaði ekki að verða árangurslaus. Jeg klifraði yfir skíðgarðinn, sem var þó erfitt mjög. og var nú staddur í garði hússins. Jeg 9á Ijósglætu í einum glugga, sem var niður undir jörðu. Annars var hvergi Ijós að sjá í neinum glugga. Jeg læddist auðvitað nær húsinu og laut of- an að glugganum og leit inn. En til allrar ógæfu var breitt tjald fyrir gluggann innan- verðan, svo að jeg gat ekki sjeð inn í her- bergið. Og nú heyrði jeg hljóðið ekki lengur og var jeg þó sannfærður um, að það hafði komið úr þessu herbergi. Jeg var farinn að íhuga, hvort jeg ætti ekki að kalla á þjóninn áður en jeg gerði tilraun til að komast inn í húsið, þegar jeg heyrði alt í einu kvenmanns- rödd innan úr herberginu og var kvenmaður- inn að raula lag fyrir munni sjer. Söngröddin ruddi sjer rúm inn að instu rót- um hjarta míns, því að jeg þekti, að þetta var rödd Aróru. Pað ljek enginn vafi á því. Jeg þekti rödd hennar, þó að jeg ætti að velja á milli þúsunda. Pað var eins og jeg hefði látið hugsanir mínar i Ijós með orðum, því að jafn snemma þagnaði röddin og jeg sá litla, hvíta hendi draga tjaldið til hliðar, sem var fyrir gluggan- um. Innan við rúðuna stóð Aróra Strahl, feg- urri en nokkru sinni áður, og gerði sorgin og tárin, sem glitruðu í augum hennar, hana enn fegurri. Hún þekti mig líka samstundis og flýtti sjer að færa borð undir gluggann og stíga upp á það til þess að ná í gluggakrókana. Hún opnaði gluggann í skyndi. En jafn snemma sá jeg kiunnalega karlmannshendi vera lagða á öxl hennar og henni hrundið ofan af borðinu. Nú sá jeg gréinilega þreklegan mann, sem hratt ungu stúlkunni lengra inn í herbeigið. Síðan steig hann upp á borðið til að Ioka glugganum, en varla hefir hann grunað, að þar mundi hann hitta alvopnaðan hermann, en að- eins ætlað að krækja glugganum aftur til þess að hindra frekari tilraunir til flótta Aróru. Ekki er ólíklegt, að hún hafi áður reynt að flýja á þennan hátt. Jeg Ijet manninn ekki fá tíma til að Ioka glugganum, heldur stökk upp í gluggakistuna og bjóst til að stökkva inn í herbergið. Mann- garmurinn varð svo undrandi, að hann hörfaði aftur á bak inn á mitt gólf og fjell þar endi- langur. Hann var að vísu fljótur á fætur aftur,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.