Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 57 Vitfirrigurinn frá St. James. Eftir Philip Galen. (Framhald.) »Jeg mun heldur eigi hefna mín á annan hátt,< svaraði Percy. Skömmu síðar skildum við. Fór Philips til forstjóians, til að fá leyfi til að vera á hælinu um nóttina og að sjá sjónleikinn daginn eftir. Jeg gekk snemma til hvílu um kvöldið, en sofnaði ekki blund alla nóttina. Jeg fór snemma á fætur næsta morgun, því jeg vildi kveðja alla þá, sem jeg hafði kynst á hælinu, bæði yfirmenn og undirgefna, en jeg varð að gera það um morguninn, því jeg bjóst eigi við, að tími yrði til þess, er á daginn liði, þar eð hátíðahöldin átlu að byrja klukkan tvö, og þá myndu gestirnir komnir, og þar að auki, allir önnum kafnir við hátíðahöldin. Jeg hitti Elliotson forstjóra á einkaskrifstofu hans og átti alllangt tal við hann. Spurði hann mig, hvort jeg mundi eigi koma aftur, en jeg hvað nei við. Arnaði hann mjer allra heilla og góðrar ferðar. Bað jeg hann ætíð að minnast mín með hlýjum huga, þó einhverntíma kæmi eitthvað það fyrir, er hann eigi væri ánægður með, viðvíkjandi mjer. Hjet hann því og skildum við með vináttu. Er jeg hafði kvatt alla eyddi jeg tímanum til að horfa á undirbúning hátíðahaldanna. Var alt hælið utan og innan skreytt með flöggum, blómum og krönsum og ekkert til sparað. Allur garðurinn var skreyttur með marglitum Ijóskerum, sem kveikja skildi á, er rökkva tæki. Framan við innganginn var reist heiðurshlið, og klukkan hálf tvö fór forstjórinn þangað með nokkra embættismenn hælisins og stóðu þeir þar, til að taka á móti gestunum. Aðalgestur dagsins var styrktarmaður hælis- ins, C. lávarður. Klukkan hálf þrjú voru allir gestir komnir, og hófst þá fyrsti hluti hátíðahaldanna. Var það átve^s'a. Undir borðum voru haldnar margar ræður og góðar, en best mæltist C. lávarði, er mælti fyrir minni hælisins. Eftir máltíðina fór hann ofan í garðinn til að horfa á leiki sjúklinganna, ásamt nokkrum fleirum. Voru verðlaun gefin fyrir hinar og aðrar íþróttir, er þeir sýndu. Var einkennilegt að sjá, hversu mikinn áhuga þessir vesalings sjúklingar rýndu við starf sitt. Klukkan sjö hófst svo aðalskemtun dagsins: Sjónleikurinn. Og þegar að allar klukkur hæl- isins hringdu, ruddust allir inn í söngsalinn, sem hafði verið breytt í leikhús. Veggir sals- ins voru prýddir með blómkrönsum, og fyrir gluggana voru dregin þykk dökkrauð glugga- tjöld. Ótal Ijósker vörpuðu geislum sínum yfir salinn, sem leil út eins og stórt Ijóshaf. Pegar áhoríenduinir höfðu sest, ríkti dauða- þögn í salnum, svo að ótrúlegt mátti virð- ast, að fimm hundruð manns væri þar saman- komið. Svo var gefið merki og hljóðfæraslátturinn hófst. Lágværir sorgþrungnir innilegir hljóðpípu- tónar, — lágt kvalavein, — þaggaður grátur, heillandi eins og b'ævindur, er líður gegnum kvöldskuggana. Svo dynjandi, hrynjandi org- eltónar, eins og fossniður, — grátur fiðlunnar og hreimleiftur gítarins. Svo hætti hljóðfæraslátturinn, tjaldið undið upp og leikurinn hófst. 8

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.